Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 65
MINNING
68
Séra Páll Þorleifsson fyrrv. prófastur
Séra Páll Þorleifsson, fyrrum prestur og prófastur á
Skinnastað, lézt 18. ágúst 1974 á 76. aldursári. Hann átti
drjúgan þátt í störfum Prestafélags Hólastiftis.
Séra Páll fæddist 23. ágúst
1898 í Hólum í Nesjum. Foreldr-
ar hans voru hjónin Þorleifur
Jónsson bóndi og alþm. og Sig-
urborg Sigurðardóttir. Hann
varð stúdent 1921 og kandidat í
guðfræði 1925. Framhaldsnám
stundaði hann í Kaupmanna-
höfn, París og Þýzkalandi að
loknu embættisprófi, en varð
síðan veturlangt stundakennari
við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri.
Séra Páll Þorleifsson var vígð-
ur 21. nóvember 1926 til Skinna-
staðar. Hann var þar prestur og prófastur til ársins 1966, er
hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Páll var kvæntur
Guðrúnu Elísabetu Arnórsdóttur, prests að Hesti Þorláks-
sonar. Börn þeirra eru Jóhanna Katrín bankagjaldkeri,
gift séra Jóni Bjarman fangapresti, Stefán starfsmanna-
stjóri, kvæntur Arnþrúði Arnórs, Þorleifur fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu, kvæntur Guðbjörgu Kristinsdóttur, Arnór
I.árus deildarstjóri hjá Almennum tryggingum, kvæntur
Betsý Ivarsdóttur, og Sigurður að ljúka námi í París.
Séra Páll Þorleifsson var merkur og mikill kennimaður.
Hann átti góðar gáfur, skarpan skilning og næmt innsæi og
Sr. Páll Þorleifsson.