Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 126
129
FRÉTTIR
grip. Þau ánægð og sæl að hafa lagt þetta fram til kirkjunn-
ar sinnar.
Mér varð þetta mikið gleðiefni og með því að segja frá
þessu hér endurtek ég þakklæti mitt. Guð blessi glaðan
gjafara.
Síðar í sumar vígði eg nýjan skírnarfont í Einarsstaða-
kirkju. Var hann gjöf frá bræðrunum frá Stafni í Reykja-
dal til minningar um foreldra þeirra. Þau hjónin Kristínu
Pétursdóttur og Sigurgeir Tómasson, er bjuggu allan sinn
búskap í Stafni. Stafnsbræðnr eru nú fimm á lífi, tveir eru
látnir. Fjórir þeirra eru búsettir á ættarjörð sinni, Stafni,
eða nýbýlum þaðan. Þeir hafa unnið mikið starf bæði að
búskap og á öðrum sviðum, en þeir eru allir hagleiksmenn
miklir og traustir búþegnar í hvívetna. Fimmti bróðirinn,
Tómas, er bóndi á Reykhólum vestur. Hefur hann búið þar
um langan aldur við reisn og vinsældir. Allir bræðurnir
voru viðstaddir, er skírnarfonturinn var vígður og barna-
barn eins þeirra var skírt þennan dag og hlaut nafnið Sigur-
geir. Fór vel á því og sýnir ræktarsemi niðjanna.
Skírnarfonturinn er smíðaður af Braga Eggertssyni, hús-
gagnasmíðameistara, Reykjavík. En hann er tengdasonur
Tómasar frá Stafni. Utskurð fontsins gerði Sveinn Ólafsson
tréskurðarmeistari, Reykjavík. Er þetta hinn fegursti grip-
ur. Gjöfin sýnir tryggð gefendanna til kirkju sinnar og
ræktarsemi við minningu foreldra.
Þökk sé þeirn færð og guðsblessun sé með gefendunum.
Allir, sem bornir verða að skírnarlaug þessari og þiggja þar
heilaga skírn, njóti blessunar heilags anda.
Sigurður Guðmundsson.