Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 32
35
KIRKJUSAGA
sinn hafi Guðbrandur biskup verið á ferð út Höfðaströnd
og mætt þá barnahópi, þar sem Hallgrímur var einn á meðal,
8 ára gamall. Biskup spurði, hvað þau væru að gera, og
Hallgrímur svaraði hvatvíslega.
Biskup vildi þá reyna hann og spnrði:
Hver hefir skapað þig, skepnan mín?
skýr þú mér það núna,
hver þig fyrir hlotið pín?
þér hver gefið trúna?
Stráksi var eigi seinn til svars, segir sagan, og svaraði um
hæl:
Guð faðir mig gjörði sinn,
Guðs sonur mig leysti,
Guðs fyrir andann gafst mér inn
góður trúarneisti.
Reyndar er fleirum eignuð vísan, svo að ekki er hægt hér
á að byggja sögulega heimild. Hvað sem því líður, eru öllu
meiri líkur fyrir því, að Hallgrímur sé fæddur í Gröf, og
komið ungur drengur eða í fyrstu bernsku til Hóla. Það lá
nokkuð ljóst fyrir, að hinn ungi frændi biskupsins gengi í
Hólaskóla til að nema klerkleg fræði. En endasleppur varð
sá skólalærdómur.
Bráðger hringjarasonurinn kom sér út úr húsi á Hólum.
Hann þótti ekki vanda fyrirfólki staðarins kveðjurnar í
fleygum vísuorðum sínum. Hefðarkonur á Hólum töldu sér
það ekki samboðið, sem þær heyrðu sagt um sig í kveðskap
þessa unglings. Hann varð að yfirgefa Hóla um eða rétt
yfir fermingaraldur. Hann fór í siglingar og gekk í þjón-
ustu járnsmiðs eða kolamanns í Glukkstað eða Kaupmanna-
höfn.
Og hér lýkur fyrsta tímabilinu í ævi þessa mikilmennis,
sem átti eftir að yrkja sig inn í hjörtu íslendinga meir en
nokkur annar ofar moldu, eins og Jón Þorkelsson þjóðskjala-