Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 34

Skírnir - 01.04.1906, Side 34
130 Japan. Skirnir. eru ólíkt betur settir í þessu efni en vér, sem verðum alt að kaupa frá útlöndum. Póstferðir eftir Evrópusniði byrjuðu 1871, en þó í smáum stíl. Frímerki voru tekin upp sama árið. Næsta árið var póstferðum fjölgað svo stórkostlega, að tlestir helztu staðir landsins komust í póstsamband. 1875 kom- ust reglulegar póstskipaferðir á til útlanda. Nú eru 5000' pósthús í landinu, 150 miljónir bréf eru send árlega með póstum og 350 miljónir bréfspjalda. Af almennum bréf- um koma þá 3 á menn í Japan, en 4 á íslandi. Séu spjaldbréfin talin með, koma 11 á menn í Japan. Ein póstafgreiðsla kemur á jafnmarga íbúa og Islendingar eru alls og er það helzt til lítið, að minsta kosti ólíku minna en hjá oss, þó viða þyki langt til póstafgreiðslu. En að- gætandi er, að Japanar eru sennilega engu ver settir en vérr vegna þess hve landið er þéttbýlt. e) Fjármál. Ætla mætti að skattar og álögur í Japan væru mjög miklar, því bæði hefir stórfé gengið til alls konar framkvæmda í landinu og auk þess hefir stríð og styrjöld utanlands og innan gosið upp hvað eftir annað með fárra ára millibili. Annars vegar er það þó auðsætt, að Japanar með sínum litlu tekjum geta tæpast borið þær byrðar sem efnaðri Norðurálfuþjóðir leggja á sig. Sannleikurinn er sá, að lengst af hafa gjöldin verið mjög létt í Japan. Fram að 1895 námu allar tekjur ríkis- ins eigi meira en 70—80 miljónum yena og gjöldin álíka. Nemúr þetta eigi meira en 3 kr. 30 a. á mann í landinu eða næstum hálfu minna tiltölulega en tekjur Islands fyrir 1895. Eftir 1895 (Kinastríðið) fara tekjur og gjöld stórurn hækkandi og stafaði það ekki hvað minst af auknurn þörfum hersins. 1903 vóru tekjur rikissjóðs þannig alls 251,651,961 yen, en gjöldin 244,752,346 yen. Þetta er þrefalt meira en tíðkaðist fyrir 1895 og svarar til liðugra 11 króna á hvern mann i landinu. Að krónutali eru þá gjöldin til rikissjóðs orðin nokkru meiri en þau vóru hjá oss um aldamótin, því þá námu þau um 9 kr. á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.