Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Síða 100
103
H ÉR AÐSFUNDIR
gildi trúarinnar og hvatti fólk til að rækja trú sína sem bezt.
Minntist hann þá á kirkjuhúsin og nauðsyn þess að hlúa sem bezt
að þeim á allan hátt og sýna þeim ræktarsemi í hvívetna. Taldi
prófastur að ýmsu ferðafólki þættu kirkjurnar í byggðum landsins
litlar og óásjálegar. Væri stundum spurt, hvort um einhverja starf-
semi væri að ræða í þessum húsum. Utlendingar kvörtuðu oft yfir
því, að erfitt væri að komast í messur á íslandi einkanlega í sveit-
um. Taldi prófastur, að guðsþjónustur þyrftu að vera tíðari í hin-
um ýmsu prestaköllum yfir sumarið. Rétt væri að auglýsa þær vel
á þeim stöðum, sem ferðafólk sækir.
Þá gat prófastur ýmissa viðgerða á kirkjum í prófastsdæminu og
gjafa, er kirkjum hefðu borizt á árinu. Verið er að setja upp nýtt
pípuorgel í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd. Tveir nýir prestar
hafa komið til starfa í prófastsdæminu, sr. Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson í Staðarfellsprestakall og sr. Einar Sigurbjörnsson dr.
theol. í Hálsprestakall. Bauð prófastur nýju prestana velkomna til
starfs og samvinnu. Sagði hann og að á næstunni bættist þriðji
presturinn við í prófastsdæminu, Kristján Valur Ingólfsson væri að
Ijúka prófi og yrði þá settur í Raufarhafnarprestakall. Væri þá
prófastsdæmið fullskipað prestum. Allir, sem unna kirkju og vilja
heill hennar fögnuðu því.
Þá minntist prófastur sr. Páls Þorleifssonar, præp. hon. frá
Skinnastað, sem er nýlátinn. Sendi fundurinn ekkju hans, frú
Elísabetu Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar, samúðarkveðjur. En
fundarmenn risu úr sætum til virðingar við hinn látna.
Prófastur gat um messufjölda í hverju prestakalli og gat um
ýmislegt úr starfsskýrslum prestanna. í ljós kom, að altarisgestum
í prófastsdæminu fer stöðugt fjölgandi og er það vel. Er það ekki
sízt unga fólkið, sem gengur til altaris. Altarisgöngur þyrftu að
vera oftar í hinum ýmsu kirkjum en nú er. Prófastur lauk máli
sínu með hvatningarorðum til presta og safnaðarfulltrúa til aukins
starfs og bað kirkjunni allrar blessunar.
Þá bauð sóknarnefnd Neskirkju fundarmönnum til kaffidrykkju
í Hafralækjarskóla. Því næst hófst fundurinn aftur.
Prófastur lagði fram kirkjureikninga prófastsdæmisins endur-
skoðaða. Lýsti hann reikningunum nokkuð og hvatti reikninga-
haldara til að afhenda reikningana fyrr en margir gerðu nú. Yfir-
leitt eru þeir vel færðir og réttir, sagði prófastur.
Umræður urðu fjörugar um reikningana og ýmis mál, er varða
rekstur kirknanna og var víða komið við. Helzt þótti safnaðar-
fulltrúum skorta á, að eftirlitsmaður kirkjugarða léti sjá sig í pró-
fastsdæminu. Margir hafa aldrei séð hann eða vita lítt hvað hann