Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 58
Verður safnaðarþjónusta kennslugrein
í Löngumýrarskóla?
Á kirkjuþingi sl. haust var samþykkt tillaga þess efnis,
að vinna beri að því að koma á kennslu fyrir djákna og
djáknasystur til starfa í kirkjunni, og athugað verði, hvort
sú kennsla geti orðið val-
grein við skóla kirkjunnar
á Löngumýri í Skagafirði.
„Díakonia“ er hið al-
þjóðlega orð yfir hvers kon-
ar safnaðarþjónustu sem
unnin er af sérmenntuðu
fólki, sem vinnur hjúkrun-
arstörf, t. d. í heimahúsum,
(einkum fyrir aldraða),
kennslu- og barnastarf, að-
stoð við messugjörðir, um-
sjón með æskulýðsstarfi svo
nokkuð sé nefnt af því, sem
safnaðarþjónar, jafnt karl-
ar sem konur, hafa með
höndum. — Slík störf eru
víða unnin af áhugafólki.
Það er hverjum sóknar-
presti mikill styrkur að
hafa í prestakalli sínu leik-
menn, sem eru fúsir til starfa. Þessi þjónusta hefir ætíð
verið til í kirkjunni, má í því sambandi t. d. minna á störf
sóknarnefnda, meðhjálpara, söngfólks og organista.
Halldóra fíjarnadóttir