Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 22

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 22
25 KIRKJUSAGA þögul og aðgerðalaus við gröf gömlu Hóla. Það settist að sárunum, þó að þau gætu ekki gróið að fullu. En það er sem betur fer svo, að bæði einstaklingar og þjóðir vaxa frá hörmum sínum, enda væri það sjúldeiki og dauðamein að fjötra hug sinn við það, sem er liðið og verður ekki breytt. íslenzka þjóðin fékk að lifa. Betri dagar komu og sókn þjóðarinnar fram varð eindregin, stórstíg og gipturík á fjöl- marga grein. Og öllum er það ljóst, að sagan hefur verið lyftiafl í allri framsókn þjóðarinnar. Án heilbrigðra og örf- andi tengsla við sögu sína væri íslenzka þjóðin ekki til. En hinir helgu höfuðstaðir tveir, Skálholt og Hólar, lágu lengi í 'þagnargildi. í hálfa aðra öld var hljótt um þá, dauða- þögn að kalla má. En það kom að því, að mönnum fór að skiljast, að minn- ingar þessara staða, bæði hinar ljúfu og hinar sáru, eru inn- stæða í sjóði þjóðarinnar, sem hafði ekki fallið í verði með hruni stólanna og varð ekki gengisfelld og þurfti ekki og mátti ekki liggja óhreyfð án þess að vextir væru teknir út. Þegar þetta varð ljóst, þá var farið að efna til þeirra hátíða, sem nú eru orðnar árvissir atburðir á báðum þessum hæstu sögustöðum landsins. Aðstaðan var engin í Skálholti til há- tíðahalds þegar byrjað var þar og lengi vel, þar var ekki annað en illa messufær kirkjukumbaldi, óhrjálegur kirkju- garðskargi og svo túnið. Að ytri ásýnd var munurinn mikill á liinum tveimur setrum. Kirkja Gísla biskups hér á Hól- um gerði gæfumun. Hún varð ekki rifin, eins og liin ramm- byggilega timburkirkja Brynjólfs í Skálholti og öll timbur- húsin þar sem hér. Auk þess hafði bændaskólinn, sem hér var settur á fót að frumkvæði héraðsmanna undir aldarlokin síðustu með mannvirkjum sínum sett reisulegan svip á stað- inn. Norðlendingar máttu að svo búnu betur una sínum hlut en Sunnlendingar. Nú er um skipt í Skálholti og vakning er sprottin um og út frá báðum stöðum. Og það er von vor og bæn, að sú alda haldi áfram að skila oss áleiðis fram og til móts við þau
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.