Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 88
88
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ
Dr, Björn Björnsson;
Kaupstaðir á Islandi.
Upphaf þeirra og þróun.
Eftir að íslenzka þjóðin öðl-
aðist aftur sjálfsforræði, hefir
þróun atvinnulífsins i landinu
verið örari og stórstígari að til-
tölu en dæmi munu til annars-
staðar á jafn skömmum tíma.
Á þeim tíma hafa atvinnuveg-
irnir breytzt úr einhæfri frum-
framleiðslu landbúnaðar og
sjávarafurða i fjölþætt við-
skiptalíf.
Samfara þeirri þróun hefir
orðið gjörbreyting á byggða-
háttum landsins. Áður höfðu ná-
lega allir landsmenn lifað í
dreifðum byggðum sveitanna.
Nú risu víðsvegar upp bæir, sem
tóku ört að vaxa, og eru enn
flestir í hröðum vexti.
★
Um leið og verzlunin hér á
landi var gefin frjáls við alla
þegna Danakonungs með kon-
ungsúrskurði, 18. ág. 1786, var
6 verzlunarstöðum veitt kaup-
staðaréttindi: Reykjavik, Vest-
mannaeyjum, Eskifirði, Eyja-
firði (Akureyri), Skutuls- eða
Isafirði og Grundarfirði. Með
konungsúrskurði þessum, svo
og tilskipun um fríheit kaup-
staðanna á Islandi frá 17. nóv.
1786 og tilskipun úm íslenzka
verzlun og siglingar frá 18. júní
1787, var þeim, er setjast vildu
að i kaupstöðunum til að reka
þar nytsaman atvinnuveg, eink-
um þó faglærðum iðnaðarmönn-
um,. heitið ýmsum fríðindum.
Tilgangurinn með þessum vel
meintu fyrirmælum og öðrum
opinberum ráðstöfunum varð-
andi verzlun, siglingar og fiski-
veiðar á Islandi frá þeim tím-
um, var að reisa atvinnuvegina
úr rústum og koma á fót blóm-
legu, fjölþættu atvinnulífi í
landinu. Árangurinn varð þó
miklu minni en til var ætlast.
Orsökin var sú, að ennþá vant-
aði hin innri skilyrði fyrir þeirri
þróun, sem stefnt var að með
þessari opinberu viðleitni.
Með opnu bréfi „innihaldandi
nákvæmari ákvarðanir með til-
liti til tilskipananna um þá is-
lenzku kauphöndlun og skipa-
ferðir“ frá 28. des. 1836, voru
allir kaupstaðirnir, nema
Reykjavík, aftur Iagðir niður.
Framvegis skyldi ekki gerður
greinarmunur á þeim og öðrum
viðurkenndum verzlunarstöð-
um. Hélst sú skipan fram yfir
1860. Akureyri var aftur veitt
kaupstaðarréttindi með tilskip-
un frá 29. ágúst 1862.og Isa-
firði („þar með talin öll Skut-
ulsfjarðareyri og prestssetrið,
sem á eyrinni stendur“) með til-
skipun frá 26. janúar 1866. Odd-
eyri var með auglýsingu 12. maí
1866 lögð undir kaupstaðinn
Akureyri. Fjórði kaupstaðurinn
bættist svo í hópinn á síðasta
áratug aldarinnar. Með lögum
nr. 15, 8. maí 1894, sem gengu
í gildi 1. janúar 1895, var Seyð-
isfirði veitt kaupstaðarréttindi.
Það, sem af er þessari öld,
hefir fimm verzlunarstöðum
verið veitt kaupstaðarréttindi,
Hafnarfirði með I. nr. 75, 22.
nóv. 1907, Vestmannaeyjum
með 1. nr. 26 og Siglufirði með
1. nr. 30, 22. nóv. 1918, Nes-
kaupstað með I. nr. 48, 7. maí
1928 og loks Akranesi með 1.
nr. 45, 27. júní 1941. Kaupstað-
irnir eru því nú alls níu að tölu.
Ibúatala þeirra var í árslok 1942
(nýrri tölur liggja enn ekki
fyrir) 63,5 þús., eða 51,2% af
allri þjóðinni.
★
Á dögum einveldisins var það
trú manna, að föðurleg forsjón
einvaldans yrði að leiða, styðja
og styrkja allar framkvæmdir.
Með flóknum og þunglamaleg-
um konunglegum tilskipunum
átti að skapa ný viðhorf í at-
vinnulífinu og beina þróun þess
inn á nýjar brautir.
1 lagafyrirmælum ]>eim, sem
minnst hefir verið á hér að
framan, kemur greinilega í ljós,
að kaupstaðirnir, bæirnir, þyrftu
og ættu að vera grundvöllur
þeirrar nýskipunar atvinnulífs-
ins, sem keppt skyldi að. Er-
lendis höfðu bæirnir orðið mið-
stöðvar verzlunar og iðnaðar,
eða hins fjölþætta atvinnulífs,
sem byggðist á félagslegri
verkaskiptingu og viðskiptum.
Hér á landi vantaði enn öll
skilyrði fyrir bæjarlífi, sem
byggist á félagslegri verkaskipl-
ingu. Sjálfstæð iðnaðarstarf-.
semi, sem framleiðir vörur fyrir
innlendan markað, getur fyrst
risið upp er samþjappaður mark-
aður með tiltölulega fjölmenn-
um viðskiptavinum hefir mynd-
azt. Á meðan fiskveiðarnar voru
nálega eingöngu reknar með
opnum róðrarbátum hlaut sjáv-
arútvegurinn að vera dreifður í
smáverstöðvum. Bátarnir voru
mjög staðbundnir, og algerlega
háðir grunnmiðum. Sjávarút-,
veginn var því ekki hægt að
reka nema í smáum stíl á hverj-
um stað, og hann var næsta ó-
tryggur atvinnuvegur á þessu
stigi veiðitækninnar. Þeir, sem
við sjóinn bjuggu, þurftu að
kosta kapps um að styðjast öðr-
um þræði við landbúnað, og
sveitabændur sóttvi til sjófanga
í verstöðvarnar á vertíðum.
Greinileg félagsleg verkaskipt-
ing og stéttagréining á milli
sjávarútvegs og landbúnaðar
gat enn sem komið var ekki
komist á, og iðnaðarstarfsemin
hélt áfram að vera heimilisiðn-
aður dreifbýlisins.
Það er ekki fyrr en þilskip til
fiskveiða komu að ráði til sög-
unnar og ný veiðitækni var upp
tekin i sjávarútveginum, að
grundvöllur fyrir bæjarlíf, sam-
fara félagslegri verkaskiptingu
og sjálfstæðri stéttagreiningu
skapaðist hér á landi. Skilyrði
fyrir því, að sú nýskipun þjóð-
lífsins gæti hafizt, og náð fram
að ganga, var og að landsmenn
fengju löggjafar- og f járveiting-
arvaldið í sínar hendur og inn-
lenda framkvæmdarstjórn. Árið
1874 og 1904 eru því einhverjir
þýðingarmestu áfangarnir í við-
reisnarbaráttu þjóðarinnar.
Ávöxlur hins aukna sjálfsfor-
ræðis kom brátt í ljós: Bættar
samgöngur, vegir, brýr, vitar,
hafnarbætur, talsími og ritsími;
lánstofnanir, bankar og spari-
sjóðir; menningarstofnanir,
skólar og söfn; félagssamtök til
eflingar andlegu lífi og efna-
hagslífi þjóðarinnar o. s. frv.
Hin langvarandi hnignun þjóð-
lífsins á einokunartímunum og
kyrrstaðan, sem fylgdi i kjölfar
þeirra, þrátt fyrir margháttaða
umbótayiðleitni, sem byggðist á
ólífrænu valdboði hinna erlendu
yfirboðara, snerist nú upp í öra
framþróun. Sú framþróun hefir
brotið sér sjálfkrafa braut sam-
kvæmt eðlilegum lögmálvun,
sem leituðu sér jafnvægis í hinu
fámenna þjóðfélagi. Misræmd
átök pólitiskra sérhagsmuna
hafa að sönnu truflað þessa
þróun nokkuð, en í meginatrið-
um hefir hún verið stöðug. Höf-
uðeinkenni hennar er einmitt
hinn mikli og öri vöxtur bæj-
anna.
Eftirfarandi yfirlit sýnir íbúa-
töluna í kaupstöðunum 1904,
1918 og 1942, og hvernig hún
hefir breytzt á því tímabili.
Kaupstaðir > 1 Öðlast kaupst.rétt ffaúatalan Af íb. landsins °/0
19U4 1918 1942 1904 1918 1942
Reykjavík . . . %- -1786 8304 15328 40902 10,5 16,7 33,0
Akureyri ..... 2%- -1862 1514 2221 5644 1,9 2,4 4,6
tsafjörður .... 2%- -1866 1310 1778 2897 1,7 1,9 2,3
Seyðisfjörðúr -1895 654 885 850 0,8 1,0 0,7
Hafnarfjörður y«- -1908 1076 1887 3873 M| 2,1 3,1
Vestmannaeyj. y- -1919 452 1788 3513 0,6 1,9 2,8
Siglufjörður .. 2%- -1919 198 924 2790 0,3 1,0 2,2
Neskaupstaður %- -1929 192 737 1082 0,2 0,8 0,9
Akranes -1942 732 897 1929 0,9 1,0 1,6
Samtals Allt landið . . . 14432 78802 26445 91912 63480 123979 18,3 28,8 51,2
Umdæmi bæjanna munu hafa
breytzt eitthvað á tímabilinu, en
þó ekki til verulegra muna.
Skildingancs var t. d. innlimað í
Reykjavík frá 1. jan. 1932, með
630 íbúum, en þorpið hafði að-
allega byggzt frá Reykjavík á
undanförnum árum. Breyttu
-tölurnar sýna. íbúatölu bæjanna
áður en þeir fengu kaupstaðar-
réttindi.
Yíirlitið sýnir glögglega, að
hér á landi eru að myndast, og
hafa þegar myndazt, ákveðin at-
hafnasvæði, sem draga að sér æ
fleiri af íbúum landsins, og
þungamiðja þeirra er Suðvestur-
landið. I fjórum kaupstaðanna,
Reykjavík, Hafnarfirði, Akra-
nesi og Vestmannaeyjum, búa
nú meir en tveir af hverjum
fimm landsmanna, og í höfuð-
staðnum einum rösklega einn
af hverjum þremur. I þessum
hæjum hefir íbúatalan nær
fimmfaldazt á tímabilinu frá