Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 44

Skírnir - 01.04.1906, Side 44
140 Smáþjóð—stórþjóð. Skírnir- unnið þar fyrir mat sínurn. Með tímanum yrði ef til vill einhver af íslenzku blóði þar stýrimaður. Sjálfsagt yrði sá, sem héldi slikri uppgjöf fram i alvöru og vafningalaust, undir eins af öllum flokkum talinn land- ráðamaður, óalandi og óferjandi. Hann yrði talinn það jafnt af þeim mönnum sem í einstökum landsmálum haga sér eins og markmið þeirra væri uppgjöf þjóðernisins. »Allir þykjast fróinir, en horflnn er kötturinn af búrhill- unni«. Allir þykjast vilja sjálfstæði þjóðar sinnar, en sagan sýnir, að margir hafa unnið á móti því af heimsku sinni eða skammsýnni eigingirnd. Á þann hátt leggja menn stundum með verkum sínum stein eftir stein í musteri þess hjáguðs sem þeir afneita í orði kveðnu. En hér sem annarstaðar á við heilræðið: Sýn þú trú þína í verkunum! Viljir þú varðveita sjálfstæðið, þjóðernið, viljir þú láta það eflast og skírast, þá fylg þú þvi einu fram sem miðar að þessu í raun og veru, að öðrum kosti eru orð þín hljómandi málmur og hvell- andi bjalla. Þennan kost hafa heilbrigðar þjóðir á öllum öldum tekið. Þær hafa kosið að berjast fyrir rétti sínum og frelsi, hvenær sem á þær var ráðist. öllum var þeim í sjálfsvald sett að gefast upp og gerast háður þjónn, eða ánauðugur þræll, en þann kostinn hafa þær fyrirlitið, meðan nokkur dáð var í þeirn. Heldur liafa þær kosið að leggja líf sitt í sölurnar í baráttu gegn fjandmönnum, heldur hafa þær sagt einum rómi: Látum skifta guð giftu, gerum hríð þá er þeim svíði! Og hvers vegna eiga allar þjóðir, sem varist hafa ofur- eflinu i lengstu lög, óskerta lotningu vora og ást? Svarið fæst, er vér athugum, hvað sjálfstæðið er hverri heilbrigðri þjóð. Vér verðum að skilja, hver munur er á því að vera sjálfstæð þjóð og binu, að vera undirlægja eða ósjálfstæður hluti annarar þjóðar. í stuttu

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.