Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 168
171
FRETTIR
ar kirkjunnar í hátíðum þeim, er haldnar voru í Hólastifti
á síðastliðnu sumri. Þegar efnt skal til hátíðar er gjarnan
leitað til starfsmanna kirkjunnar ekki síst söngfólksins, er
þjónar henni svo dyggilega er raun ber vitni. Auðvitað er
allt gott um það að segja. Aungva veit ég fúsari að leggja
eitthvað af mörkum, þegar gerður skal dagamunur, en þá,
sem starfa innan vébanda kirkjunnar. Þá er einnig óskandi
að fólk telji enn um langa framtíð hátíðum sínum vel farn-
ast með framlagi starfsfólks kirkjunnar. Aftur á móti vill
það stundum gleymast að framlag þessa fólks hefur kostað
mikla fórnfýsi, vinnu og tíma, þolgæði og jafnvel áræði.
Söngur kirkjukórs þykir til að mynda svo sjálfsagður, að
fáir hugsa um það, að kórinn samanstendur af einstakling-
um, sem leggja mikið á sig. Þeir, sem ekki þekkja vel til eiga
erfitt með að ímynda sér alla þá vinnu, sem t. d. fjórraddað-
ur messusöngur og sálmasöngur útheimtir. Fjölmargir
kirkjukórar hafa 150—200 sálma æfingadagskrá yfir árs-
tíma. Þegar mikið er við haft, eins og á stórhátíðum, leggja
kirkjukórarnir þar að auki oft á sig að æfa upp cantötu
eða sérstakt kirkjulegt tónlistarverk. Kirkjan er nánast eini
aðilinn í landinu, sem gefur organistum tækifæri til að bjóða
fólki upp á lifandi orgelmúsík. Allt þetta er ekki lítils virði
fyrir tónlistarlíf á íslandi. Á þjóðhátíðarári var framlag
þessa fólks til hátíðarhalda geysimikið. Ástæða er til að
minnast þess sérstaklega og þakka það.
Hér á eftir verður lítillega minnst á hinar einstöku hátíð-
ir og þátt kirkjunnar f þeim.
Ólafsfjarðarkaupstaður hélt hátíð sína dagana 15.—17.
júní. Sunudaginn 16. var messa kl. 11:00. Þar söng kirkju-
kór Ólafsfjarðar undir stjórn organistans, Franks Herlufsen.
Séra Úlfar Guðmundsson þjónaði fyrir altari og predikaði.
Hinn 17. júní var útidagskrá og söng kirkjukórinn þar mörg
lög m. a. nokkur útsett af Dr. Róbert A. Ottóssyni.
Suður-Þingeyingar héldu hátíð að Laugum í Reykjadal
dagana 16. og 17. júní. Fyrri daginn voru opnaðar þrjár