Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 71
MINNING
74
Dr. Róbert var doktor við heimspekideild háskólans og
ritgerð hans var um Þorlákstíðir. Hefir sú ritgerð vakið at-
hygli á alþjóðlegum vettvangi. Dr. Róbert var mikill íslands-
vinur. Hér hafði hann fest rætur og fengið víðan og kæran
verkahring. Ég þakka dr. Róbert ánægjulegt samstarf, upp-
örfun og góðar ráðleggingar. Eiginkonu hans, frú Guðríði
Magnúsdóttur, eru hér fluttar innilegustu samúðarkveður.
Guð blessi minningu hans.
Pétur Sigurgeirsson.
Athyglisverð ummæli
Því geur enginn sanngjarn maður neitað, að Islendingar eiga andlegu
stéttinni mikið að þakka, þessi stétt hefir að öllu leyti litið blítt og strítt með
alþýðu, og hvað sem að ber, þá er hún innan handar með hjálp og ráð eftir
megni. Af prestinum læra flestir það gott, sem þeir nema, til hans sækja
þeir ráð í andlegum og veraldlegum efnum, hann er oft bjargvættur nauð-
staddra, læknir veikra, talsmaður fátækra og þeirra, sem órétt líða, og því
verður ekki neitað, að andlega stéttin er þjóðlegasta stéttin á íslandi. Eða
mundi það ekki vera að miklu leyti prcstunum að þakka, að alþýða á íslandi
hefir jafnan fengið orð fyrir, og með réttu, að hún sé að jafnaði betur upp-
frædd en alþýða í öðrum löndum. (1845).
Jón Sigurðsson.