Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Síða 160
163
FRÉTTIR
Dalvík og séra Birgir Snæbjörnsson Akureyri, sem þjónuðu
fyrir altari og séra Birgir Ásgeirsson Siglufirði. Kirkjukór
Akureyrarkirkju söng. Organisti var Jakob Tryggvason.
Hinn nývígði prestur predikaði.
Séra Jón Aðalsteinn er sonur hjónanna Baldvins Bald-
urssonar bónda og Sigrúnar Jónsdóttir Rangá Ljósavatns-
hreppi. Kona séra Jóns er Margrét Sigtryggsdóttir, dóttir
hjónanna Sigtryggs rakarameistara júlíussonar og Jóhönnu
Jóhannsdóttur, Byggðaveg 99, Akureyri.
í tilefni vígslunnar höfðu vígslubiskupshjónin boð á
heimili sínu, Hamarstíg 24, fyrir vígsluþega, fjölskyldu hans
og gesti.
Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson er fjórði presturinn, sem
vígist á Akureyri. Séra Sveinn Víkingur vígðist þar 18. maí
1922, séra Jóhannes Pálmason 17. maí 1942 og séra Ragnar
Fjalar Lárusson 6. júlí 1952.
Miklabæjarkirkja vígð
Þann 3. júní árið 1973 vígði biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, nýja kirkju að Miklabæ í Skagafirði
að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn, séra Sigfús Jón
Árnason, þjónaði fyrir altari, en prestar úr nágrenni voru
vígsluvottar og veittu aðstoð við messugerð. Kirkjukór
Miklabæjar- og Flugumýrarsókna söng undir stjórn organ-
istans, frú Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur á Miklabæ.
Meðhjálpari var Gísli Jónsson í Miðhúsum, en auk hans að-
stoðuðu safnaðarfulltrúi og fulltrúar byggingar- og sóknar-
nefndar við kirkjuvígsluna.
Að lokinni athöfn í kirkjunni var öllum viðstöddum
boðið að þiggja veitingar á félagsheimilinu á ökrum
og þar skildu leiðir að áliðnum merkum degi í Blönduhlíð,
degi, sem í senn markaði lokaáfanga f athyglisverðri bygg-