Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 87

Skírnir - 01.04.1906, Side 87
Skirnir. Erlend tiðindi. 183 Það var upphaf þingsetniugarræðu hans, að hin æðsta forsjón, er sór hefði falið á hendi að veita fósturjörðinni forsjá, hefði blásið sér í brjóst að kveðja sér til aðstoðar við lagasetning kjörna fulltrúa þjóðarinnar. I von um glæsilega framtíð til handa Rúss- landi, mælti hann enn fremur, kveð eg, þar sem þér eruð, hina beztu menn ríkisins, er eg hefi lagt fyrir elskaða þegna mína að kjósa sín á meðal. — Hann hét á þingmenn sérstaklega að sinna nauösynjamálum bændastéttarinnar, sem mér er svo hjartfólgiu, mælti hann, og uppeldi lýðsins og hagsæld, og bað þá minnast þess, að það sem við þyrfti til vegs og farsældar ríkinu væri ekki •einungis frelsið, heldur einnig réttvísi stndd stjórnsemi. Viðstaddir hirðmenn og herliðsforingjar gerðu mikinn róm að máli keisara, en þingmenn voru hljóðir. Þeir höfðu búist við heit- yrði um almenna uppgjöf saka fyrir stjórnmála-afbrot, og varð bilt, er það brást. Þeir kváðu svo að orði síðar, að öll fangelsi væri íull af slíkum lögbrotsmönnum, sem svo væru kallaðir, forvígismönnum stjórnfrelsis þess, er vér eigum það að þakka, er hér erum vér á þingbekk; það er tilviljun tóm, að vér erum það, en þeir ekki. Þeir sögðu slíkt líknarverk vera ómissandi trygðapant milli keisara og þjóðarinnar. Bændur á þinginu vildu láta forseta fara tafar- laust á fund keisara og krefjast þess, að þeir væri lausir látnir, sem lagt hefðu sjálfa sig í sölurnar til að afla þjóðinni stjórufrelsis. Þeir fóru ofan af því með því skilyrði, að það atriði yrði haft efst á blaði í svarinu við hásætisræðu keisarans. Ekki vildu bændur hafa þiughlé á helgum dögum og ekki um máltíðir. Veizlu hjá bæjar- stjórn Pétursborgar vildu þeir og ekki þiggja; kváðust ekki kunna við að eyða þar mörg þúsund krónum (10—12 þús.) í ofát, er fátæklingar væru að deyja úr hungri. Fyrstu vikuna rúma af þingi gerði neðri deild ekki annað en ræða svarið við þingsetningarræðunni. Þeir fóru þar fram á tíu réttarbætur: 1. Almenna uppgjöf saka; 2. Aftiám líflátshegningar: 3. Að aflétt væri hervörzlulögum og undantekningarlögum; 4. Fult borgaralegt frelsi (mannhelgi, preutfrelsi, fundafrelsi, félagsfrelsi ■o. s. frv.); 5. Afnám ríkisráðsins (efri deildar); 6. Endurskoðun stjórnlaganna; 7. Ráðgjafaábyrgð; 8. Fyrirspurnarétt á þingi; 0. Eignarnám á jarðeignum; 10. Réttartrygging fyrir samvinnufélög. Eftir nokkurra daga umhugsuu kom svar keisarans, fyrir munn forsætisráðgjafans. Þar var mjög farið undan í flæmingi, tekið lík- lega á sumu, en fáu sem engu heitið afdráttarlaust; afsvör um

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.