Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 49

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 49
VÍSIR ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 49 Steingrím ur Steinþórsson: Þróun landbúnaðar á Islandi frá 1874. Nýtízku býli í sveit. I. Jarðrækt og búskaparhættir forfeðra okkar á landnáms- og söguöld voru á ýmsan hátt merkilegir. Enda munu Islend- ingar þá hafa staðið stéttar- bræðrum sínum annars staðar á Norðurlöndum fyllilega á sporði i þeim efnum, þótt rækt- un hafi verið hér nokkru ein- hæfari vegna veðráttu og legu landsins en tíðkaðist í ná- grannalöndum okkar, Þó var sá munur lítill þá, lijá því, sem síðar varð. Þegar kemur fram á 15. öld slciptir um aðstöðu okkar i þess- um efnum. Frændur olckar á Norðurlöndum halda í horfinu og búskaparháttum þeirra þok- ar smátt og smátt fram á leið. Hér fór öfugt að. Þegar verzl- unareinokun og önnur crlend áþján þjakaði þessari litlu þjóð, varð jarðræktin harðast úti. Á tiltölulega skömmum tima tókst að gereyða hinni fornu jarð- ræktarmenningu. Um aldamót- in 1700 var ekki hægt að segja, að til væri nokkuð i þessu landi, sem mætti nefna því veg- lega heiti: Jarðrækt. Ufn miðbik 18. aldar var hnignun jarðræktar orðin stór- kostleg. Jón sýslumaður Sveins- son segir 1781, að girðingar túna séu þá „víðast fallnar og forsmáðar“, og að túnin „liggi opin og ógirt“. Ummæli þessi eru táknandi fyrir ræktunar- menningu olckar i lolc 18. aldar. Hin myndarlega forna jarð- ræktarmenning var dauð. Þjóð, sem því nær eingöngu lifði af landbúnaði, hafði tapað frum- skilyrði til þess að gera sér frjómátt moldarinnar undir- gefinn. Þjóðin varð þess vegna að lifa af því einu, sem hægt var að pína af landinu við gegndarlausa þrælkun þess og rányrkju um margar aldir. Þetta er eitt þyngsta áfall, sem nokkra þjóð getur hent. Afleið- ingar urðu einnig geigvænlegar. Hungur og harðrétti fylgdi í kjölfarið. Jafnótt og jarðrækt og búskap hnignaði, varð þjóð- in aumari og fátækari. Fólk og fénaður féll iðulega úr hungri. Þannig var ástandið í atvinnu- málum þjóðarinnar í lok 18. aldar. Um 1874 eru Islendíng&r enn því nær hrein landbúnaðarþjóð. Mannfjöldi er þá um 70 þús- und. Talið er að 75% stundi landbúnað eða lifi af jarðrækt eins og það er lcallað í skýrsl- um. Búnaðurinn var rekinn með líkum hætti og að fornu hafði tiðlcazt. Nokkrar framfarir höfðu orðið í búnaðarháttum á þeim þremur aldarf jórðungum, sem af voru öldimý. Búnaðar- félag Suðuramtsins var stofnað 1837. Það beitti sér fyrir ýms- um búnaðarumbótum og kom nokkru til leiðar. En mjög var sú viðleitni í molurn, enda erfið aðstaða. Mjög lítil fjárráð á aðra hlið, en trúlcysi almenn- ings og skilningsleysi á liina. Fyrsta hreppabúnaðarfélagið er stofnað 1842. Um miðja öld- ina voru nokkur fleiri slík fé- lög stofnuð. Þau fengust lítils- háttar við jarðræktarfram- kvæmdir. Mörg þeirra hættu störfum eftir fá ár. Aðeins 7 eða 8 hreppabúnaðarfélög virð- ast hafa verið starfandi 1874. En þjóðhátíðarárið eru stofnuð 5 ný félög. Fjörkippurinn leyn- ir sér ekld. Búnaðarfélag Suð- uramtsins ræður sinn fyrsta ráðunaut i þjónustu sína 1873 og var það Sveinn Sveinsson, síðar skólastjóri á Hvanneyri. Á áratugnum 1865—1875 varð hreyfing um samtök til þess að bæta úr verzlunarhögum bænda. Verzlunarfélagið við Húnaflóa og Gránufélagið. Yfir- leitt má segja, að allmikils vilja hafi gætt til umbóta í búnaðar- háttum eftir miðja öldina, þótt árangur væri í flestum tilfell- um smávaxinn. Tæki öll til búskaparstarfa voru hin fátæklegustu. Hesta- verkfæri þekktust ekki. Plógar voru þá óþekkt jarðyrkjuáhöld. Hið sama má segja um vagna og kerrur. Jafnvel hjólbörur voru sjaldgæfar á heimilum. Mestu framfarir um verkháttu við landbúnaðarstörf fram um 1870 voru orfhólkarnir, sem var farið að nota á fyrri hluta 19. aldar, og skozku ljáblöðin, sem Torfi Bjarnason flutti hing- að til lands 1867. Þess var ekki að vænta, að afköst væru mikil, þótt vinnu- dagur væri langur. Enda er hey- aflinn á öllu landinu árið 1882, sem er fyrsta ár, sem skýrslur eru til um það efni, aðeins talin 181 þús. hestar af töðu og 420 þús. hestar af útheyi. Tölur Jiessar munu að vísu vera of lágar, en gefa þó nokkra hug- mynd um hve eftirtekjan var rýr. Árið 1874 var sauðfénaður talinn 429 þúsund, nautpening- ur 21 þúsund og hross 31 þús- und. Garðrækt var sama og engin. Að þessari framleiðslu störfuðu, og lifðu af henni, 75% af þjóðinni, eða ca. 52 þúsundir. Þannig var ástandið í at- vinnumálum 1874. Það var veik viðleitni til umbóta á búnaðar- háttum, er orkaði smátt, eins og við var að búast. Hér á eftir verður í þremur áföngum stikl- að á nokkrum atriðum varðandi þróun landbúnaðarins síðan. Fyrsti áfanginn er til aldamóta. Annar þar til heimsstyrjöldinni fyrri slotar og sá síðasti til þessa tíma. Falla tímabil þessi í búnaðarsögu okkar að mestu saman við áfanga í stjórnmála- baráttunni. II. Árferði á síðasta fjórðungi 19. aldar var á ýmsa lund ó- liagstætt. Harðindin 1881—1888 krepptu mjög fast að landsbú- um óg þó einkum landbúnað- inum. Árferði var betra síðasta tug aldarinnar, en þó fremur 13 Kornrælctin á Sámsslöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.