Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 90
SR. ÁRNI SIGURÐSSON, BLÖNDUÓSI:
Hólafélagið
Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16.
ágúst árið 1964 og minnist því 10 ára afmælis síns.
Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið
saman og undirbúið stofnun félagsins. Allt frá upphafi hef-
ir áherzla verið lögð á, að félagið nái til allra landsmanna.
í annarri grein að lögurn félagsins, er komizt svo að orði:
„Hlutverk félagsins er að beita sér fyrir samtökum meðal
þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði.
Skal höfuðáherzla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hól-
um og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna að
því, að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofn-
anir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal
stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkju-
leg miðstöð í Hólastifti."
Hvað fyrra atriðið snertir má benda á, að fyrr eða síðar
verður landinu skipt í þrjú biskupsdæmi, samanber sam-
þykkt kirkjuþings 1964 svo og síðari samþykktir, þar sem
gert er m. a. ráð fyrir búsetu biskups yfir Norðurlandi að
Hólum í Hjaltadal. Til þess að svo geti orðið hefir Hóla-
félagið lagt ríka áherzlu á, að íslenzka þjóðkirkjan fengi
þegar aðstöðu til kirkjulegrar uppbyggingar heima á staðn-
um við hlið bændaskólans, líkt og gerðist í Skálholti árið
1956, er staðurinn var afhentur þjóðkirkjunni til eignar
og umráða.
í sambandi við nýjar menntastofnanir vill félagið beita
sér fyrir stofnun kristilegs lýðskóla, sem byggður væri á