Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 14
BISKUP ÍSLANDS,
HERRA SIGURBJÖRN EINARSSON:
Á Hólum
Erindi á Hólahátíð 29. julí 1973.
„Á Hólum er ákaflega fagurt“.
Þannig kemst útlendur ferðamaður að orði í byrjun síð-
ustu aldar. Hann kom hér árið 1814, hafði farið norður fjöll
frá Reykjavík til Eyjafjarðar og þegar þar var komið lang-
aði hann að komast til Hóla.
Ekki var það þó vegria fegurðar landslagsins í Hjaltadal,
sem hann vildi fara hingað. Hann þekkti vel íslenzka sögu,
sér í lagi kirkjusöguna. Hann var hér á landi í þeim erind-
um fyrst og fremst að greiða fyrir því að landsmenn gætu
eignast Biblíuna, en svo voru þeir fátækir þá, að það var
undantekning, ef sú bók var til á nokkrum bæ.
Maðurinn lrét Ebenezer Henderson. Hann skrifaði rnerki-
lega ferðabók eftir för sína til íslands, þar sem víða er að
finna stórmerkar athuganir, bæði á náttúrufari landsins og
hugsrrnarhætti og menningu þjóðarinnar.
Þegar hann kemur til Hóla eru liðin 12 ár frá því að
biskupsstóllinn var formlega lagður niður.
Hvernig er þá umhorfs hér? Og hvernig er þeim innan-
brjósts, sem hér dveljast?
„Á Hólum er ákaflega fagurt“.
Þeirri staðreynd höfðu engin mannleg valdboð getað
haggað. Og enginn tregi eða harmur gat ónýtt það.
En sem sagt: Hann var ekki hingað kominn til þess að
njóta þeirrar fegurðar, sem hér blasti við augum, óbreytt
frá dögum Illuga prests, óbreytt í öllum þeim veðrum, sem
gengið höfðu yfir stað og stól, óhagganleg á hverju sem gekk.