Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.04.1906, Qupperneq 81

Skírnir - 01.04.1906, Qupperneq 81
Skírnir. Ritdómar. 177 Á sumum stöðum voru reistir skálar til aðseturs fyrir aðkomumenn, eins og t. d. undir öxlinni suður frá Knerri, og heita þar síðan Leikskálavellir (Eyrb. 43. kap.), og víðar. Höf. gerir sér mikið far um að skýra frá gangi og grundvallarreglum knattleiksins, og ætlum vér að honum hafi tekist það allvel, þótt upplýsingar fornritanna séu œrið fátæklegar og óljósar í því efni. Til knatt- leikanna var afmarkað svið með tveim marklínum, og hefir vafalaust verið talsvert langur spölur á milli þeirra. Grundvallarregla leik- sins var í því innifalin, að mótstöðumennirnir hvor um sig reyndu að koma knettinum út fyrir marklínu hins, og jafnframt verjast því, að hann kæmist út fyrir þeirra eigin marklínu. Leiktólin voru k n ö 11 r úr tré, að líkindum eitthvað um 3 þuml. að þver- máli, og knatt-tré (knattgildra), er haun var sleginn með. Sá er inni var í leiknum hafði bæði knöttinn og knatt-tréð. Stóð hann innanvert við aðra marklínuna, kastaði knettinum í loft upp með vinstri hendinni og sló með hinni hægri. Mótstöðumaðurinn stóð andspænis honum við útmarkið og reyndi að henda knöttinn á lofti. Tækist það eigi, skyldi hann hlaupa í veg fyrir knöttinn til að afst/ra því að hann rynni út fyrir marklínuna, en reyna aftur á rnóti af fremsta megni að keyra hann út yfir innmarkið. Þessu átti sá er inni var að sporna við af öllum kröftum, og tóku þannig báðir í senn á rás eftir knettinum; urðu þá oft hrnndningar og stympingar með þeim og þær all-ómjúkar. í knattleikum gátu margir tekið þátt í senn, en oftast mun þá hafa verið skipað svo til, nð 2 og 2 lékust við, og voru þá valdir saman þeir er jafn- astir þóttu að afli og fimleik. Yér höfum nú lauslega rakið aðalinntakið úr riti höf. án þess að gera við það nokkrar athugasemdir, enda erum vér honum sammála þvl nær í öllum greinum það sem af er. En í sambandi við knattleikana minnist höf. á sköfuleika, og virðast oss sk/ringar hans eða tilgátur um þá eigi fullnægjandi eða jafnvel eigi sennilegar. Það má þó hér til vorkunnar virða, að eigi er minst á þennan leik nema aðeins á einum stað í fornritunum, í einni af yngstu sögum vorum, og það mjög lauslega og ógreinilega. Þar segir svo frá (Harðars. 23. kap.): »Kolgrímr sendi orð Botn- verjum, at þeir ætti saman knattleika ok sköfuleika á Sandi; þeir játuðu því. Tókust, nú upp leikar (var. knattleikar) ok héldust fram yfir jól; gekk þeim Botnverjum optast verr, því at Kolgrímr stillti svá til, at Strendir urðu sterkari í leikinum .... Nú lét Hörðr gjöra sér hornsköfur um nóttina .... Önundr Þormóðsson 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.