Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Síða 17

Skírnir - 01.04.1906, Síða 17
'Slrírnir. Japan. 113 unum yar skift í neðri og efri deild. öll börn vóru skylduð með lögum til þess að læra alt sem kent var í neðri deild, en auk þess var ætlast til, að sem flest bættu síðan efrideildarnáminu við. Skólatíminn í neðri deild eru 4 ár, en skólanámið byrja börnin þegar þau hafa náð 6 ára aldri. Námsgreinar eru: Japanska, saga Japans, siðfræði, reikningur, landafræði, náttúrufræði, dráttlist, söngur, leikfimi og hannyrðir (stúlkur). 90 af hverju hundraði allra barna ganga nú orðið á skóla þessa, en 60% bæta efrideildarnáminu við, sem varir 2—4 ár. Skóla- gangstíminn varir þannig 8 ár alls fyrir þau börn sem læra alt sem ætlast er til, en enginn sleppur með minna en 4 ára nám. 1902 var tala lýðskólanna 28,381, kenn- aranna 101,700, nemendanna um 5 miljónir, en árlegur kostnaður liðlega 60 miljónir króna. Laun kennaranna eru frá 260—2160 kr. Allir hafa þeir eftirlaun. Þetta er að vísu ekkert smáræðisfé, en þó er auðséð, að kenslan verður afaródýr; hér um bil 12 krónur fyrir hvert barn á ári. Eins og gefur að skilja í jafnþéttbýlu landi eru allir skólarnir heimangönguskólar. Börnin eru að eins á skólanum meðan á kenslunni stendur, en borða og sofa á heimilum sínum. Að jafnaði koma tæp 200 börn á hvern skóla. Nú munu menn spyrja: Hvernig er skólum þessum haldið uppi og hvaðan er fé tekið til þeirra? Flestum íslendingum dettur sjálfsagt í hug, að féð sé að mestu eða ölla leyti tekið úr ríkissjóði, en því er ekki þanníg farið. Hver hreppur eða bær er skyldur að reisa skóla fyrir öll sín börn án alls styrks og kosta hann að öllu leyti af eigin rammleik. Skylda þessi nær þó aðeins til neðri deildanna og 4 ára náms í þeim, en með sérstöku leyfi má krefjast skólagjalds fyrir livert barn, sem ekki má þó fara fram úr 15—35 aurum á mánuði, en annars er kenslan endurgjaldslaus. Hærri deild er ætlast til að hrepparnir stofni og kosti af frjálsum vilja, en skyldir eru þeir ekki til þess. Ætla mætti að flestir þættust hafa nóg á sinni könnu með kostnaðinn við neðri deildina, en raun- 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.