Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 59

Skírnir - 01.04.1906, Side 59
Skirnir. (írúðrarsaga hraunanna á Islandi. 155 mosaþembunni, að neðsta mosalagið deyr smámsaman og fer að rotna, það er að segja: að breytast í jarðveg. I þessum mosajarðvegi er ávalt nokkur raki, jafnvel þó langvinnir þurkar hafi gengið, því að efsta mosalagið, eða hin lifandi mosaþemba, ver hann gegn þurki. Þannig er mosaþemban farin að breytast í jarðveg. Mosinn á erflð- ara uppdráttar eftir því sem jarðvegurinn eykst, og stenzt að lokunum ekki samkepnina við háplönturnar, er koma hópunum saman til að taka sér bústað í hinum nýja jarð- vegi. Svo mætti að orði komast, að grámosinn gerir jarð- veg í hraununum og útrýmir sjálfum sér um leið. Stór svæði í hinum gömlu hraunum hafa ennþá ekki náð lengra en á þetta stig. •3. gróðrarstig. Lyngheiði. Þegar er neðsta mosalagið fer að rotna og jarðvegur sezt í hraunið, fer það að verða byggilegt fyrir háplönt- urnar, enda fara þær þá að flytjast þangað. En áður en farið er frekara út í það efni, skal örlítið drepið á, hvernig háplönturnar komast í hraunið. Vér gátum þeæ áður, að það væri eflaust vindurinn, sem flytti lágplöntur í hraun- ið, og hiklaust má fullyrða, að vindurinn vinni einna mest að flutningi háplantnanna; en þó munu margar þeirra berast í hraunið með dýrum, og þar eru fuglarnir eflaust fremstir í flokki. Þess ber nefnilega að gæta, að þegar er mosaþemban er komin, er hraunið fært yfirferðar ýms- um dýrum, er á margan hátt geta flutt fræ háplantnanna með sér. Þess ber og að gæta, að hraunið gengur miklu meira í augu fuglanna eftir að mosagróðurinn er kominn, því þá hyggja þeir að þar sé björg að finna. Fuglar bera ýms fræ með sér og það einkum í maganum, en mörg fræ hafa fræskurn svo sterka, að ekki sakar að fara um meltingarfæri dýranna. tíurn fræ spíra jafnvel fljótar eftir slíkt ferðalag en ef þau hefðu setið kyr heima. Til dæmis má nefna að hrafnarnir éta krækiberin og flytja þannig fræin oft langar leiðir. Þótt hinn nýi jarðvegur sé rakur, er ekki svo að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.