Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 7

Skírnir - 01.04.1906, Page 7
-Skírnir. Japan. 103 Víst er um það, að hvergi þekki eg líklegri stað til þess að fá vinnufólk en Japan og Kína, en það er ekki í annað hús að venda, að sækja það þangað — sem betur fer! Fáir hleypidómar eru jafnrótgrónir hjá oss íslending- um og sá, að vér séum fátækari en allir aðrir. Að gjöld eru hér minni en í flestum eða jafnvel öllum Norðurálfu- löndum — því getur enginn borið á móti. En svo halda allir að eigi að síður séu þau óbærileg sökum þess hve fátækir vér séum og gjaldþolið litið. Þetta er hættulegur hleypidómur, því meðan vér kunnum ekki að meta krafta vora eða höldum að þeir séu svo nauðalitlir, þá treystum vér þeim ekki og leggjum þá ekki fram. Eg vil spyrja íslenzka alþýðu og verkamenn hvort þeim þætti hagur sinn batna. og gjaldþol sitt aukast, ef kaupið væri eins og í Japan. Eflaust munu margir gjöra þá athugasemd: Þetta hlýtur að vera rangt, því af svo lágu kaupi getur enginn lifað. Að minsta kosti hlýtur fæðið að vera auk kaups- ins. Skýringin á þessu er aðallega sú, að Japanar eru sparneytnir og lifa mestmegnis á hrísgrjónum, sem eru þar mjög ódýr. Fæðið kostar því fáa aura á dag, að minsta kosti óbreytt fæði fátæklinga. Ætla mætti að hagur vinnulýðs og alþýðu gæfi ekki rétta hugmynd um efnahag landsbúa, sökum þess að þar væru fjölmennar stéttir ríkra og efnamanna. Að því sem eg frekast veit er þessu þó ekki þannig farið. Sjálfsagt fer tala slíkra manna óðum vaxandi, en til þessa munu auðmenn vera þar tiltölulega fáir, enda er ekki annað hægt að ráða af tekjuskattsupphæðinni. Að öllu samtöldu er Japan fátækt land, þó frjósamt sé. Flestir lifa þar við lítinn kost, fátækt og lágt kaup. En landið á margar auðsuppsprettur, einkum hvað iðnað snertir, og hagnýting þeirra vex óðfluga. Eftir nokkra áratugi verður eflaust þjóðarauðurinn og efnahagurinn margfalt betri en verið hefir til þessa. Ríkiskuldir eru miklar, ekki minna en 30 krónur á nef hvert í landinu, og er það stórfé í jafn-kauplágu landi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.