Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 20
20
VlSIR
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
*
um hennar mikils kvenlegs
þokka. Hún hefir lengst af átt
lieima í Danmörku, að undan-
skildum fáeinum árum er liún
dvaldi hér. í bænum, og þess
vegna er tiltölulega fátt af
myndum hennar til hér á landi.
Hún hefir einnig stundað list-
vefnað með ágætum árangri.
í Danmörku nýtur hún mikils
álits og víðar um Norðurlönd,
og berast sífellt fréttir um sýn-
ingar hennar, sem athygli vekja.
Athyglisverðan persónuleik
og fráhæra leikni í málaralist
sýnir Finnur Jónsson, sem
stundaði nám í Danmörku og
Þýzkalandi og lilotnaðist ungum
sá lieiður að komast í félagsskap
merkra brautryðjenda í nú-
tímalist, „Sturm“-félagsskap-
inn. Útaf fyrir sig væri það
nægilegt lof um Finn að geta
þátttöku hans í þessum félags-
skap, þvi að einn af aðalforvíg-
ismönnum „Sturms“ var sjálf-
ur Picasso, öndvegismálari nú-
tímans. Þegar á fyrstu sýningu
sinni í Reykjavík, 1924, sýndi
Finnur glöggt hvers af lionum
var að vænta. Gat þar meðal
annars að lita djarflega og stórt
hugsaða mynd af fiskimönnum
í róðri. Á því sviði hefir Finnur
unnið mikið og merkilegt braut-
ryðjendastarf. Á sömu sýningu
sýndi liann atliyglisverðar til-
raunir i „abstrakt“ list, en þær
hafa um sinn orðið að vikja fyr-
ir raunhæfara efni, þótt engan
veginn sé útilokað að Finnur
hverfi aftur frá þeim harða real-
isma, sem hann hefir stundað
um nokkurt árabil. Á síðustu
sýningu hans mátti sjá nýstár-
lega tegund af kyrralífi úr ís-
lenzkri náttúru, og er þessa get-
ið til dæmis úm það að hann er
sífellt að leita að nýjum form-
um.
Jón Þorleifsson stundaði nám
í Kaupmannahöfn og markaði
sér ungur fastan stíl og sér-
kenni. Hann er fyrst og fremst
impressionisti, enda mjög lit-
liagur að upplagi. Hann byggir
myndir sinar af næmum smekk
og miklu Mtarauga og virðist oft
viljandi forðast perspektiv að
dæmi liinna unaðslegu málara
ítölsku miðaldanna, sem stund-
um eru af misskilningi nefndir
„hinir frumstæðu“ (les primi-
tifs). Jón er mjög myndglöggur
og hefir ritað mikið um mynd-
list.
Gunnlaugur Blöndal stundaði
aðallega nám í Frakklandi og er
sennilega einhver mesti kólor-
isti íslenzkra málara. Hann er
einnig frábær hægleiksmaður,
svo að erfiðustu form Ieika í
höndum þans. Hann hafði lok-
ið prófi í tréskurði, er hann hóf
málaranám. Þótt Gunnlaugur
sé franskmenntaður, er hann á-
lcaflega norrænn í anda og sam-
einar hann það suðrænum ynd-
isþokka á hinn sérkennilegasta
liátt. IJann nýtur mikils álits ut-
anlands, einkum á Norðurlönd-
um. '
Eggert Laxdal er maður lilé-
drægur og yfirlætislaus, og ber
því ekki mikið á honum meðal
þessarar listamannakynslóðar.
En myndir hans-sýna að hann
býr yfir mikilli smekkvísi og
tækni. Brynjólfur Þórðarson er
látinn fyrir noklcrum árum.
Hann málaði talsvert af andlits-
myndum og náði í þeim góðum
Við uppsátrið (málverk eftir Finn Jónsson). tilþrifum. Ásgeir Bjarnþórsson
liefir upp á síðkastið aðallega
stundað andlitsmyndagerð og
náð mikilli leikni. IJinsvegar
hefir Eyjólfur Eyfells næstum
eingöngu málað landslagsmynd-
ir í hefðhundnu formi en af mik-
illi einlægni og litagleði. Frey-
móður Jóhannesson er afkasta-
mikill málari, sem stundar jöfn-
um höndum landslagsmyndir
og andlit.
Myndhöggvarar.
Nina Sæmunsdóttir fór ung
utan til höggmyndanáms og
í Danmörku. Hún vakti brátt
athygli fyrir sérstæða leikni og
fágaðan stíl. Hún hefir ekld
starfað hér á landi, og eiga Is-
lendingar aðeins eina mynd
hennar, „Móðurást“, eign
Reykjavíkurbæjar, er stendur í
Lækjargötugarði. Nína stundar
nú list sína í Ameríku.
Leikkonan Hedy Lamarr og
brjóstlíkan af henni eftir Nínu
Sæmundsdóttur.
Gúðmundur Einarsson er
fjölhæfur og mikilvirkur lista-
maður, sem í upphafi lagði fyr-
ir sig myndhöggvaralist. En í
reyndinni hafa afköst hans orð-
ið miklu meiri i málaralist og
svartlist. IJann hefir einnig
komið upp alhnikilli stárfsemi
í keramik og brennir fjölda
leirkerja og smágripa úr leir.
Sem myndhöggvari hefir liann
skreytt tvö hús í Reykjavík,
Austurstræti 14 og Reykjavíkur
S'umarlandslag (málverk eftir Jón Þorleifsson). Apótek.
■ Model
mmm (málverlc
cftir
Gurinlaug
Blöndal).