Vísir - 17.06.1944, Side 7

Vísir - 17.06.1944, Side 7
VÍSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 7 Frásögn sú, er hér fer á eftir um þjóðhátíðina 1874, er tekin úr „íslenzkar fréttir“, en höfundur hennar er Valdimar Briem. Inngang að frásögn þessari hefir Guðjón Jónsson skrifað. ÞJOÐHÁTÍÐIN 1874. Tildrög þess að íslendingar höfðu ákveðið að halda þjóð- hátíð á Þingvöllum árið 1874 voru þau, að þá voru þúsund ár liðin síðan Ingólfur Arnar- son nam hér land. Þótti vel við eiga að minnast þess merkis- atburðar, ekki eSnungjs méð alþjóðar-)hátíð á Þingyöllum heldur og í hverju héraði lands- ins. Skyldi hátíðin vera einn liður í þeirri þjóðernisvakn- ingu sem hófst með starfi Fjölnismanna, endurreisn Al- þingis og kröfu Islendinga um innlenda stjórn, löggjafarþing og fjárforræði, undir leiðsögu Jóns forseta Sigurðssonar. Fram að þessu,1874, liafði þing- ið aðeins verið ráðgefandi, hafði hvorki haft fjárráð né löggjafarvald. Hugðu íslend- ingar nú að almenn þjóðhátíð á Þingvöllum, með minningar fornaldarinnar fyrir augum og frægð feðranna, kynni að skapa samheldni og þjóðarvakning'u til nokkurra góðra átaka í þágu alþjóðar, sem vænta mætti góðs af. Með þetta fyrir augum var nú hafizt handa fyrir atbeina hinna þjóðræknustu manna. Var það fofrseti Bókmennta- félagsins, Jón Sigurðsson, sem ýtti á um þetta og á- kvað tímann snemma í ágúst- mánuði. Skyldu þar mæta kjörnir fulltrúar úr hverju kjördæmi, 2, sem sitja skyldu fundinn og taka ályktanir ura þau mál er fundurinn fjallaði um. Varaforseti Þjóðvinafé- lagsins Halldór yfirkennari Friðriksson tók að sér að hoða fundinn um land allt 5.—7. ágúst. Var hann hinn ötulasti i þessu annríki, og það var hann, ásamt ýmsum mætum mönnum þjóðarinnalr, sem stjórnaði fundinum elr hann mátti því við koma og iná þakka þeim mönnum öllum, hve fundurinn og þjóðhátíðin varð landinu til sóma. Það hafði nú frétzt að kon- ungur mundi sækja þjóðhá- tíðina og varð því undirbún- ingur allur umfangsmeiri, eink- um í Reykjavík. íslendingar umgengust áður fyrr mjög konunga á Norðurlönduin og og þótti sá varla maður með mönnum er ekki sólti fund þeirra er færi gafst. Islending- ar eru manna beztir lieim að sækja, og þótti því sjálfsagt að fagna konungi hið hezta enda þótt konungsvaldið væri oft þungt í taumi fyrir Islend- inga undanfarna áratugi, svo sem á þjóðfundinum 1851. Hér fer á eftir lcafli úr Frétt- um frá íslandi eftir Valdimar Briem um konungkomuna og þjóðhátíðina á Þingvöllum 1874. Konungskoman til Reykja- víkur. „Þá er leið að liádegi liinn 30. júlí sáu menn að 3 herskip voru komin undir land, og lögðu inn á höfnina. Kenndu menn þar konungsskipin og Fyllu, varðskipið. Tóku þá menn í landi að húast um sem hezt þeir kunnu, og hraða sér um viðbúnað þann er hafa skyldi til að taka á móti kon- ungi. Allur hærinn var skreytt- ur fánum og flöggum og blakti veifa nær á hverju liúsi, og svo á hæðum heggja megin hæjar- ins. Landtökubryggjan, þar er konungur og sveit lians skyldu ganga á land, var öll yfirklædd en stangir margar voru reistar heggja megin hryggjunnar, og fáni dreginn á hverja. Við hryggjusporðinn var reistur veglegur tignarhogi, sveipaður rauðum dúki, en yfir hogann var sett kóróna gullin. Um tign- arbogann og stengurnar fram með brvggjunni og svo milli þeira var slöngvað lyngflétt- ingum og blómvöndum, er konur og meyjar bæjarins höfðu gjört, með miklum hag- leik og prýði. Þá lágu mörg slcip á Reykja- víkurhöfn, hæði stór og smá, og voru mörg þeirra gufu- skip. Herskip voru þar fimm, sænsk, norsk, þýzk og frönsk. Hið sænska skip var Norrköp- ing, var það sent af Svíakon- ungi til að fagna Danakonungi hér við land og sýna íslending- um sæmd á þjóðhátiðirini, þar var og aðmíráll sænskur, Lag- erkranz, en skipsforingi hét Ankerkrona. Hið norska skip hét Nordenstjernen og foringi Smith. Hið þýzka hét Niobe en foringi þess Bremer. Flest hinna skipanna voru dönsk og sum ensk, en nokkur frá öðrum þjóðum. Öll höfðu þau viðbún- að þann er fegurstur mátti verða, einkum lierskipin; voru þau alskrevlt flöggum, og rár og rengur skipaðar mönnum. Aðmírálsskipið var þeirra skrautlegast; liafði það kon- ungsfánann hinn danska efst á siglutoppi, en aðmírálsflagg á afturstafni. Nú renndu konungsskipin inn á höfnina, fyrst Jytland, það er konungur var sjálfur á, þá Heimdal, og síðast Fylla, öll með jöfnu millibili. Þá hóf hið sænska aðmirálsskip skot- hríð til að fagna konungi og síðan hin herskipin öll, en kon- ungsskipin svöruðu á sama hátl aftur. Enn er Jytland renndi framhjá liinum, var á þeim öllum lostið upp fagnaðarópi, svo glöggt mátti heyra til lands. Hafði nú mikill mannfjöldi safnast saman við landtöku- hryggjuna, óg hiðu þess að konungur kænii í land. Það. var um hádegisbil að konungsskipin vörpuðu akker- um. Veður hafði verið dinnnt og skúrasamt um daginn, það er af var, en nú tók að létta til, og sól skein yfir bæinn og höfnina; en regnhogi skær og fagur hvelfdist yfir höfninni, og var það næsta tignarleg sjón. Þá lögðu margir hátar frá hin- um stærri skipum og renndu þeir allir að konungsskipinu; voru það foringjar skipanna, er fóru að fagna konungi. Landshöfðinginn yfir Islandi Hilmar Finsen lagði þá og frá landi og fór á konungsfund. Innan stundar kom liann aftur, með þann hoðskap, að konung- ur mundi stíga á land kl. 2 og hað menn svo við húast. Þusti þá mikill fjöldi manna ofan að bryggjunni og skipaði sér í raðir meðfram henni heggja vegna; en gluggar allir, þeir er vissu að höfninni, voru fullir af fólki. Kvenfólk flest liafði skipað sér á pall við efri hryggjusporðinn. Allir voru í hátiðabúningi og embættis- menn í einkennisklæðum sín- um. Svo sem ráð var fyrir gert kom konungur í land kl 2 og lagði að landtökubryggjunni. Þar voru fyrir æðstu embættis- menn, konsúlar og bæjarstjór- ar til að fagna honum. Gekk landshöfðingi þá fram úr flokkinum og mælti til kon- ungs á þessa leið: „Um leið og yðar liátign stígur fæti á strönd íslands — hinu fyrsti konung- ur, sem í þau þúsund ár, er land þetta hefir verið hyggt hefir liingað komið — sé mér leyft í nafni alls landsins, og sér i lagi jafnframt í nafni Reykjavikur, að hiðja af lijarta yðar hátign velkomna.“ Þá gat liann þess að þótt Island væri fátækt að mörgu, þá væri það þó auðugt að'tryggð og ást til konungs. Ennfremur þakkaði liann kongngi fyrir stjórnar- skrána og þá gleði er liann hefði veitt landsmönnum með koinu sinni; lauk liann máli sínu á þvi að óskahlessunaryfir konung og ætt lians, og biðja lionum langra lífdaga. Tók mannfjöldinn undir það með fagnaðarópi. Konungur svar- aði aftur hlíðlega með nokkr- um orðum; kvað hann það lengi liafa verið ósk sina að geta lieimsótt hina tryggu þegna sína á íslandi, og það væri sér þvi meiri gleði þar sem það væri á svo lielgri og hátíðlegri minningarstund. Var þá aftur lostið upp fagnaðar- ópi, og tóku karlmenn undir, en konur veifuðu hvítuin blæj- um. Þá gekk konungur og Valdemar sonur lians og aðrir liöfðingjar upp í bæinn til húsa landshöfðingja, en þar var kon- ungi ætlað að búa meðan hann dveldist í bænum. Um kveldið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.