Vísir - 17.06.1944, Side 122
122
iðnaðarmenn að nauðsyn vseri á
því, að sett yrði löggjöf varð-
andi iðnað og iðju.
Árið 1927 eru samþykkt lög
um iðnað og iðju, endurbætt
1933, 1936 og 1939. Lög um
iðnaðarnám, breytt 1936, 1938
og 1940; lög um eftirlit með
verksmiðjum og vélum frá 1928
og aftur 1935, lög um viðauka
við lög um hagfræðiskýrslur
1934, lög um hlunnindi fyrir ný
iðn- og iðjufyrirtæki, 1934, lög
um iðnlánasjóð, 1934. Mörg
fleiri lög um iðnað og iðju hafa
verið sett, en óþarfi er hér að
fara frekar út í það.
öll þessi lög hafa verið und-
irbúin og samin af iðnaðar-
mönnum sjálfum, Iðnaðar-
mannafélaginu í Reykjavík, iðn-
ráði Reykjavíkur og Landssam-
bandi iðnaðarmanna. Hefir
Landssambandið innt af hendi
mikið og markvisst starf síðan
það var stofnað, enda notið for-
ystu hinna ágætustu manna og
áþreifanlega sannað tilverurétt
sinn og nauðsyn.
Þegar löggjöfin var komin
þetta áleiðis, var fyrsta iðnráð-
ið stofnað í Reykjavík, 1928.
Nú eru starfandi iðnráð í þess-
um kaupstöðum utan Reykja-
víkur: Akureyri, Akranesi,
Hafnarfirði, Isafirði, Siglufirði
og Vestmannaeyjum.
Starfssvið iðnráðanna er
samkv. reglugerð frá 25. okt.
1937 og 14. okt. 1939 meðal ann-
ars, að vera iðnaðarmönnum a 1-
mennt til aðstoðar og ráða, i
agreinings- og vandamálum
þeirra. Þau skulu vera lögreglu-
stjórum, ríkisstjórn og bæjar-
stjórnum til ráðuneytis um mál,
er iðnað varða.
Þau skulu, eftir því sem við
verður komið, hafa eftirlit með
því, að lögum og reglugerðum
um mál iðnaðarmanna sé fram-
fylgt, þau gera tillögur til lög-
reglustjóra um prófnefndir;
ennfremur hafa þau eftirlit með
aðbúð nemenda og kennslu
jæirra. Þau skulu og gera til-
lögur um iðnréttindi próflausra
manna, enda mega lögreglu-
stjórar ekki veita próflausum
mönnum neinskonar iðnrétt-
indi, nema samkvæmt meðmæl-
um hlutaðeigandi iðnráðs eða
Landssambands iðnaðarmanna,
eða úrskurði ráðherra, ef um
ágreiningsmál er að ræða.
I hverju iðnráði á sæti einn
fulltrúi fyrir hverja iðngrein.
Tðnráðin kjósa sér síðan fram-
kvæmdastjórn.
Starf iðnráðanna hefir verið
mikið og margþætt, og samstarf
þéirra og þess opinbera góð.
Iðnaðarfulltrúar voru skipað-
ir í fyrsta sinn 1938, Þeir hafa
VÍSJR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
.................. i .1, ..
eftirlit með öllum námssamn-
ingum og árita þá. Milli þeirra
og iðnráðanna og Landssam-
bandsins er náið samstarf, og
þurfa þefr að hafa góða þekk-
ingu á iðnaðarmálum yfirleitt.
Snemma byrjuðu iðnaðar-
menn að vekja eftirtekt á og
sýna framleiðslu sína.
Árið 1883 var fyrsta iðnsýn-
ingin haldin í Reykjavík, síðan
voru sýningar haldnar í Reykja-
vík 1911, 1924, 1932 og á Ak-
ureyri 1935.
Sýningar þessar vöktu mikla
eftirtekt, enda voru þar margir
smíðisgripir prýðilega gjörðir.
Eftir að íslenzkri iðju fór að
vaxa fiskur um hrygg, stofnuðu
iðnrekendur til Islenzku fikunn-
ar árin 1932 og 1933. Sýndu þeir
þar framleiðslu sína á smekk-
legan hátt, og kom það lands-
mönnum áreiðanlega á óvart,
hversu framleiðsla þeirra var
margþætt og fjölbreytt, og hefir
þó margfaldazt mjög síðan. Fé-
lag íslenzkra iðnrekenda hefir
nú fengið hjá Reykjavíkurbæ
loforð fyrir lóð undir byggingu
sýningar- og samkomuskála.
Vonandi líður ekki langur tími
þar til félagið getur hafizt
handa um byggingu og haldið
þar sýningu á framleiðslu sinni,
sem nú er orðin æði margbrot-
in og mikil.
Landsmenn þux-fa að sjá það
með eigin augum sem fyrst,
hversu geysimikill þáttur inn-
lend iðja er orðin í þjóðarbú-
skapnum, það er vart menn geri
sér grein fyrir því, nerna þeir
hafi sýnishorn af þvi fyri'r aug-
unum.
1 félagi íslenzkra iðnrekenda
eru nú 78 fyrirtæki, en ókunn-
ugt er hve rnargir starfsmenn
þeirra eru.
Á síðustu árum hefir verið
stofnaður fjöldi iðnfyrirtækja.
öll liafa þau aflað sér fullkom-
inna véla og áhalda, og nýtízku
húsakynna, eftir því sem efni
standa til. Fjöldinn allur af eldri
iðn- og iðjufyrirtækjum hafa
síðustu árin bætt mjög alla að-
stöðu sína til aukinna og betri
framleiðslu, með nýjum og full-
komnum vélum, stærri og betri
húsakynnum og allri aðbúð fyr-
ir starfsmenn sína. Til þessa
hefir verið varið milljónum
ki'óna, enda standa að þessum
fyrirtækjum þjóðkunnir dugn-
aðarmenn. Að iðnaðarmenn og
iðnrekendur hafa ekki legið á
liði sínu síðastliðna áratugi,
sýna hin rúmu 1600 iðn- og
iðjufyrirtæki, sem nú ei'u starf-
andi víðs vegar um land allt.
Til þess að stofna þetta og starf-
rækja, hefir þurft djarfhuga
umbótamenn, þjálfaða og vel
menntaða iðnaðai’menn.
Islendingar hafa ávallt haft
mætur á öllum sögulegum fróð-
leik, iðnaðarmenn eigi síður en
aðrir landsmenn. Því er það, að
þeir hafa nú ráðizt í að gefa lit
Iðnsögu Islands, er kom út síð-
astliðið ár á kostnað og fyrir
forgöngu Iðnaðarmannafélags-
ins i Reykjavík, en dr. Guð-
mundur Finnbogason hafði rit-
stjórnina með höndum. I bók-
ina rita mai’gir ágæth' og fi’óðir
menn, og ræð ég þeim, er vilja
kynnast ísleixzki'i iðnsögu og ís-
lenzkum iðnaði frá fyrstu tíð,
að lesa bókina.
Stofnun Iðnminjasafns er nú
mjög ofai'lega í hugum iðnaðai’-
manna, og er gott til þess að
vita. Til eru i eign einstaklinga
margir merkilegir gripir, sem
bezt eru komnir á slílcu safni,
og snerta mjög íslenzkan iðnað
og þróun hans á liðnum tímum.
Tveir ágætir iðnaðarmenn hafa
gefið safninu peningagjafir, og
sýnir það hug iðnaðarmanna til
þess máls. Búið er að safna ýms-
um munum til safnsins, en varla
verður það starfrækt að nokkru
ráði fyrr en varanlegt húsnæði
er fengið. Dr þessu rætist von-
andi bráðlega, eða þegar iðnað-
armenn í Reykjavik eru búnir
»að reisa iðnaðarhöll. Að undii’-
búningi þess máls er nú verið
að vinna, hugmyndin er að sam-
eina um það stæi'stu iðnfélög-
in, svo að höllin verði iðnaðar-
mönnum, landi og lýð til sóma
þegar hún í'ís.
Af þessu yfirliti má ráða, að
iðnaður og iðja er orðin stór
þáttur í þjóðarbúskapnum og
atvinnurelcstri landsmanna, —
miklu stærri þáttur en almenn-
ingur yfirleitt gerir sér ljóst.
Hvar sem augað nemur stað-
ar, blasir við verk iðnaðar-
mannsins. Enginn atvinnuvegur
getur án hans þrifizt, hvorki
landbúnaður né sjávarútvegur,
og iðnaðurinn er sá atvinnuveg-
ur landsmanna, sem mest hefir
Sjöunda iðnþing Islendinga heimsækir Hellisgerði, listigarð HafnfirÖinga.