Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 131
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTlÐ ARBLAÐ
131
aíS þau eru stærsta nýmælið,
sem komið hefir fram á vett-
vangi fræðslumálanna hérlend-
is, og í öðru lagi er barna-
fræðslan grundvöllur allrar
framhaldsfræðslu og veltur því
í raun og veru mest á henni.
Námstjórar.
Árið 1941 veitti Alþing
nokkra fjárhæð til kennslueft-
írlits í sveitum og sjávarþorp-
um. Voru ráðnir til þess fjórir
landskunnir kennaramenntað-
ir menn, er nefnast námstjór-
ar. Vinna þeir á vegum
fræðslumálaskrifstofunnar.
Þeir ferðast milli barnaskól-
anna, lialda fundi með kenn-
urum og skólanefndum, leið-
beina uin kennslu og námstil-
högun, prófa börnin og reyna
að ráða bót á því, sem stend-
ur í vegi fyrir betri kennslu-
árangri. Hefir starf þeirra þeg-
ar komið að góðu gagni og
reynzt mikilvægt.
Frá því fræðslulögin voru
samþykkt og þangað til nú hef-
ir mikil breyting til batnaðar
orðið á skipulagi barnafræðsl-
unnar. Föstum skólum hefir og
mjög fjölgað, en farskólum
fækkað.
Skólabörn voru samtals á
öllu landinu árið 1941—42 15.-
374.
Samband íslenzkra
barnakennara.
Samband þetta var stofnað
1921. Er það arftaki Hins ís-
lenzka kennarafélags, sem áð-
ur hefir verið minnzt á. Hefir
Samband íslenzkra barnakenn-
ara unnið skóla- og uppeldis-
málum þjóðarinnar mikið gagn
og margþætt, þótt ekki sé unnt
að greina frá þvi hér, vegna
rúmleysis. Þó skal drepið á
tvennt.
Frá 1935 hefir það gefið út
tímaritið Menntamál, sem flutt
hefir margar athyglisverðar
greinar um barnafræðslu og
uppeldismál. Árið 1939 hélt
Sambandið hátíðlega upp á 50
ára afmæli kennarasamtak-
anna, og gaf þá út mikið rit,
Sögu alþýðufræðslunnar á ís-
landi, er Gunnar M. Magnúss,
kennari, hafði samið. Er þetta
stórmerk bók og eina íslenzka
skólasagan, sem til er. Hefir
höfundurinn viðað að sér
geysimikinn fróðleik úr ýms-
um áttum, raðað honum niður,
fellt og bundið saman með
skemmtilegri og skýrri frásögn.
Var samning og útgáfa þessar-
ar bókar hið mesta nauðsynja-
verk, og er hún ómissandi öll-
um, sem láta sig skóla- og
fræðslumál varða, Kom þún
sér t. d. vel við samningu þessa
greinarkorns þvi að mikið er
þaðan tekið.
Sérskólar.
Skóli fyrir mál- og heyrnar-
laus börn hefir stai-fað i
Reykjavík síðan 1904. Þar er
einnig deild fyrir fávita. Áð-
ur hafði farið fram dauf-
dumbrakennsla að Stóra-
Hrauni í Árnessýslu. Á Sól-
heimum í Grímsnesi var fá-
vitaliæli um nokkur ár, en lagð-
ist niður 1943. Það var einka-
eign. Stofnaði þá ríkið til hæl-
is að Kleppjárnsreykjum, og
voru fávitarnir fluttir þangað.
Blindravinafélag Islands hef-
ir síðan 1933 haldið uppi skóla-
og vinnustofu fyrir blind börn
og blint fólk.
2. Framhaldsskólar —
Háskólinn.
Elztu framhaldsskólar.
Á síðasta fjórðungi nítjándu
aldar fjölgaði framhaldsskólum
í landinu töluvert. Þegar Þjóð-
hátíðarárið rann upp 1874 voru
þeir aðeins tveir: Latínuskólinn
og Prestaskólinn. Tveinmr ár-
um seinna var Læknaskólinn
stofnaður.
Kvennaskólinn í Reyk j avík
var stofnaður 1874, eins og áður
hefir verið getið, og jukust
menn tunar möguleikar kvenna
mjög á næstu árum þar á eftir.
Voru þá tveir kvennaskólar
settir á fót norðanlands, annar
að Ási í Hegranesi, en hinn að
Lækjamóti í Víðidal. Árið 1883
voru þeir sameinaðir og fluttir
að Ytri-Ey. Á Blönduósi hófst
kvennaskóli 1879, og á Lauga-
landi i Eyjafirði starfaði
kvennaskóli fyrir aldamótin.
Kyennaskólinn i Reykjavík og
kvennaskólinn að Blönduósi
starfa enn.
Árið 1887 hefst Flensborgar-
skólinn, eins og fyrr er frá sagt.
Þrem árum síðar hófu starf sitt
tveir skólar, er frægir urðu á
sirini tíð og jafnan munu þykja
merkar fræðslustofnanir, en
þeir voru Möðruvallaskólinn,
þar sem Jón A. Hjaltalín var
skólastjóri, og Búnaðarskólinn
í Ólafsdal, sem stofnaður var
fyrir framtak Torfa Bjarnason-
ar og hann stjórnaði.
Á niunda tug aldarinnar vöru
stofdiaðir þrír búnaðarskólar: á
Hólum i Hjaltadal 1882, Eiðum
á Fljótsdalsheraði 1883 og á
Hvanneyri i Borgarfirði 1889.
Búnaðarskólinn á Eiðum lagðist
niður 1917, en hinir tveir,
bændaskólarnir á Hólum og
Hvanneyri starfa enn.
Allar þes8ar inenntaslofnftnir,
sem nú hafa verið nef-ndar,
unnu hið mesta menningargagn
á siðustu áratugum nítjándu
aldar. Þegar kemur fram á tutt-
ugustu öldina sprettur upp
fjöldi nýrra fræðslustofnana.
Héraðs og gagnfræðaskólar.
Áður en nokkur lög voru til
um héraðsskóla höfðu skólar
náskyldir þeim risið upp að
Núpi í Dýrafirði 1906 og Hvítár-
bakka í Borgarfirði 1905 fyrir
áhuga og framtak þeirra síra
Sigtryggs Guðlaugssonar að
Núpi og Sigurðar Þórólfssonar
á Hvítárbakka. En 1929, þegar
Jónas Jónsson var kennslumála-
ráðlierra, fékk hann þvi fram-
gengt á Alþingi, að samþykkt
voru lög um héraðsskóla. Hafði
hann um langa hríð barizt fyrir
þvi í ræðu og riti að slíkum
skólum yrði komið upp í sveit-
um landsins. Samkvæmt nefnd-
um lögum skyldu héraðsskólar
styrktir allríflega af ríkisfé og
var nú framtíð þeirra tryggð.
Þeim er ætlað að búa nemendur
undir athafnalíf við íslenzk lífs-
lcjör með bóknámi, vinnu-
kennslu og iþróttum. Þeir eru
tveggja vetra slcólar og starfa
6 mánuði árlega. Héraðsskólar
eru nú að Núpi i Dýrafirði,
Laugum í S.-Þingeyjarsýslu,
Laugarvatni, Reykholti, Reykj-
um í Hrútafirði og Reykjanesi
við Isafjarðardjúp.
Alþýðuskólinn á Eiðum er
með sama sniði og héraðsskól-
arnir, en er ríkiseign, en þeir
sjálfseignarstofnanir. Þegar
búnaðarskólinn á Eiðuni lagðist
niður gáfu Múlasýslur ríkinu
höfuðbólið á Eiðum með til-
heyrandi jörðum gegn því, að
þar yrði stofnaður alþýðuskóli,
er ríkið kostaði að öllu leyti. Al-
þýðuskólinn hóf starf sitt á
Eiðum 1919.
Árið 1930 voru samþykkt á
Alþingi lög umgagnfræðaskóla.
Sjö af kaupstöðum lanBsins,
Hafnarfjörður, Isafjörður,
Siglufjörður, Akureyri, Norð-
fjörður, Vestmannaeyjar og
Akranes hafa liver um sig
sinn gagnfræðaskóla, en
Reykjavík tvo. Eru þeir stofn-
aðir samkvæmt nefndum lög-
um, nema Gagnfræðaskóli
Revkvikinga, sem er einkaeign
og líefir sérstöðu. Hann starfar
nú i fjórum ársdeildiun. Tvær
neðri deildir samsvara að öllu
gagnfræðadeild Menntaskólans
í Reykjavik. en þriðia og fiórða
deild þriðja og fjórða bekk
Menntaskólans. Hinir gagn-
fræðaskólarnir starfa í tveimur
eða þremur ársdeildum liver.
Markmið þeirra er að veita ung-
mennum, sem lokið hafa fulln-
aðarprófi barnaskólanna, kost á
að afla sér frekari hagnýtrar
fræðslu, bóklegrar og verklegr-
ar, gera þá nýtari þegna þjóðfé-
lagsins og hæfa til að stunda
nám í ýmsum sérskólum.
Skólarnir eru styrktir af rik-
issjóði, en eru að öðru leyti
kostaðir af viðkomandi bæjar-
félögum.
Frá því fyrir síðustu aldamót
hafa ungtingaskólar starfað ár-
lega í þorpum og sveitum lands-
ins, 3—6 mánuði og sumir i
tveimur ársdeildum. Síðustu ár-
in hafa skólar þessir verið 30—
40. Víðast hvar eru þetta kvöld-
skólar. Þeir fá nokkurn styrk
úr ríkissjóði.
Sérskólar kvenna.
Kvennaskólinn í Reykjavík er
elztur sérslcóla kvenna. Hann er
í fjórum ársdeildum og tekur
fyrsta deildin við stúlkum, er
lokið hafa fullnaðarprófi úr
barnaskóla. Námið er bóklegt
og verklegt. Við skólann er einn-
ig húsmæðradeild; eru þar
venjulega tvö námskeið á ári.
Kvennaskólinn á Blönduósi
starfar með svipuðum hætti og
húsmæðraskólarnir, en hús-
mæðraskólar í sveitum starfa
samkvæmt lögum frá 1928 og
liúsmæðraskólar í kaupstöðum
samkvæmt lögum frá 1941.
Þessir skólar eru nú 7 samtals
og á þessum stöðurn: Reykjavík,
Staðarfelli i Dalasýslu, ísafirði,
Laugalandi í Eyjafirði, Laugum
i Suður-Þingeyjars., Hallorms-
stað í Suður-Múlasýslu og
Laugarvatni í Árnessýslu. Skól-
ar þessir eru reknir af félögum
eða einstaklingum. Staðarfells-
skólinn er þó eign ríkisins og
kostaður alveg af þvi. Hinir
njóta ríkisstyrks. Tilgangur hus-
mæðraskólanna er að veita kon-
um liagnýta fræðslu til undir-
búnings húsmóðurstöðu og þá
kunnáttu og tækni, sem nauð-
synleg er til að inna af hendi
venjuleg heimihsstörf og
stjórna heimili. Námstimi er
eitt eða tvö skólaár. Skólaár
miðast við sjö mánaða kennslu
minnst. Námskeið eru viðast
haldin við skólana. Námið er
bæði bóklegt og verklegt. Auk
þessara skóla, er nefndir liafa
verið, er skóli i Hveragerði, er
ungfrú Arný Filippusdóttir á og
starfar með likum hætti og hús-
mæðraskólarnir. Hann nýtur
nokkurs ríkisstyrks.
Húsmæðrakennaraskóli Is-
lands var stofnaður 1942. Mark-
mið lians er að veita stúlkum
nægilega kunnáttu til þess að
þær geti orðið kennarar við liús-
mæðraskóla, matreiðslunám-
skeið, kennslukonur í maL