Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Síða 96

Skírnir - 01.04.1906, Síða 96
192 Hitt og þetta. Skírnir. Lagið: „Bára blá“. Þetta fagra lag við kvæðið „Bára blá að bjargi stigur11 eftir síra Magnús Grímsson hefir á seinni árum verið kall- að islenzkt þjóðlag, en svo er ekki, og þarf ekki að fara í miklar graf- götur til að sannfærast um það. Það ætti að vera nóg að lita í kverið þar sem kvæðið fyrst er prentað („Nokkur smákvæði og visur undir ýmsum lögum. Eftir M. Grímsson I. Reykjavik 1855“). Þar er fyrir- sögnin: „Bára blá. Lagið: Danmark Held.“ (bls. 5). Annað kvæði er í sama kveri(bls. 12): „Öræfajökull11 með sama lagboðanum. En það, sem mér og nokkrum fleirum er kunnugt um lagið, er það, að Pétur sál. Guðjónsson söngkennari fékk það frá Danmörk veturinn 1846—47, sem danska nýjung, (liklega frá söngfræðingnum Berggreen vin sinum) og kendi hann það piltum í latínuskólanum sama vetur. Hefði lagið verið íslenzkt þjóðlag, mundi vist P. G., sem var manna kunnugast um þess- konar efni, hafa haft eitthvert veður af þvi eða þá einhver allra skóla- pilta úr hinum ýmsu héruðum landsins hafa kannast við að hafa heyrt það eða eitthvað því líkt. Orðin við lagið voru svona: „Danmark Held paa Land og Bölge Under Korsets Elag! Danmark Held! Tvedragt ej blandt os sig dölge, Enighed og Kraft os fölge :/: I retfærdig Sag !:/:“ Hvort erindin hafa verið fleiri eða aðeins þetta eina, veit eg ekki. Piltar urðu mjög svo hrifnir af laginu og voru altaf að syngja það, og um vorið 1847 orti Magnús Grimsson hið fagra smákvæði: „Bára blá“ undir því. Engan mundi þá hafa órað fyrir, að lagið mundi ávinna sér hylli í Kaupmannahöfn sem íslenzkt þjóðlag og verða kallað „allerkæreste islandsk Barcarole11, eins og blaðið „Politiken11 komst að orði þegar íslenzkir stúdentar sungu það þar. Þegar eg kom til Islands aftur (1872) varð eg hvergi var við að menn kynnu lagið eða hefðu það um hönd; það virtist vera komið i gleymsku. Seinna fékk eg gamlan skólabróður, hinn góðfræga kennimann og ágæta söngmann sira Sæmund heitinn Jónsson í Hraungerði til að skrifa upp lagið og Jónas heitinn organista til að taka það upp í éitt af söng- heftum sinum. (Söngkenslubók handa hyrjendum VI. nr. 18). Yinur minn, Páll Melsteð, sagnfræðingur, hefir sagt mér, að bróðir sinn, Sigurður sál. Melsteð, lektor, hafi lært lagið i Khöfn og kunnað það, er hann kom til Islands að afloknu embættisprófi sumarið 1845. — Það hefir, eftir því, þá alment verið sungið i Kaupmannahöfn, þó nú finnist hvorki lagið né orðin við það neinstaðar prentuð; en hvað sem þvi liður, islenzkt er lagið ekki; það er áreiðanlegt. Stgr. Th.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.