Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 18
18
Klemens Jóusson.
útburðinum, að útbyggingin liafi verið í aila staði lögleg.
Á sama hátt og bera má bónda út afjörð, má einnig bera
leigjanda út úr húsi, þegar leigutíminn er á enda, og hann
vill ekki góðmótlega flytja. Ef annaðhvort hjóna að á-
stæðulausu yfirgefur hitt, og tekur sameiginleg börn þeirra
með sjer, þá getur fógetinn að sönnu ekki þvingað það
bjónanna, sem hætt hefur sambúðinni, að snúa aptur heim,
en hann getur tekið börnin frá því, ef á þarf að halda,
með valdi, og afhent þau hinu foreldranna, en skilyrðið
verður þó ætíð í þessum tilfellum að vera, að það sje al-
veg augljóst, hvor aðila það er, sem hefur rjett.
4. Kyrsetning og lögbann. Nú óttast skuld-
heimtumaður, að skuldunautur sinn muni afhenda fjár-
muni sína, áður en hann getur beitt aðför gegn honum,
og getur hann þá, að minnsta kosti, ef skuld hans er
nokkurn veginn viss, tryggt sig og rjett sinn gegn slíkum
afhendingum, með því aðlátafógeta gjöra kyrsetningu
hjá honum, eða eins og það líka nefnist leggja löghald
á fjármuni hans. Skilyrði fyrir slíku löghaldi eru: a ð
skuldin sje nokkurn veginn Ijós, og a ð gjörðarbeiðandi
setji þá tryggingu eða ábyrgð, sem fógetinn tiltekur, ann-
aðhvort með því að fela honum til geymslu upphæðina
í peningum eða með því að veðsetja fasteign fyrir henni.
petta síðara skilyrði er alveg nauðsynlegt. Kyrsetningin
er svo framkvæmd alveg á sama hátt ogaðförin; fógetinn
skrifar upp og lætur virða fjármuni skuldunauts, þangað
til ætla má, að nóg sje komið til lúkningar skuldinni, en
þessa kyrsettu muni má gjörðarbeiðandi ekki láta selja
sjer til lúkningar, fyr en hann er búinn að fá dóm eða
sátt, og að því búnu er búinn að láta aðför fara fram á
venjulegan hátt, og byggist þá uppboðið á aðförinni, en