Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 9

Skírnir - 01.04.1906, Side 9
Skirnir. Japan. 105 til að leyfa útlendingum frjálsa verzlun og viðskifti við landið. Þeir neyddust og að gjöra svipaða samninga við Norðurálfuríkin og flest önnur Asíulönd, en þeir eru á margan hátt þeim í vil og særandi fyrir Austurlandabúa. Meðal annars skyldi ekki dæma útlenda eftir landslögum þar, heldur áttu þeir sjálfir að dæma í eigin málum, og margt var eftir þessu. Allir þessir viðburðir fengu mjög á hugi manna og þótti öllum einsýnt að landið og frelsi þess væri í hers- höndum, ef ekki væri að gjört. Um þessar mundir var stjórnarfar í landinu mjög á reiki og hafði svo verið um langan aldur. Að visu var þar að nafninu algjört einveldi og keisari yflr landinu, en valdið hafði dregist úr höndum hans og til fjölda höfð- ingja út urn land alt, sem að nafninu lutu eins konar undirkeisara, en liann mátti telja stjórnanda landsins. Eflaust fundu vitrustu menn Japana, að þessi sundrung valdsins og óregla á öllu stjórnarfari veikti stórum mót- stöðuafl þeirra gegn erlendum yfirráðum og yfirgangi, en annars lágu og margar aðrar ástæður til þess, að fyrsta sporið sem stigið var varð stjórnarbreyting í landinu (1868). Við hana fekk keisarinn öll völd í hendur, sem honum og báru að fornum landslögum. Kraftarnir sem áður voru sundraðir söfnuðust nú í eina heild, stjórnin sem áður var veik og getulítil varð sterk og átti mikið undir sér. Þetta var eflaust skilyrði fyrir öllum verulegum framförum eins og á stóð, en lítt mundi það þó hafa stoðað, ef þjóðin liefði ekki borið gæfu til þess að fá völdin í hendnr mikil- menni, sem vel kunni með þau að fara. En að þessu leyti voru Japanar hamingjunnar óskabörn. Keisarinn, Mutsu Hito, sem þeir fengu öll völdin í hendur, var að vísu ekki gamall og reyndur, að eins 17 ára, en hann reyndist hinn mesti spekingur í því að stjórna þjóð sinni og velja sér til aðstoðar hvern manninn öðrum betri. Föðurlandsást Japana og ósérplægni kom snemma í ljós. Fjöldi höfðingjanna studdu keisarann til valda og fengu honum öll völd sín og yfirráð í hendur af fúsum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.