Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 98

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 98
101 HÉRAÐSFUNlíIR Þá er þess næst að geta að 384 börn voru skírð í umdæminu sl. ár og þó líklega nokkru fleiri, því að skýrslur vantaði úr einu prestakallinu fyrir næstum þrjá ársfjórðunga. Þær munu þó hafa verið sendar suður. Árið þar áður voru skírð 431 barn innan pró- fastsdæmisins. Fermingar voru 338 og tala altarisgesta 1290. Kirkjulegar hjónavígslur voru 118 og greftranir 123. Þá ræddi prófastur næst um kirkjureikningana. Reikningar höfðu borist seint og illa, og lágu því ekki fyrir endurskoðaðir til úrskurðar eins og vera ber. Prófastur fór fram á heimild til að úrskurða þá, með aðstoð síra Þórhalls Höskuldssonar, Möðruvöll- um, og Kristjáns Vigfússonar, Litla-Árskógi. Sú heimild var veitt. Þá var lagt fram bréf frá umsjónarmanni kirkjugarða, Aðal- steini Steindórssyni, þar sem hann leggur til að kosin sé á héraðs- fundum þriggja manna kirkjugarðanefnd og sé hlutverk hennar að ráða menn til umferðavinnu við garðana o. fl. All mikið var rætt um þetta mál og vandkvæði á því að fá menn til að hirða garðana svo að í lagi sé. Kirkjugarðarnir virðast flestir hafa það rúm fjárráð, að þeir gætu lagt nokkuð fé að mörkum til að standa straum af kostnaði við hirðingu þeirra. En víðast hvar er sama sagan. Menn eru ófáanlegir og þess vegna er hirðingu og viðhaldi margra kirkjugarða mjög ábótavant. Tillaga umsjónar- manns kirkjugarða var samþykkt með þeirri breytingu, að kosnir voru tveir menn til aðstoðar prófasti, og skulu þeir í félagi athuga um útvegun eða ráðningu manna til að sinna þessu verkefni. í nefndina voru kosnir síra Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöllum og Aðalsteinn Oskarsson, Dalvík. Undir liðnum: Onnur mál, var all mikið rætt um sóknargjöld. Það var upplýst á fundinum að sóknarnefnd einnar kirkju í pró- fastsdæminu hafði hækkað sóknargjöld í kr. 750,00 til samræmis við það, sem sóknargjöld eru í Reykjavík. Flestar eða allar kirkjur í prófastsdæminu eru reknar með miklum halla, allt upp í eina milljón krónu halla. Slíkt er ekki hægt til lengdar. Það eru gjafir, sem bjarga kirkjunum svo að þær komast ekki í greiðsluþrot. Það er dálítið undarlegt ósamræmi í því, að sóknarnefndir eru lögum samkvæmt skyldar til að sjá um sómasamlegan rekstur og viðhald kirkna, en svo er þeim sniðinn þröngur stakkur með sóknargjöldin og af einhverjum annarlegum ástæðum, sem fundarmenn gátu ekki fyllilega gert sér grein fyrir, eru kirkju- eða sóknargjöld ákveðin lægri utan Reykjavíkur, af því ráðuneyti, sem fer með þetta mál. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að skora á kirkjumálaráðuneytið að heimila kirkjum í Eyjafjarðarprófasts- dæmi að hækka sóknargjöld allt að leyfðu hámarki sóknargjalda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.