Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 60

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 60
60 VÍSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Leiksviðsteikning úr „Dtilegumönnunum“. Baktjaldið hangir nú í anddyri Þjóðminjasafnsins. einmitt það, sem Sigurður Guð- mundsson vildi, það var hans kenning sýknt og heilagt: lærið að leika yðar eigið þjóðlíf! Sigurður Guðmundsson mál- ari dó 7. sept. 1879. Fráfall hans var mikið áfall fyrir íslenzka leiklist. Afturkippur kom í leik- listarstarfsemina hér í bænum. Stúdentafélag Reykjavíkur hafði beitt sér fyrir sjónleikj- um meðan hans naut við, en eftir fráfall hans léku félags- menn aðeins í eitt skipti. Sig- urður tók dauðamein sitt, skæða brjóstsýkingu, upp úr of- kælingu við leiktjaldamálningu fyrir sjónleik stúdenta veturinn 1873—74. Þó réðist hann í að undirbúa hátíðahöldin hér í bæ og á Þingvöllum á þjóðhátíð- inni í ágústmánuði. Þetta starf leysti hann prýðisvel af hendi og var borið upp fyrir yfirvöld- unum, að verðlauna Sigurð eða þókna honum fyrir erfiði hans. Sigurður átti ekki upp á pall- borðið hjá hinum dönsku yfir- „YÖldum og talsmenn Sigurðar fengu hið kuldalega svar hjá Hihnari Finsen: „Han har ikke fortjent noget.“ Höfundur íslenzka kvenbún- ingsins, frömuður þjóðlegrar leiklistar, fyrsti íslenzki lista- maðurinn, sem lifði fyrir list sína, var borinn til moldar 15. sept. 1879. Hópur bæjarkvenna gerði honum J)að til heiðurs- minningar að fylgja líkkistu hans klæddar skautbúningnupi, sem hann hafði endurbætt. Matthías Jochumsson flutti hús- kveðjuna. Hann sagði m. a.: „I sinni listahugsjón innibatt hann allt lífið, eins og hann gat náð út yfir það, en þó einkan- lega sitt föðurland.“ Ilin graf- skriftin hljóðaði svo: „Han har ikke fortjent noget.“ Svo vikið sé aftur að „Coul- issusjóð bæjarins“, þá var Sig- urður Guðmundsson einmitt einn þeirra, sem stofnuðu sjóð- inn. Mér þykir líklegt, þó ekki geti ég fært annað en líkur fyr- ir því, að hann hafi átt hug- myndina um sjóðstofnunina. Einkanlega þykir mér benda í þá átt, að til er teikning frá hans hendi, sem sýnir „scenu- hús“ eins og talað er um í gjafabréfinu. En hvað sem því líður, ])á er hann allt að einu sem einn af stofnendum sjóðs- ins meðal annara höfundur að þvi leiksviði, sem vér búum að þann dag í dag, þar sem sjóð- urinn rann til byggingar á Iðn- aðarmannahúsinu. Það þóttu mikil viðbrigði frá þvi, sem verið hafði, ])egar sal- urinn í Iðnó var tekinn i notk- un til leiksýninga. Fer hér á eftir samtímalýsing, sem sýnir hrifningu áhorfenda, en fyrsta samkoman i salnum fór fram 30. jan. 1897 og var samsöngur undir stjórn þeirra Björns Kristjánssonar, Jónasar Helga- sonar og Steingríms Johnsens. Greinarhöfundur, sem nefnir sig „einn á mölinni“, segir svo: „. . . . En svo var annað, sem líka dró menn einmitt á ])essa söngskemmtun. Það var nýja Iðnaðarmannaliúsið, scm flestir til þessa höfðu aðeins séð að ut- an; margir höfðu heyrt mikið talað um liinn stóra sal, hátíða- 0r annáltun. Þann 13. olctóbris (1726), sem var 17. sunnudag eftir trinitatis, gerði stórt áhlaupa norðanveð- ur með stórfjúki og frosti, helzt fyrir vestan, norðan og á Aust- fjörðum, hvar það kom eigi fyr en mánudaginn þann 14., og gcrði þar stóra fjárskaða, svo og norðanlands, um Dalasýslu, Staðarsveit, Kolbeinsstaðahrepp og víðar. I þeim veðrum urðu nokkrar manneskjur úti, nefni- lega gömul kona í Kvíum í Þver- árhlíð, Ingibjörg Torfadóttir, sal eða skemmtisal þar, er ekki ætti að eiga sinn líka annars- staðar í borginni. Nú gafst tæki- færi til að sjá hann uppljóm- aðan. Og það var meira en þess vert að gægjast þar inn. Maður gleymdi því beinlínis, að það var reykvískt hús, sem dvalið var í, þegar inn var komið. Hæð salsins, breidd og lengd hefi eg ekki mælt, en eg efa, að slíkan sal sé að finna í öðrum stór- hýsum borgarinnar. — Síðan er vikið að því að salurinn sé ekki alveg fullgjörður, fyrsta leiksýning fór ekki fram í Iðnó fyrr en 18. des. s. á., og höf- undur heldur áfram: — 1 öðr- um enda salsins blasir við manni leiksvið, stærra en Reyk- víkingar hafa átt því að venj- ast hingað til; en tjaldið sem fyrir því er, hefði gjarnan mátt vera dálítið fallegra. — Niður- lag lýsingarinnar er svo neyðar- leg útlistun á gamla fortjaldinu í Iðnó, sem elztu leikhúsgestir muna sjálfsagt eftir. Var það gert eftir danskri fyrirmynd og sýndi engla draga fortjald frá útsýni til musterishæðar. Það hefir verið mark og mið • þessa greinarkorns, að benda á þátt þann, er Sigurður Guðmundsson málari átti í því, að bæjarbúar eignuðust leikhús. Að vísu renna margar aðrar sloðir undir það, að Iðnaðar- mannahúsið var reist, en það er ekki úr vegi að minnast hug- sjónamannsins á þessu sjötug- .asta ári frá dánardegi hans. Ef Sigurður Guðmundsson mætti líta upp úr gröf sinni á ])essari stundu, væri það tvennt, sem myndi gleðja bann umfram allt annað: Fvrst myj)di hann halda til Þingvalla og fagna endur- rcisn lýðveldis á Islandi, en íjíð- an myndi hann halda rakleiðis inn á Hverfisgötu og gleðjast yfir því, að vér höfum eignazt þjóðleikhús. Þó mundi það vafa- laust skerða gleði hans, að einn þáttur þjóðhátíðarinnar skuli eigi geta farið fram í húsinu. villtist frá bænum norður yfir Þverá, fannst nokkru síðar; únglingspiltur í Haukadal, ná- lægt Villingadal. 1 því áhlaupa- veðri varð úti norður á Hjalta- dalsheiði Jón eldri, sonur Páls lögmanns og með honum 2 ung- lingar: Jón, sonur séra Þorláks Grímssonar i Eyjafirði, nærri tvítugur, og ánnar 13 vetra, son- ur Þorláks Hanssonar Londe- manns. Jón Pálsson var nj gipt- ur dóttur biskups herra Steins; var locatur á Hólum, en ótti að verða sýslumaður í Vöðluþingi. Hafði riðið norður til að halda þriggja hreppa þing til að birta sitt lögsagnarbréf. Reið frá Möðruvöllum i Hörgárdal á laugardaginn, undir sjálft veðr- ið, í slæmri færð undir heiðina að norðan, kom síð dags að fremsta bæ, Flöguseli, beiddi um fylgd, hún varð ekki fyrir, þó l)oðin hús og greiði, hann eigi þáður, hélt því uudir heið- ina samt. Þar sprettu þeir af hestum sínum, dösuðum af kappreið í þungri færð, bjuggu um reiðtýgi, skildu e])tir hest- ana, en lögðu gangandi upp á fjallið. Urðu þar úti. Líkamir þeirra fundust eigi fyr en ná- lægt Þingmaríumessu sumarið eptir (þó opt væri leitað), allir í einum stað, nálægt veginum, óskaddaðir, hver ofan á öðrum. Fannst Jón Þorláksson liggjandi á grúfu ofan á Jóni Pálssyni, því meintist lengst hefði lifað, en pilturinn til fóta þeirra. — Nálægt þeim veðrum, eður und- ir. þau, drukknuðu 2 menn norð- ur í Ljósavatni eður Ljósavatns- ósi, hroðuðum eður illa lögðum af ísi; þriðji náðist lífs; riðu ])essir úr kaupöli nokkru með eður undan öðru fólki. Laugardaginn undir stórviðr- ið lagði út af höfninni Reyðar- fjarðarkaupsldp, draghlaðið, fórst með góssi og mönnum, og ekkert til þess spurzt. Þann sama laugardag ineð kveldflóði vildi hið síðara Búðaskip leggja út, komst eigi lengra en fremst í ósmynnið, því ekki var djúp nóg, lá þar laust bundið við tré- pela í sandinum, ef út kynní fljóta'með morgunflóði. En sem veðrið herti með fjúki um nótt- ina, fékk bátsfólkið með stórri þraut og harðfylgi ski])herrans, Tómasar Péturssonar, komið at- keri upp í sandinn og undir eins sem skipið var fast við ])að, brotnaði pelinn. Lá skipið þar af allt stórviðrið til miðviku- dags, svo guð gaf eigi sakaði; fór síðan aptur inn á höfn,,en lagði út aptur sunnudaginn fyrsta í vetri, þann 27. Octobi’is, og tókst því vel sú reisa. , (Hítardalsannáll.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.