Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 49

Skírnir - 01.04.1906, Page 49
Skírnir. Smáþjóð—stórþjóð. 145 vörur af þeirri tegund, gnótt og gæðum, sem eftirspurnin heimtar á hverjum stað og tíma. En hverjir kunna að fara með útlent fé svo að þeir verði ekki þrælar þess? Hverjir kunna að nota auðsupp- sprettur lands síns sjálfir svo vel, að aðrar þjóðir verði þar frá að hverfa? Hverjir kunna með minstum kostnaði að skapa úr afurðum lands og sjávar þá hluti er girni- legastir eru á markaðinum og hverjir eru skarpskygnastir að sjá sér leik á borði heimsmarkaðarins, gizka rétt á eðli og megin eftirspurnarinnar á hverjum stað og tíma ogfljótastir að fullnægja lienni? Hverjir skapa nýjar þarflr, sem þeir eru sjálfir hæfastir til að fullnægja? Eru það sofandi menn, fávísir menn og fákunnandi, framtakslausir og samtakalausir menn, hugdeigir menn og þreklausir, ■eigingjarnir menn og skammsýnir? Nei, nei. Það eru vakandi menn, vitrir menn og leiknir í öllum listum, framtaksmenn og samtaksmenn, hugmenn og þrekmenn, ósíngjarnir menn og framsýnir. Slíkir menn skulu jarð- ríkið erfa. Þeirra er framtiðin. Þegar að er gáð, þá er styrkur hverrar þjóðar, inn á við og út á við, andans afl hennar, því að á andlegum framförum hvíla allar framfarir þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Undarlegt er það, hve tregt mönnum gengur að skilja þetta, og þó er það deginum ljósara. Lítum t. d. á aðal- einkenni menningarinnar og grundvöll hennar: — notkun verkfæra og véla, en til hennar á að miklu leyti verkaskiftingin og samvinnan rót sína að rekja. Fátt greinir manninn betur frá dýrunum en þetta, að hann notar verkfæri. En hvernig eru verkfærin til orðin? Hin einföldustu þeirra hefir maðui’inn fundið í náttúrunni, steinflísar, steinvölur, lurkar, fyrstu vopnin, vóru fengin í smiðju náttúrunnur sjálfrar. En beri menn saman vopn og vélar núthnans við þessi vopn og verk- færi, þá sést, hvað mannsandinn hefir skapað. öll verk- færi og öll verk sem með þeim eru unnin hafa fyrst orðið til í sálum mannanna, áður enfþau urðu sýnileg og áþreifanleg. Þar sem náttúran byrjaði, tók_hið skapandi 10

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.