Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 93

Skírnir - 01.04.1906, Page 93
Skírnir. Erlend tiðindi. 189 jafnaðarmanna enn framar; en það er bændalýðurinn, sem stjórnin stjðst við aðallegn. Henríi fylgir engimi alira (16) Khafnarþing- mannanna. Marz 2. — 10. — 13. — 30. Apríl 1. — 5. — 6. — 7. — 18. — 19. Maí 3. — 3. — 6. — 10. — 23. — 25. 29. — 31. Júní 22. Dr. Moreira Penna kjörinn ríkisforseti í Brasilíu. Lézt Eugen Richter, frægur þingmaður í Berlín, 67 ára. Lózt Súsauua B. Anthouy, heimsins elzti og frægasti kvenfrelsispostuli, í Ameríku, 86 ára. Náðust 13 menn lifandi úr Courriéres-kolanámum, eftir 3 vikna kviksetning þar, frá því er loftkveikjuslysið mikla varð (10. marz). Andast Jóhannes Steen, frægur stjórnvitringur norskur og þingskörungur, tvívegis ráðuneytisforseti, nær áttræðu. Hefst mikið eldgos í Vesúvíus. Deyr norska skáldið Alexander L. Kielland, amtmaður, einn meðal frægustu rithöfunda í Norvegi. Lokið Marokkomálsfundinum í Algeciras. Voða-landskjálfti í San-Francisco. Hrynur mikið af borg- inni og brennur. Prófessor Curie í París, sá er fann geislaefnið (radium), deyr af slysi (varð undir vagni), 44 ára. Witte fer frá völdum á Rússlandi og gerist Goremykin ráðuneytisforseti í hans stað. Nytt ráðuneyti í Austurríki, og fyrir því Hohenlohe- Schillingsfúrst. Þingkosningar á Frakklandi, gengu hinni n/ju stjórn í vil. Rússakeisari setur löggjafarþing hið fyrsta í Pétursborg. Hinrik Ibsen andast, hið heimsfræga sjónleikaskáld Norð- manna, 78 ára. Oscar Svíakonungur skiftir um ráðuneyti — Lindman tekur við af Karl Staaff, íhaldsmenn af framfaramönnum. Fólksþingiskosningar í Danmörku. Stjórnarlið fækkar lítið eitt. Brúðkaup Alfons Spánarkonungs og Enu konungsfrænku frá Englandi. Þeim veitt banatilræði á heimleið frá hjóna- vígslunni, með sprengikúlu, en margt manna (23) beið bana og nær hundraði meiddust. Morðinginn, Mateo Morales, náðist fám dögum síðar, en réð sér þá bana. Krýndur Hákon sjöundi Norvegskonungur og drotning hans í dómkirkjunni í Niðarósi. B. J.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.