Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 63

Skírnir - 01.04.1906, Page 63
Skírnir. Gróðrarsaga hraunanna á íslandi. 150- þarf hraunið til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo komnu, en þó er það kunn- ugt, að liraun á láglendi verða fyr þakin gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á láglendi en í fjöllum. Ch. Grönlund hefir lýst gróðri í 150 ára gömlu hrauni við Mývatn, og, eftir því sem hann segir, var sá gróður líkastur þeím, er vér kölluðum 1. gróðrarstig. Árið 1901 rannsakaði eg gróður í hraun- um, sem hrunnu 1783 (Eldhrauni og Brunasandshrauni), og voru því 118 ára gömul. Þessi hraun eru á Suðurlandi, á láglendi, enda var gróður þeirra á milli annars og þriðja stigs. Það er því augljóst, að það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, heldur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér þó sagt, að hraunin þurfa margar, margar aldir til að gróa upp. Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróður- inn hefði mest að segja í því efni. Nú höfurn vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveginn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa, en stundum getur jarðvegur komið i hraunin á tiltölulega stuttum tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindurinn feykir sandi, jarðryki og ösku i hraunið, smám saman fara glufur, gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu hraunstrýt- urnar í sandinn. Þá fara plöntur smámsaman að taka sér- bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á Reykja- nesskaganum og sand- eða öskufylt hraun eru á stórum svæðum fyrir vestan JEeklu og norðan. Þannig eru stór svæði kringum Skarðsfjall á Landi gömul hraun fylt af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.