Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 23

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 23
KIRKJUSAGA 26 markmið, sem Guð hefur látið staðina báða bíða eftir í þágu síns ríkis á nýrri tíð. Vér höldum hátíðir á helgum stöðum til þess að ganga á vit þeirra viðburða, sem að sönnu eru að baki í tíma en um áhrif í sífelldri nánd. Sagan, tiltekið kirkjusagan, er ekki rykfallnir annálar, heldur arfleifð til lífsfrjóvgunar. Að hagnýta sér þá arfleifð er ekki fólgið í því að stara um öxl. Þjóð og kirkja gengur aldrei aftur á bak í sín eigin spor, það er ekki leiðin til þess að finna sjálfan sig eða sækja sér þrótt í lindir sögu sinnar. Engin fortíð vaknar til raunhæfs lífs þó að reynt sé að setja hana á svið að nýju. Það eitt fæð- ist til lífs, sem lífið sjálft kallar á og nútíð krefst. Það er ekki að virða fortíðina, heldur að misskilja hana og mis- þyrma hlutverki sögunnar að ætla sér að þvinga rás lífsins inn í farvegu, sem horfnar aðstæður hafa mótað til sinna þarfa. Þær fimmtíu reiðgötur, sem lágu hlið við hlið heim að Hólum, eru grónar, og þær verða aldrei framar f þjónustu lífsins. Leiðin fram verður farin á öðrum vegum en þeim, sem fortíðin hefur troðið. Spor feðranna eru jafnhelg fyrir því og þeirra gömlu götur engu síður dýrmæt og holl minn- ing, hvatning og vakning. íslenzk þjóð og íslenzk kirkja eiga alla hluti saman. Svo hefur verið hingað til. En hins er ekki að dyljast, að kirkj- an hlýtur að vera þess minnug, að hún á í sérstökum skiln- ingi þá staði, þar sem merki hennar var hæst við hún í ald- anna rás. Hólar voru kirkjunni gefnir í öndverðu, staður- inn sjálfur, þótt síðar væru seldir og andvirðið hirt í kon- ungssjóð. Kirkjan á þær minningar, sem lyfta þessum stað yfir aðra. En kirkjan gerir ekki eignartilkall til eins eða neins, nema til þess að skila því aftur með ávöxtum þess anda, sem hún er kvödd til að þjóna. Hólar eru kirkjunni ímynd þess, að Kristur hefur markað þetta land undir sitt góða vald. Og þess vegna hlýtur hún að binda vonir við þennan stað, von-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.