Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 47

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 47
Á síðari áruni hefir orðið gagngjör breyting á byggingar- lagi Islendinga við það, að farið var að nota járnbenta stein- steypu. Þetta byggingarefni hef- ir þann kost, að það er margfalt endingarbetra en timbur og bárujárn og ekki mun dýrara. Framan af var það ein af aðal- mótbárunum gegn steinsteyp- unni, að hún myndi ekki þola jarðskjálfta, að hús úr henni myndu hrynja í jarðskálftum. Nú vita allir, að hús úr henni eru sterkustu byggingar sem til eru. Það er heldur ekki langt síðan tekið var að innrétta hús með þeim nýtízku þægindum, sem nú eru talin ómissandi, baðher- bergjum, vatnssalernum, mið- stöðvum og þessháttar. Má yf- irleitt segja, að Islendingum hafi verið aðrar listir tamari en að byggja vönduð og vistleg hús, enda eru þau ekki að ráði byggð fyrr en innlendir húsameistarar og verkfræðingar taka að segja fyrir um byggingar hér heima fyrir. Jón heitinn Þorláksson er annar í röðinni af íslenzkum verkfræðingum, er til starfa taka hér á landi. Gætir handtaka hans og dugnaðar víða um land, þótt hans sé nú orðið oftar get- ið í sambandi við hin miklu störf, er síðar hlóðust að hon- um, fyrst sem ráðherra landsins og síðar sem borgarstjóra Reykjavíkurbæjar. Firmað J. Þorláksson & Norð- mann kemur mjög við sögu þessa nýja byggingarháttar. Það er stofnað árið 1923 undir því nafni, sem það hefir nú, en er í raun og veru miklu eldra. Þeg- ar Jón Þorláksson sagði af sér landsverkfræðingsembættinu árið 1917, sem hann hafði gegnt frá þvi árið 1905, stofnaði hann verkfræðiskrifstofu og annaðist á næstu árum ýmisleg verk- fræðistörf, bæði fyrir einstak- linga og bæjarfélög. Meðal ann- ars gerði hann á næstu árum frumdrætti að Rafmagnsveitu Reykjavíkur, gerði vatnsveituna á Akureyri o. fl. En jafnframt tók hann að reka verzlun með allskonar hyggingarefni, svo VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 47 fi lloriðt sem cement og járn. Hafði hann meiri reynslu um hina nýju byggingaraðferð en menn höfðu almennt hér á landi í þá daga. Rafstöðvarlujsið við Elliðaár reisti hann, og með tilboði sínu í þá byggingu sannaði hann, að hægt var að bvggja vönduð steinsteypuliús, án þess að verð- ið færi fram úr hófi. Jóni Þorlákssyni var falin yf- irstjórn framkvæmdar Flóa- áveitunnar og vann hann mest að undirbúningi þess máls sjálf- ur, en hafði síðar aðra verk- fræðinga sér til aðstoðar, er önnur störf hlóðust á hann. Cement var þegar frá byrjun aðal innflutningsvara verzlunar- innar, og svo er enn í dag. Firmað hefir aðallega flutt inn Portland cement frá Danmörku og Bretlandi, en^einnig nokkuð frá öðrum löndum, eftir ástæð- um. Hefir það að jafnaði all- miklar hirgðir fyrirliggjandi í Reykjavík. Síðan á öndverðu ári 1940 hefir æement að lang- mestu leyti verið flutt inn frá Bretlandi, og hefir sá innflutn- ingur gengið vonnm betur. Af öðrum byggingavorum, sem verzlunin hefir haft og hef- ir ennþá á l)oðstólum, eftir því sem innflutningur er leyfður og möguleikar á að útvega, eru þessar helztar: Þakjárn og slétt járn, allskon- ar saumur, þakpappi, gólfdúk- ar, flókapappi, gólf- og veggflís- ar, steypustyrktarjárn, veggja- plötur, eldfæri, þvottapottar. Svo má telja sem sérgrein alls- konar miðstöðvar- og hreinlæt- istæki, svo sem katla, ofna, vaska, handlaugar, vatnssalerni, svo og pípur, tengistykki, krana og allt efni í slikar leiðslur og venjulegar vatnsleiðslur. Enn- fremur má nefna vélar og áhöld til bygginga, svo sem stein- steypuhrærivélar, stevpumót til pípnagerðar, allskonar dælur o. s. frv. Og síðast enf ekki sízt Sika-cementsþéttiefnin, sem hafa rutt sér mjög tií rúms á síðari árum. Eru það nokkrar tegundir, sem notaðar eru, eftir því sem við á í hvert sinn, og myndá fullkomna rakavörn. — Raki í kjöllurum þarf nú hvergi að vera, ef rétt er á haldið. Verzlunin er orðin svo um- fangsmildl i þessum greinum, að fæstir munu hyggja liús nú á tímum án þess að leita þangað með kaup á einhverju, er þeir þurfa til byggingarinnar, enda mun hún hafa á boðstólum mesta fjölbreytni allra íslenzkra verzlana í l)yggingarefnum. Jón Þorláksson varð brátt svo störfum hlaðinn, að hann þótt- ist ekki geta sinrit verzluninni sem skyldi og náði til sín Ósk- ari Norðmann (1921), sem hafði numið verzlunarfræði í Kaup- mannahöfn, að afloknu stú- dentsprófi hér. Varð Ó. N. með- eigandi í firmanu 1923, en þá var nafnbreyting gerð eins og áður er getið, og hefir hann starfað við verzlunina alla tíð síðan. Firmað er nú eign frú Ingibjargar Cl. Þorláksson og Ó. Norðmann. Það er sameign- arfélag, rekið með ótakmarkaðri ábyrgð eigenda, eins og það liefir verið frá byrjun. Skrif- stofur og aðalafgreiðsla eru í Bankastræti 11, en vörugeymsl- ur einnig víðar. * Árið 1939 gekkst firmað fyrir stofnun hlutafélags, er keypti steinsteypuverkstæði Einars Magnússoriar við Skúlagötu. Er J. Þ. & N. aðalhluthafi, og sér um rekstur þess fyrirtækis, sem heitir h/f Steinsteypan. Framleiðir það ýmsar bygging- arvörur, svo sem steyptar píp- ur, holstein, hleðslustein, vikur- holstein og vikurplötur til ein- angrunar, svo og hlifar fyrir jarðstrengi. Plássleysi hefir hamlað mjög framkvæmdum þarna, en nú verður bót á því ráðin, með því að hafizt var handa um nýhyggingar á sl. ári, og er þeim nú senn lokið. Það er talandi dæmi um þær miklu breytingar, sem orðið hafa á seinni árum, að mikill hluti af þeim byggingarvörum, sem firmað J. Þorláksson & Norðmann verzlar með, voru sumpart óþekktar hér á landi fyrir hálfri öld. Cement var þá sáralítið notað til hygginga, vatnsleiðslupípur hvergi til á landinu, nriðstöðvar óþekktar, járnbent steinsteypa og gólf- dúkar nær óþekkt, fráræzlur og vatnssalerni hvergi til og vélar engar notaðar til húsbygginga. Þá má geta þess, að það er ekki fyrr en nýlega, að tekið er að framleiða íslenzkar bygging- arvörur, til dæmis holstein og einangrunarplötur. En slík framleiðsla getur flýtt ákaflega l'yrir byggingum og gerir raun- verulega byggingar færar, þar sem ekki hefði verið hægt að ráðast í þær að öðrum kosti. Með vaxandi þekkingu í byggingum, sem hinir fyrstu ís- lenzku verkfræðingar fluttu með sér frá útlöndum, hafa orð- ið þær stórbreytingar, sem menn ekki gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Og í kjölfar þeirra breytinga hlutu að rísa upp verzlanir, sem fullnægðu kröfum hins nýja tíma. Firmað J. Þorláksson & Norðmann verður ævinlega talið framar- lega í flokki þeirra. Firmað hefir á löngum starfs- tíma getað aflað sér beztu fáan- legra sambanda í öllum helztu hyggingarvörum og innanhúss- tækjum. Jafnframt kostar það kapps um að liafa jafnan nægar vörur á boðstólum, til þess að geta á hverjum tíma greitt sem bezt fyrir byggingarhraða. En ef slíkar vörur væru ekki jafn- an til taks, myndu byggingar þurfa að tefjast óeðlilega. -— Á síðustu tímum hefir þetta ekki reynzt auðvelt verk, og hefir þurft árvekni og sívakandi á- huga til að geta náð til lands- ins hinum brýnustu nauðsynj- um. En með kostgæfni og lip- urð hefir tekizt að afla alls þess, er nota hefir þurft, án þess að til verulegra tafa hafi þurft að koma, og er það afrek, sem fæstir gera sér grein fyrir, hversu nrikið er, eða hverja þýð- ingu það hefir haft. Getur firm- að því horft fram á við og búið sig undir verkefni framtíðar- innar, en allt bendir til að bygg- ingar muni fara mjög í vöxt á næstu árum, þótt mikið hafi verið byggt á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.