Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 58

Skírnir - 01.04.1906, Page 58
154 Grróðrarsaga hraunanna á íslandi. Skírnir. 3 íléttutegundir og einn þörung. Efiaust mætti búast við að talsvert meiri gróður væri að finna í 23 ára gömlu hrauni á láglendinu. Þessi gróður heldur sér í gömlum hraunum, en sést þar að eins á efstu iiraunnibbum eða í gjótum. 2. gróðrarstig. Mosapembur. Eftir því sem árin líða verða flétturnar tíðari og tíð- n,ri og þekja hraunnibburnar að meira eða minna leyti, og mosatórnar, er voru örlitlar í upphafi, og að eins milli hraunbáranna, breiðast út meir og meir og verða smá- þúfur víðs vegar á klettunum; víða renna þær saman og þekja þá allstórar spildur. Að grámosanum kveður lang- mest allra mosa í hrawnum og er hans fyr getið. Er hann einn meðal hinna allra algengustu mosa á íslandi og vex því nær alstaðar á steinum, í móum og jafnvel þýfðum mýrum. Mjög fljótt kemur það í ljós í hraununum, að grámosinn breiðist út miklu fljótara en aðrar mosategundir. Fyrst koma upp örsmáar tór miili hraunbáranna, eins og getið var, en því næst vaxa tórnar og verða að mosa- þúfum, er breiðast út í allar áttir. Að síðustu renna þúf- urnar saman, og verður þá samloðandi mosaþak yfir stór svæði. Það köllum vér mosaþembur. Það er auðvitað fólgið í skapnaðarlagi grámosans, hve vel hann þrífst á þurrum klettum. Allflestir munu hafa tekið eftir því, að mosaþemburnar eru grænleitar í rign- ingatíð, en gráleitar þegar þurviðri ganga. Orsökin til litbrigðanna er sú, að loft kemst inn í plöntuna, er vatnið gufar upp. Hið innilukta loft hylur grænkornin og veld- ur þannig gráa litnum, en um leið er það einnig vörn fyrir mosann gegn of-miklum þurki. En er votviðri ganga, sýgur mosinn í sig svo mikið vatn, að loftið hverfur, og er hann því grænleitur á að sjá. Þar við bætist og, að grámosanum (og mörgum öðrum mosategundum) er þannig háttað, að hann getur unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins við lægra hitastig en háplönturnar. Fyrir því er auðsætt, að grámosinn er allra plantna bezt fallinn til að gera jarðveg í hraunum. Við aldurinn verður sú breyting á

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.