Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 131
FRÉTTIR
134
til 1901. Hann predikaði bindindi af árvekni og dugnaði,
gaf út bækur og skrifaði blaðagreinar til þess að efla bind-
indi með þjóðinni. Hann var fyrirrennari góðtemplara-
reglunnar á íslandi, sem á liðnu
ári átti 90 ára afmæli.
Það var í þessu lágreista húsi,
sem myndin er af, við fjöru
gömlu Akureyrar í litlum sal á
efra gólfi, að vagga góðtemplara
stóð. Þetta var hús Friðbjarnar
Steinssonar bóksala og gekk
hann til liðs við norska iðnaðar-
manninn Ole Lied að stofnun
stúkunnar ísafold nr. 1. Stofn-
endur voru 12. Stofndagurinn
var 10. jan. 1884.
Meðal þessara manna var Ás-
geir Sigurðsson kaupmaður.
Hann hafði gengið í skozkan skóla og í unglingastúku þar.
Séra Magnús Jónsson í Laufási, fyrirrennari stúkustarfs-
ins í landinu, var mikill áhugamaður um bindindismál.
Hann kom í Prestafélag Hólastiftis á öðrum fundi þess,
sem haldinn var á Akureyri 1899.
1 ræðu, sem séra Magnús flutti og gefin var út á kostnað
bindindisfélags Höfðhverfinga 1892, hefir hann að yfirskrift
þessi orð Voltaire: „Það er kvartað um það, að ég sé að
hafa upp aftur og aftur, sem ég hefi sagt áður. Já, einmitt,
ég skal ávallt hafa það upp aftur, þangað til heimurinn
bætir ráð sitt.“
Hér birtast kaflar úr ræðu séra Magnúsar:
Eitt af því, sem aðgreinir manninn frá dýrinu, er það, að
hann þarf og hann á að láta margt á móti sér. Maðurinn
hefir skynsemi og samvizku að fara eftir, auðvitað sem krist-
inn líka Guðs orð, — en dýrið hefir ekkert val nema eftir
fýsn (instinct). Sá maður, sem ekkert vill láta á móti sér,
Fyrirrennari Góðtemplara d
Islandi, sr. Magnús Jónsson.