Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 12

Skírnir - 01.04.1906, Side 12
108 J apan. Skírniiv skip o. íi. Þetta leiddi til þess, að koma á fót afar- mikilli járnsteypu, stóreflis verksmiðjum o. fl., en miklum erfiðleikum var hvert skref bundiö, þvi sífelt skorti þekk- ingu á nýjum atriðum og varð þá ýmist að senda inn- lenda menn út um heim til náms eða fá útlendinga, sem starflnu voru vaxnir. Reyndust og margir misjafnlega. Svo bætti það ekki úr skák, að árlega tók hernaðarlistin stórkostlegum framförum, svo hyssurnar, skipin og flest annað varð úrelt á fáum árum áður en nokkurn varði og nærfelt einskis virði. Alt þetta hefir eflaust reynt á þolinmæði og þraut- seigju stjórnarinnar, en svo er að sjá, sem hún hafi harðn- að við hverja plágu. Aldrei var gefist upp. Þegar eitt- hvert nytsemdarfyrirtæki ætlaði að stranda, var óðara byrjað á nýjan leik, og færi engu betur í næsta sinni, var tekið til í þriðja sinn með sömu ákefð, þangað til björninn var unninn. Eg skal að eins nefna eitt dæmi þessa. Eins og fyr er getið eru allmiklar kola- og járnnámur í Japan. Nú þurfti stjórnin öll undur af stáli til hersins, járnbrauta o. fl., svo og einstakir menn og félög, en alt varð að kaupa frá útlöndum og flytja langar leiðir. Nú skifti það miklu, að geta lært stálgjörð til fullnustu og notað námurnar innan- lands, en aftur er það ekkert smáræði að setja á fót stál- steypu, sem smíðað geti járnbrautarteina, stálplötur og bjálka til stórskipasmíða o. þvíl. Stjórnin reið nú á vaðið og setti á fót stálsteypu i smærri stíl með ráði og umsjón svo góðra manna sem kostur var á. Fyrir einhverra hluta sakir mishepnaðist fyrirtækið svo að hætt var við það. Nú var leitað að fá einstaka menn eða félög til þess að gjöra næstu tilraun, og var rífiegum styrk heitið af landsfé til þessa. Engir treystust til þess og féll þessi tilraun svo niður. Þá tók stjórnin til sinna ráða enn á ný, því ekki skyldi málið fá að falla niður. Nefnd fróðustu manna var fengin til þess að rannsaka málið frá rótum. Óðara.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.