Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 39

Skírnir - 01.04.1906, Page 39
Skirnir. Japan. 135 að baki þeim í tveim atriðum: alþýðuskólum og landvörn- um. Til hærri mentunar verjum vér aftur margfalt meiru. Það er að sjálfsögðu einskis að gizka á það hvað Japanar tækju til bragðs í vorum sporum. Þó er mjög sennilegt, að þeir létu það verða sitt fyrsta verk að gjöra öll börn skólaskyld, koma upp góðum lýðskólum og kenn- ■araskóla. Allir yfirburðir Norðurálfuþjóðanna eiga rót sína að rekja til skóla þeirra, segir frægur Japani. Næsta verkið yrði ef til vill það að miða alla stjórnarstefnu við það eitt, að losna til fulls undan útlendum yflrráðum og ná aftur fornu frelsi. Sennilega fullnægði ekkert annað þjóðarstolti og sjálfstæðisþrá þeirra. En hvað sem því líður, þá er það víst, að tækju Japanar í vorum sporum það ráð, þá myndi það lítt á reiki verða, alt verða að þoka fyrir slikri hugsjón og engir erfiðleikar í augum vaxa. Að lokum vil eg minnast á mjög eftirtektavert atriði, sem eg hefi leitt hjá mér að geta um. Eitt meðal annars, sem Japanar tóku til yfirvegunar, var það, hvort ekki skyldi breyta trúarbrögðunum eða bæta þau. Þeir kyntu sér trúbrögð og kirkjuástand annarra þjóða, en þóttust hafa farið í geitarhús að leita sér ullar. Hafa þeir þvi gjört þá helztu breyting á trúmálum sínum, að fult trú- bragðafrelsi er í landinu. Annars eru þeir þó engan veg- inn ánægðir með ástandið eins og það er, segja trúbrögðin hafa mist forna festu og vald yfir hugum manna, en engin líkindi til að þau komi aftur til vegs og valda í sínu forna sniði. »Úr þessum vandræðum verður ekki greitt á nokk- urn hátt«, segir Japani nokkur, »fyr en upp rís nýr leið- togi mannanna, sem flytur þann gleðiboðskap, sem ekki >er bygður á hjátrú og undrum, en er í fullu samræmi við þekkingu vorrar aldar og þarfir nútíðarmanna«. GUÐM. HANNB880N.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.