Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 83

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 83
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 83 HALLGRÍMUR HELGASON: Vaxtarspor íslenzkrar tónlistar síðan 1874. Árið 1874 markar stórt spor í íslenzkri söngsögu, og er það í fullu samræmi við þann stjórnmálalega sigur, sem það ár einnig flutti okkur. Söngfé- lag, sem kenndi sig við árið 1874, gaf út fyrstu bók eftir ís- lenzkan böfund, sem fjallaði uxn þau lögmál listarinnar, sem hvorlu forystumönnum barok- timans né fræðslustefnunnar bafði tekizt að hugfesta með þjóðinni, svo að lialdgott reynd- íst og giftudrjúgt. En þelta sama söngfélag hafði áður á því herrans ári 1874 kveðið í sig sannfæringarmóð til þessa ný- stárlega fyrirtækis með því að flytja i fyrsta sinn á þjóðhátið- inni á Þingvöllum núverandi þjóðsöng okkar, Ó, guð vors Jands, -öllum liátíðargestum til ógleymanlegrar ánægju, enda þótt mjög mörg ár liðu þar til hann yrði viðurkenndur þjóð- söngur landsmanna. Raddflokk- ur sá, sem Iivorttveggja þrelc- virkið vann, var söngfélagið Harpa, kór Jónasar Helgasonar söngkennara. Bæjarfulltrúasonurinn, siðar járnsmiðaneminn, Jónas Helga- son, mun jafnan verða talinn landa, til Bretlands og til Bandaríkja Norður-Ameriku, sem jafn réttháir og jafh skuld- bundnir aðilar og hinar þjóð- irnar. Á komandi árum og jafnvel í náinni framtið munu íslenzkir ferðamenn á þessum leiðum fljúga til nágrannalanda vorra á sama klukkustunda- fjölda og dagafjölda áður, er ferðast var með skipum og bezt gelck. v Það veltur á miklu fyrir þjóð vora, að hún sýni hér stórliug og framsýni, og tryggi sér strax í byrjun þann sess, sem henni ber i þessum málum. Lýðveldi voru er brýn nauð- syn að tryggja sér markaði og framleiða útflutningsvörur í stórum stíl. Á ]ní byggist til- vera vor, sem menningarríkis. Flugsamgöngurnar eru orðnar einskonar slagæðar viðskipt- ahna. Ef við ekki gerum okkur þetta ljóst, verðum við ekki samkeppnisfærir, líkjumst mest sjúklingi með ol' lágan blóð- þrýsting. Látum það aldrei henda, sízt nú. Lifi hið íslenzka lýðveldi! í fremstu röð íslenzkra tónlist- armanna fyrir margra hluta sakir. Gæddur ágætri söngrödd tekur hann snemma áslfóstri við tcmlistina og hagnýtir sér öll þau kærkomnu tækifæri, sem honum bjóðast til skilnings- auka og menntunar í þeim efn- um; en enda þótt tíðarandinn hafi þá ekki verið hliðhollur svo fánýtu fyrirtæki, sem allt óraunhæft söngföndur hlaut að vera í augum samborgara hans í þann mund, þá missti hann þó aldrei sjónar á fyrirheitnu marki sínu, án þess þó að láta það bera sig af leið í sjálfsögðu undirbúningsstarfi undir hag- nýta borgaralega vinnn, svo sem tíðkaðist með millistétt- inni. Á milli þess er hann lét steðjann syngja, sótti Jónas til fiskjar og aflaði heyja að göml- um og óhjákvæmilegum sið. Þannig kynntist hann vinnu- brögðum allrar alþýðu til sjáv- ar og sveita, og hafði hann því skapað sér sérstaldega góð skilyrði til að skilja óskir henn- ar i viðtæku landnámsstarfi sínu, er Iiann síðar lióf með ó- sleitilegri festu og framsýni. Þannig var gervallur starfs- kraftur og erfðadugur Jönasar' runninn beirft úr- skauti is- lenzkrar lifsiðju frá upphafi Is- lands byggðar, og því hlaut Iiann að verða sjálfkjörinn leið- togi þjóðarinnar um örðugustu hjalla byrjandi sóknar. Þrált fyrir fremur skamman náms- tíma, og stopulan, tókst honum að öðlast það vegarnesti, sem reyndist honum ágætur ævi- foi’ði í fjölþættu uppeldisstarfi á sviði alþýðutónlistarinnar á Is- landi. Rammíslenzkur og eðlis- hreinn niaður á borð við Jónas varð að snúa sér að grunn- leggjandi skipulagningarstarfi, hann hlaut að beina orku sinni fyrst og fremst að hinni verð- andi og vaxandi þjóð á breið- um grundvelli; hann varð að ná til sem allra flestra og inn- prenta þeim sínar bjargföstu og óbifanlegu skoðanir á þjóðlegu sönglífi. Þannig leitaði sonur al- þýðunnar uppruna síns og um leið gróðurreils fyrir sitt eigið hugðarmál meðal hinna erjandi vinnufylldnga þænda og sjómanna, og visasta leiðin inn I þær bardagasveitir lá eftir ó- sánum akri æskunnar; börnin yarð gð gera móttækileg fyrir þfeim nýja boðskap, sem var að hefja merki sitt í landinu, og þau urðu síðan að flytja hann fram til frekari fullkomnunar. I þessu augnamiði komu út hinar þjóðkunnu söngbækur Jónasar, sem hvert mannsbarn teygaði i sig eftir margra alda óslökkvandi löngun; sjóntæk laglína varð nú i fyrsta sinn eign almennings eftir skynjun- arleiðum sjónar, skilnings og túlkunar. Fyrsti andvari þraut- reyndra lögmála bærist nú með- al landsmanna, og eftir hörð átök og ákafa mótspyrnu frí- hyggjusinnaðra miðaldasöngv- ara heppnast þessum skelegga baráttumanni íslenzkrar nú- tímasönglistar að knýja fram óskoraða viðurkenningu á mik- ilvægi söngsins og reglum hans i uppeldiskerfi þjóðarinnar. Þessi viðurkenning hafði verið sungin út úr hjarta fólksins til þeirra, sem kvaddir voru til ákvarðana, svo að engum gat dulizt, að haldið var á málstaðn- um af einörðum vilja og á- kveðnum hug. Fólkið liafði verið unnið til fylgis við stór- kostlegt umbótamál, svo að tryggt var uin afdrif þess, svo lengi sem forystan hélt við hin- um þjóðrænu tengslum. Dug- mestur og tryggastur allra sam- herja Jónasar var bróðir hans Ilelgi, sem hérlendis gefur út hið fyrsta frumsamda sönglaga- hefti. Fylgdi hann fast fram málefnum bróður sins, og var honum styrk stoð í söngfélag- inu sem árvakur formaður og kappsamur söngherji. Lagði hann fram drjúgan skerf til þess að hugmynd Jónasar um „þjóðlegt sönglif“ mætti rætast, og enn standa áminningarorð lians sem stálhvöss livatning öllum þeim, er troða vilja liálf- lagðar brautir þeirra bræðra: „Það á ekki að setja útlend lög við íslenzk kvæði, við eigum að semja lögin sjálfir.“ Með fjölþættri starfsemi sinni hafa þessir tveir kjörsynir al- þýðunnar lagt í islenzka frjó- mold visi að rismikilli alþýðu- menningu, sem vex upp af rót- um þeim, þar sem landsins börn eiga ættarkall silt. Órjúf- andi bönd sameina þá i dyggi- legri baráttu, sem liáð er á ýmsa lund og á liinum marg- breytilegasta vettvangi að liætti útgjarnra og framspekinna noi'ðurlivelsbúa, sem þrungnir eru ólgandi athafnablóði gunn- reifra víkinga. Hendi er beint að hinum ólíkustu verkefnum: Tálguhnífur rennur í lófa, brú- arstöplar rísa upp úr iðulcasti mórauðra jökulfljóta, kjörvið- ur er lagður i kjöl fislcisæls veiðiskips, aflinn er þeyttur, rennibekkur stiginn, sálin lögð i fiðluna, loftið i orgelið, tón- arnir í hljóminn. Þannig er liin víðfeðma sönghreyfing gegn- slungin atvinnulífi og fram- leiðsluháttum þjóðarinnar, sam- runnin fólkinu í starfi þess og daglegu lífi. Ný liljóðfæri streyma inn í landið, bæði al- þýðuhljóðfæri og listliljóðfæri, og skapa margri ósöngfróðri fjölskyldu skilyrði til að undir- búa frelsisvakningu og sjálf- stæðisbaráttu nýrrar aldar við þúsundradda fagnaðarklið hins frjálsborna leiðsögustefs: ís- land, þig elskum vér. Tuttugasta öldin gengur í garð fram borin af einlægum umbótavilja og framsóknar- hug. Sönglistin var að vísu enn ekki nema hálfvaxta förunaut- ur þjóðarinnar í listrænum skilningi, en samlagaðist þeim mun betur liinu alþýðlega þroskastigi alls þorra manna. Söngfélögin voru um það bil að sigrast á hinu fyrsta torgengi söngstigans, þótt ennþá léki einskonar ævintýraljómi um liálfgildings kraftaverk semþað, að fella hreint saman i söng fjórradda lag; svo gagnger liöfðu umskiptin verið frá söng- tregum niðurlægingartímum undangenginna alda. Hljóðfær- unurn fjölgar jafnt og þétt og er skipað saman í flokka — liljóðfærasveitir — eins og söngfélögum í kór. Lúðurþeyt- arafélög spretta upp sunnan- lands og norðan, og fyrsta söng- félag Norðurlands liyggst gera garðinn frægan með nýgræð- ingslist sinni á ætlarslóð hinna fyrstu landnámsmanna og tekst á hendur frækilega utanför, ungu lieimalandi listarinnar til sóma. Jafnframt vaknar áhugi fyrir sögulegri fortið lands- manna í sönglegum efnum, og er nú farið að gefa gaum hin- um umkomulitlu söngvum og lagstúfum, sem lifað höfðu manna á meðal svo lengi sem lieimildir liermdu, og skrásetja þá, Bjarni Þopsteinssqn veltir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.