Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 71

Skírnir - 01.04.1906, Page 71
Skírnir. Y erzlunarjöfnuður. 167 ingar kveða að orði). Vér verðum því að láta oss nægja að benda á þessa helztu gjalda- og tekjustofna þjóðanna í stórum dráttum. Út úr landinu rennur: Fé, sem greitt er fyrir inntiuttar vörur og útlend verð- bréf, seld i landinu; farmeyrir fyrir vörur er fluttar eru með erlendum skipum á landsins kostnað; vextir af þeim verðbréfum landsins, sem útlendingar eiga; ferðakostnaður landsmanna erlendis osfrv. Landið fær aftur á móti: Borgun fyrir útfluttar vörur og verðbréf landsins, seld erlendis; vexti af erlendum verðbréfum í eigu landsins; farmeyri, sem skip landsins vinna fyrir í förum erlendis; gjöld erlendra skipa og erlendra ferðamanna í landinu osfrv. Af osfrv. má nefna ábyrgðargjöld, peningasendingar innflytjenda til ættlands síns, peninga sem útflytjendur hafa á brott með sér, arð af verzlun erlendis, verzlunar- Og bankaómakslaun, ómakslaun og gróða verkfræðinga, rithöfunda, lögfræðinga, arf, peningastyrk sem sendur er, góðgjörðasemi, spil og gróða eða tap á fjárglæfrum. Vér skulum taka nokkur dæmi til að sýna hvernig öll þessi viðskifti jafna sig. Bandaríkin í Norður-Ameríku flytja ár hvert miklu meira af vörum út en inn. Síðan 1892 hefir út- flutningur aukist um 100 %. Á átta árum höfðu þeir flutt alls 3,000,000,000 dollara meira út en inn, og þó var á sama tímabili innflutt gull miklu minna en 100,000,000 dollarar. Svo er mál með vexti, að þeir eru skuldunautar annara landa i nálega öllum öðrum greinum. Mestan hluta af vöruverzlun þeirra við önnur lönd annast erlend skip, svo þeir verða að borga mikið fé í farmeyri. Þá ferðast líka Ameríkumenn mikið og eyða miklu fé erlendis; þeir hafa einnig keypt mikið af amerískum verðbréfum aftur frá öðrum löndum. Sagt er og, að innflytjendur sendi mjög mikið fé til Evrópu. England hefir síðustu 10 ár að meðaltali ár hvert flutt 161,000,000 pund sterling meira inn en út og Eng-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.