Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 29

Skírnir - 01.04.1906, Side 29
Skírnir. Japan. 125 vinnuafl er ódýrt og ágætir markaðir bæði utanlands og innan. Japanar eru nú sjálfbjarga í flestum iðnaðargrein- um og er það geysileg breyting frá því sem var fyrir mannsaldri síðan. 1896 var 6000 tonna gufuskip bygt í Japan að öllu leyti, og þarf eigi lítið til þess að geta srníöað slík för og alt er til þeirra þarf. Þyngsti gufu- hamar til járnsmíða þar í landi vegur 20 tonn eða 40 þúsund pund og er munur á honum og handhamrinum fyrir 40 árum. Meðan Japanar voru að læra alls konar iðnað gjörðu þeir ýmist, að senda innlenda menn til Ameríku eða Evrópu til þess að læra, eða sækja verkfróða menn þangað. En einkennilegt er það, að óðara en þeir höfðu sjálfir lært listina losuðu þeir sig við útlendingana, sem venjulega voru ráðnir til 3 eða 5 ára. Ef til vill hafa hin lágu vinnulaun í Japan stutt að þessu, en mestmegnis mun það þó hafa verið metnaður og löngun til þess að verða sjálf- bjarga í öllu. Þegar stjórnin þurfti á fræðimönnum að halda sneri hún sér jafnaðarlega til stjórnanna í Banda- ríkjunum eða Norðurálfunni og fekk þær til þess að velja mennina. Milligöngumennirnir voru auðvitað sendiherrar Japana. c) Siglingar og samgöngumál. Þegar Bandaríkin neyddu Japan til þess að leyfa sér verzlun og viðskifti (1853) áttu Japanar engan skipastól annan en opna báta og smá- skútur til innanlandsflutninga. Allur vöruflutningur að og frá landinu var því í fyrstu í höndum útlendinga. Að visu var gnægð af góðum við í landinu til þess að byggja skip úr, en enginn kunni neitt til stórskipasmíða. Það leið þó ekki lengur en árið til þess að 2 eða 3 skip vóru smiðuð eftir útlenzku sniði (1854), en þekking á skipa- smíði var þá víst ekki stórum meiri hjá þeim en hún var hjá fyrstu eyfirzku skipasmiðunum. Skömmu síðar vildi Japönum það happ til, að rússneskt herskip straudaði þar við land með 400 manna, sem komust allir á land heilir á húfi. Þá voru samgöngur af mjög skornum skamti og komust skipsmenn því eigi burtu. Þeir tóku þá það til

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.