Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 59

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 59
VÍSIR ÞIÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 59 og sjóðurinn sé orðin eign bæj- arins „þó þannig, að aldrei má verja fé þessu til neins annars en þess, sem vér nú höfum tek- ið fram, nema þá til fullkomins leildiúss, ef svo mikið fé væri fyrir hendi“, þykir þeim til- hlýðilegt að fela umsjón leik- áhaldanna og scenuhússjóðsins oddvita bæjarfulltrúanna og tveimur mönnum kosnum úr flokki leikenda. Síðan koma á- \ kvæði um það, hvernig útláni leikáhalda skuli hagað og hvernig ávaxta skuli sjóðinn, er það eitt með öðru að leikflokk- ar, sem fá leikáhöldin léð, skulu leggja til sjóðsins minnst 50 ríkisdali og auk þess þau á- höld, sem þeir kunna að láta gera af nýju. Þá er sagt, að skrá yfir leikmunina fylgi gjafabréf- inu, en sú slerá er glötuð. Af eignaskrá sjóðsins 1897, þegar afhendingin fer fram til Iðnað- armannafélagsins og Leikfélags Reykjavíkur, má nokkuð ráða, hvað gefið hefir verið í fyrstu, en jafnframt ber eignaskráin það mcð sér, að töluverð van- höld hafa orðið hjá sjóðnum. Ákvæðið um afhendingu nýrra leikáhalda hefir verið trúlega haldið. Afhendingarskráin 1897 ber með sér að þá á „Coulissu- sjóður bæjarins" m. a. „66 kúl- issufleka af ýmsum stærðum og 20 baktjöld smærri og stærri á rúllum“, auk þess „2 rúllur til að sýna snjókomu og skip örn- ólfs“ (Vikingarnir á Háloga- Iandi). Rúningaskráin sýnir, að þá hafa verið til búningar í þessi leikrit, auk Holbergs bún- inga: Víkingana á Hálogalandi (leikið í Goodtemplarahúsinu 1892), Milli bardaganna (leikið i Skandinavíu 1882), Skugga- Svein (Ieikinn af gefendum 1866, af stúdentum 1873 í Glas- gowhúsinu, af skólapiltum 1880 og af Gleðileikjafélaginu 1886—87) og Hellismenn (leik- ið í Glasgow-húsinu 1873). Alls telur búningaskráin upp um eða yfir 160 „númer“, þ. ám. þó nokkra alklæðnaði, en auk þess mikið af vopnum og alls konar leikáhöldum. Peningar í sjóði voru hins vegar ekki nema kr. 786,45, þegar afhendingin fór fram, og hefir því ákvæðið um 50 ríkisdala tillag til sjóðsins fyrir afnot leikáhalda trauðlega eða alls ekki verið haldið. Og einu ákvæði gefendanna var aldrei sinnt. 1 fimmtu og síð- ustu grein gjafabréfsins mælir svo fyrir, að „forstöðunefnd sjóðsins „skuli ennfremur skyld á ári hverju að auglýsa á prenti skýrslu um ástand sjóðsins“. Allt í allt var áhaldaeign sjóðs- ins mikil og það var ekki að undra, að átök urðu á milli ein Búningsmyndir eftir Sig. Guðmundsson málara. T. v. peysufatabúningur og t. h. skautbúningur, eins og þessir búningar voru áður en Sigurður gerði breytingar á þeim. stakra manna og leikflokka um yfirráðaréttinn yfir áhöldunum áður en þau lentu hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, en þegar það félag var stofnað, var það tal- inn svo mikill styrkur fyrir fé- lagið, að leikáhaldaeign „Coul- issvisjóðsins“ var nefnd „drif- fjöðurin í hinu mikla sigur- verki“. Ef vikið er lílillega að því, sem á undan er gengið í leik- listarmálum bæjarins, áður en gjafabréfið fyrir „Coulissu- sjóðnum“ kemur fram, verður augljóst að stórhugur hefir ráð- ið athöfn gefendanna. Þeir sjá, að vöntun á sæmilegu leikhúsi stendur leiklistinni l'yrir þrif- um. Þeir vissu af eigin reynd, að það var erfitt að halda uppi sæmilegri leiklist, þegar leik- flokkarnir voru á sífelldum hrakningi á milli liúsa, sem voru ætluð til alls annars en sjónleikjasýninga. Skólapiltar höfðu leikið í sjálfum Latínu- skólanum, í Langalofti, svefn- skála pilta, og fyrir aldamótin 1800 í kennslustofu í llólavall- arskóla. Leikið hafði verið í yf- irréttarhúsinu og bekkir fengn- ir léðir handa áhorfendum úr Dómkirkjunni, sem hneykslaði Henderson forðum. Jón Guð- mundsson hóf borgaralegt sjón- leikjahald í Nýja klúbbnum í janúar 1857. Þá var fyrst seld- ur aðgangur að sjónleik hér í bæ. Oftast var leikið án mik- illa tilfæringa. Skólapiltar höl'ðu t. d. hvorki leiktjöld né fortjald fyrir leiksviði, hvað þá heldur upphækkaðan leikpall, fyrr en Sigurður Guðmundsson málari kemur til skjalanna. En ]>að munar líka um manninn, ])egar liann kemur heim að afloknu námi 1858. Ilann gerðist ])egar í stað ötull forvigismaður sjón- leikjanna, málaði leiktjöld, larð- aði leikendur i framan og réði búningum. Veturinn 1860.—61 var m. a. sýnt „Hrekkjabrögð Scapins“ og „Ævintýri á göngu- för“. Sigurður málaði mæta fögur baktjöld fyrir þessa leiki, hið fyrra sýndi „Neapelsborg á Italíu og fjörðinn við Neapel, en á bak við fjörðinn eldfjallið Vesúvius“, hið síðara sýndi: „Sólarlag við Eyrarsund, séð á milli trjáa í Eyrarsund og þar bak við í strendur Svíaríkis“. Það má með sanni segja, að Sig- urður liafi opnað bæjarbúum leið inn í töfraheima leiksviðs- ins, . enda var talið að menn myndu ekki láta sér lynda ann- að en sæmilega umgjörð um sjónleikina eftir að hafa kynnzt handbragði listamannsins. — Áhrif Sigurðar Guðmundssonar á íslenzka leiklist verða seint oftalin. Alkunnugt er hver áhrif hann hafði á Matthías Jochums- son og Indriða Einarsson, er þeir sömdu fyrstu sjónleiki sína „Útilegumennina“ og „Nýárs- nóttina“. Hið þjóðlega yrkisefni átti heldur hetur við skapferli Sigurðar Guðmundssonar. Hann var vakinn og sofinn í þjóðleg- um fræðum og meðan hand- leiðslu hans naut við var sann- kölluð Idómaöld ])jóðlegrar leik- ritunar í Latínuskólanum. Á tæpum áratug komu þaðan leik- rit eftir Kristján Jónsson Fjalla- skáld, Valdimar Briem og Jón Ólafsson, auk þeirra Matthíasar og Indriða. Allt voru þetta leik- rit, scm sóttu efni sitt i þjóð- lífið og sýnd í fyrsta sinn undir handarjaðri Sigurðar Guð- mundssonar. Áhrif Sigurðar á skáldin voru ef til vill meiri en þau vildu með góðu móti viður- kenna. Ummæli Matthíasar Jocluimssonar um sjónleikina 1879, en þá var Sigurður fall- inn frá, eru eins og mælt af hans munni. I formála fyrir leikjunum þá, sem voru allt út- lendir leildr, segir hann: Hér glóa nú, gestir, á bandi öll gullin í íslenzkum leik: Tóm fokstrá af fjarlægu landi, sem falla hér visin og bleik. Og við annað tækifæri tekur hann þó enn greinilegar í streng með Sigurði. Hann segir: „Ef dramatisk konst á ekki að verða til tómrar, ef ekki tví- ræðrar skemmtunar, ef hún á að verða list, sem menntar, fegrar og fullkomnar þjóðlífið — eins og öll konst á að gjöra, — þá verða menn að læra að leika sitt egið þjóðlíf.“ Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.