Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 157
FRÉTTIR
160
Kristur og konan
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið, að árið 1975 sé helgað
konunni og réttindabaráttu hennar. Víða vantar mikið á,
að konur njóti jafnréttis á við karlmenn.
Hinu ber þó ekki að
neita, að réttarstaða kon-
unnar er önnur og betri
en hún áður var, a. m. k.
er það svo í hinum vest-
ræna heimi. Þegar litið
er til baka yfir söguna
og athugað, hverjir hafi
tekið málstað hennar og
sýnt fram á, að henni
hæfa hin sömu réttindi,
skyldur og ábyrgð og
karlmanna, er nafn Jesú
efst í huga.
í fagnaðarboðskap
hans er líf konunnar
hafið til vegs og virðing-
ar. Það atriði í kenningu hans var eitt af því, sem magnaði
fjandskap valdhafanna gegn honum, er að lokum leiddi til
krossdauða hans á Golgata.
Gleggsta dæmið um það er konan, sem átti að grýta að
lögum Gyðinga (Jóhannes 8). Jesús hindraði, að það yrði
gert og sakfelldi hana ekki og hann gaf henni heilræði að
lifa eftir. Betur var ekki hægt að rétta hlut hennar. Hið sama
er að segja um framkomu Krists við konuna hjá brunnin-
um sem myndin er af (Jóhannes 4). í stað þess að líta niður
á hana að þeirra tíma sið, tók hann fullt tillit til hennar, svo
að undrun vakti meira að segja meðal lærisveinanna. Eng-