Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 30

Skírnir - 01.04.1906, Page 30
126 Japan. Skirniiv brag’ðs að smíða 2 haffær skip og fengu japanska trésmiði til þess að vinna með sér við skipasmíðið. Þegar skipin voru fullgjör sigldu Rússar burtu og hefir tæpast komið til hugar, að þeir hefðu lagt grundvöllinn að sigri Japana yflr Rússum. Víst var um það, að japönsku smiðirnir hagnýttu sér þá litlu fræðslu sem þeir höfðu fengið, en það voru einmitt þessir menn og aðrir sem þeir kendu, sem voru lielztu skipasmiðirnir þegar stjórnin ior nokkr- um árum siðar að láta byggja skip í sínar þarfir, og frá þessum tíma tor skipasmíði Japana óðum fram, þó aðal- framfarirnar og aukning skipastólsins yrði ekki fyr en eftir stríðið við Kínverja 1896. Stjórnin lét sér snemma ant um það, að Japanar eign- uðust sjálfir skip sin og þyrftu ekki að vera upp á út- lendinga komnir með vöruflutninga. Eflaust heflr það átt nokkurn þátt í þessu hve þýðingarmikill innlendur skipa- stóll var fyrir herinn. Það er eftirtektavert fyrir oss, sem ennþá erum að öllu levti upp á aðra komnir með flutninga að landinu og frá því, hversu Japanar koma ár sinni fyrir borð í þessu efni og hve mikinn áhuga þeir hafa sýnt í því. Tveim árum eftir stjórnarbreytinguna reið stjórnin á vaðið með því að gefa félagi nokkru 2 gufuskip til þess að byrja með gufuskipaferðir innanlands. 1872 seldi stjórnin félaginu nokkur gufuskip og skyldi andvirðið greiðast með smáafborgunum og góðum kjörum. 1875 gaf stjórnin enn á ný félagi nokkru fleiri gufuskip til þess að byrja með gufuskipaferðir milli Japans og útlanda og veitti því auk þess styrk til ferðanna. Síðan hefir hún styrkt önnur þrjú gufuskipafélög, eitt á þann hátt, að landssjóður skyldi taka þátt í skaðanum, ef nokkur yrði. Auk þessa er styrkur veittur til gufuskipaferða með sér- stökum lögum 1896. Úr lögum þessiun skulu hér talin fáein atriði: Engir geta notið styrksins nema japanskir þegnar eða félög sem að öllu leyti eru innlendra manna eign. Skipin skulu gjörð úr stáli, ekkert vera minna en 100Í)

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.