Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 76

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 76
Ásum ruddist með miklum ofsa fram undir brúnni. Ásakvíslar (3) voru bakkafullar, svo hestarnir losnuðu snöggvast við botninn í einni þeirra. Þá var Geirlandsá ein eftir af vatnsföllum, sem gátu orðið mér farartálmi. Hún var viðsjál í vexti og mörgum hvimleið. Sjaldan hef ég séð Síðuheiðar eins fagrar og í þetta sinn. Vatns- miklir lækir bugðuðust þar eins og siifurbönd um brekkur og hjalla, sums staðar með regnbogalitum í sólskininu. Geirlandsá var með fjöruborði en þó svo mikil, að mér fannst vissara að fela mig Skjóna, sem ég bar nú ótakmarkað traust til. Áin er straumþyngri en ætla mætti af því einu að líta yfir hana, og hjá mér varð hún nær því í herðatopp. Sagnir herma, að 18 manns hafi farizt í Geirlandsá, en allt hefur það gerzt fyrir mína daga. Líklega hafa umrenningar, sem voru að leita sér bjargar, helzt týnt þar tölunni. Már viidi það til óhapps í förinni yfir ána, að Stjarni kippti taumnum úr hendi minni og fylgdi með svipan mín, vinargjöf, silf- urbúin mcð ágröfnu fangamarki mínu. Þótti mér það skaði, þótt svipu notaði ég raunar aðeins við fjárrekstur og í smalamennsku. Lausu klárarnir fóru á sund og komu að landi góðan spöl sunnar en við Skjóni. Dýpst í árstraumnum gerði ég tilraun með að snúa Skjóna við og þá stóð eigi á honum. Eflaust hefur hann vitað, að öllu var þar óhætt. Brotið á Geirlandsá var að lögun sem hálfur hringur og sást allt vel. Skjóni þræddi það vandlega nema rétt austast, þar fór hann beint að bakkanum. Mér brá vel í brún, þegar ég kom til hestanna, því þar heimti cg svipuna mína. Hún loddi við tauminn á Stjarna. Svipuskaftið hafði runnið eftir taumnum annarsvegar, ólin hinsvegar og allt stoppað við tippið á taumnum. Þannig kcmst ég heill og skaða- laus frá öllu og ríkari að trú á handleiðslu guðs, sem maður þreyf- ar svo oft á í lífinu. Skammt austan við Geirlandsá. í Prestsbakkavelli, mætti ég tveimur bxndum úr Landbroti, Guðmundi í Dalbæ og Oddi í Nýja- bæ, báðum svolít'ð hýrum. Þá furðaði á því, að ég skyldi fara ána á syðra vaðinu og spurðu, hvort ég heíði sloppið sundlaust. „Hún var þó ófær þarna í morgun," sögðu þeir. Þrautavaðið á Geir- 74 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.