Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 127
FRÉTTIR
130
Menn horfðu á för þína
„Menn horfðu á för þína, ó Guð,
för Guðs míns og konungs í heilagleik."
Sálm. 68, 25.
Það er orðið að veruleika, sem flestir álitu fjarlægan
draum. Akureyrarkirkja hefir eignast fagrar myndrúður í
kór og kirkjuskip, sautján alls. Þetta fagnaðarefni getum
við þakkað kirkjuvinum, sem af mikilli höfðingslund og
örlæti hafa viljað stuðla að fegrun helgidóms síns, sem þeim
er hjartfólginn. Nafna þeirra verður eigi getið hér, aðeins
upplýst, að hlut eiga að máli forráðamenn stofnana, sem
minntust merkra tímamóta á þennan fagra hátt, og ein-
staklingar, er minnst hafa ástvina sinna látinna með því að
prýða bústaðinn, sem býður okkur til fundar við Guð allr-
ar huggunar. Við þessa aðila stöndum við í mikilli þakkar-
skuld.
Myndrúðurnar átta, sem síðast komu, eru, eins og hinar
fyrri, gerðar á Englandi há J. Wippel & Co. í Exeter. Þær
eru ailar tvískiptar. Ofantil eru myndir úr ævi Jesú Krists,
en neðst úr íslensku kirkjusögunni. Frummyndirnar að hin-
um síðarnefndu gerði Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri í
Ólafsfirði.
Mikill mannfjöldi hefir séð myndrúðurnar og flestir lok-
ið upp einum rómi um það, að þær séu hihar' fégurstú og
til mikillar prýði. Og margir hafa gert sér það ljóst, að þær
eru annað og meira. Þær eru predikanir um hjálpræðisverk
Guðs í Jesú Kristi og minna okkur á þá menn og staði, sem
orðið hafa farvegir blessunar Guðs til þjóðar okkar á liðn-
um öldum.
Þeir sem í kirkjuna koma og skoða röð myndanna geta
sagt líkt og höfundur 68. Davíðssálmsins: ,,Menn horfðu á