Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 9
VtSIR
ÞJÓÐIIÁTÍÐARBLAÐ
9
Landganga konungs í Reykjavík 1874.
völlunum kringum ræðustól
þann, sem fyrr er gelið. Jón
Sigurðsson frá Gautlöndum sté
þa fyrstur í ræðustólinn og lýsti
yfir því, að hátiðarhald þetta
væri nú sett. Þá fór hann nokkr
um orðum um tilefni og þýð-
ingu þessarar hátíðar, og lók
einkum fram þrennt, er gerði
hana svo merkilega, fyrst end-
urminningu hinna liðnu þús-
und ára, þá komu konungs, og
síðast hina nýfengnu stjórnar-
hót. Þá er Jón hafði lokið tölu
sinni, tók norskur lögfræðing-
ur að nafni Birgir Kildal til
máls, og bar fram kveðjusend-
ingu frá norskum stúdentum.
Þá flutti skáldið Kristófer Jan-
son ávarp frá Vestmannalag-
inu í Björgvin, og annað frá
bændum í Þrændalögum. Þess-
um ávörpum svaraði Þorvald-
ur prestur Bjarnason frá
Reynivöllum. Þá flutti Árni
stúdent frá Uppsölum ávarp
frá Uppsalastúdentum, en síð-
an hélt skáldið Nordal Rolfs-
sen mikla tölu um bókmennt-
ir Islands og þýðingu þeirra
fyrir þjóðlíf Norðurlandabúa.
Þeirri ræðu svaraði bókavörð-
ur Eiríkur Magnússon, með
tölu til Norðmanna.
Þá er hér var komið ræðum
manna, komu þau tíðindi, að
konungur væri þegar kominn
í nánd. Hættu menn þá um hríð
ræðunum, og tóku að búa sig
undir að fagna honum. Fund-
armenn vissu áður lívað ferð-
um lconungs leið, og að hans
væri von að Þingvöllum um
kvöldið. Höfðu þeir sent á móti
honum 12 gilda og röskva
hændur, til að flytja honum
kveðju fundarins og bjóða hon-
um til hátíðarinnar. Bændur
þessir hittu konung og föru-
neyti hans nálægt Skógarkoti,
skammt fyrir vestan Hrafna-
gjá. Kvöddu þeir konung virðu-
lega og báru honum erindi
fundarins, — en Tryggvi al-
þingismaður Gunnarsson hafði
orð fyrir bændum. Konungur
tók vel kveðju þeirra, og
kvaðst þakksamlega mundu
þiggja boðið. Sneru þá bændur
við, og riðu undan til Þing-
valla, en konungur og sveit
lians á eftir. Það var nær mið-
aftni, að konungur kom á Þing-
völl. Allir karlmenn höfðu
fylkt sér í tvær raðir langar
meðfram vegunum, beggja
vegna, en kvenfylking stóð sér,
þeim megin er sneri að Al-
mannagjá. Sendiboðar fundar-
ins stigu nú af baki hestum
sínum, og héldu hestunum í
röð til hliðar, þar sem mann-
þröngin byrjaði. Reið nú kon-
ungur fram og menn hans eft-
ir. Þá geklt fundarstjórinn,
Halldór Kr. Friðriksson, fram
úr mannfjöldanum, og ávarp-
aði konung með nokkrum orð-
um; flutti liann,konungi fagn-
aðarkveðju frá öllum þing-
heimi, og hað hann velkominn
til landsins, og sérstaklega til
þessa staðar, liins forna aðset-
urs frelsis og drengskapar.
Vottaði hann ennfremur kon-
ungi hollustu landsmanna og
þakklátssemi þeirra fjn-ir komu
hans, og að siðustu bað hann
konung að geyma í vinlegri
endurminningu áhrif þau, er
landið liefði haft á hann og
gleyma eigi heldur tjöldunum
á Þingvöllum. Þá var lostið
upp fagnaðarópi, og stráðu
konur blómum á veginn. Kon-
ungur svaraði mildilega og
þakkaði fyrir allar hinir góðu
viðtökur, er honum væru veitt-
ar, bæði á þessum stað og öðr-
um, síðan hann hefði stigið fæti
á land. Þá var kvæði sungið
konungi til fagnaðar, en það
hafði ort skáldið Matthias
Jochumsson, er hyrjar svona:
i
\
f
Stíg heilum fæti á helgan völl
vor hjartaprúði Snælands sjóli.
I
Síðan reið konungur með
sveit sinni gegnum mannþyrp-
inguna, milli tveggja fylking-
anna, og kváðu þá aftur við
fagnaðaróp. Tjöldum konungs
var skipað á Þingvallatúni,
og þangað reið konungur með
sveit sina. Tóku þeir sér þar
náttból, sem hið fyrra skiptið.
Nú var tekið að rökkva, og
gengu flestir þjóðhátíðargestir
til tjalda sinna, og slcemmtu
sér á ýmsan hátt, það er eftir
var kvöldsins, en tólcu siðan á
sig náðir; sváfu menn nú af
um nóttina.
Daginn eftir, hinn 7. ágúst,
skyldi liæst standa hátiðin.Veð-
ur var gott og blítt um morg-
uninn, en loft nokkuð þungbú-
ið. Voru flestir snemma á fót-
um, og tóku menn nú að búa
sig til að fagna konungi. Kl.
10 kom konungur á hátiðar-
staðinn, með sveit sinni, og var
mannfjöldinn þar fyrir. —
Fremstir stóðu menn þeir, er
færa skyldu konungi ávarp
fundarins, þeir dr. Grimur
Thomsen frá Bessastöðunþ síra
Stefán Tliórarensen frá Kálfa-
tjörn og bændurnir Tryggvi
Gunnarsson, Jón Sigurðsson og
Torfi Einarsson. Gengu þeir
fyrir konung og las Grímur
honum ávarpið í heyranda
hljóði. í ávarpi þessu buðu
fundarmenn, í nafni allrar
þjóðarinnar, konung velkom-
inn á þennan fræga, fornlielga
stað á þessari þúsund ára há-
tíð hennar, hinn fyrsta konung
er lieimsótt liafði ísland i þau
þúsund ár, er landið liefði ver-
ið bj'ggt. Þá var nokkuð minnzt
á þrautir þær, er þjóðin hefði
orðið að þola á liðnum öldum,
en jafnframt lýst yfir því, að
nú renndu landsmenn vonar-
augum fram á skeið ókomins
tíma, og biðii þess, að geta not-
ið frelsis síns, er konungur
þetta ár hefði veitt þeim, með
því að veita Alþinsþ löggjafar-
vald, og að miklu leyti fjárfor-
í'æði. Var þar enn farið nokkr-
um orðum um stjórnarskrána,
og þess getið, að liún hefði, í
sér góðan visi til eflingar fram-
fara landi og lýð, og þó að
landsmenn óskuðu hóta og
breytinga á nokkrum greinum
hennar, þá bæru þeir það fullt
traust til konungs, að hann
mundi láta þá verða aðnjótandi
þeirra gæða, er tími og reynsla
sýndi, að væri þeim til hags og
lieilla. Konungur svaraði á-
varpi þessu með nokkrum
mildilegum orðum, en þing-
heimur heílsaði honum með
fagnaðarópum. Síðan hélt kon-
ungur áfram norður eftir völl-
unum milli fylkinganna, er
skipað höfðu sér líkt og daginn
áður. Heilsaði hann ástúðlega
til beggja handa, og varpaði
orðum á ýmsa, er næstir voru,
en eftir það staðnæmdist hann
gagnvart ræðustólnum og skip-
aði þingheimur sér í hvirfing
kringum hann. Þá voru lesnar
upp nokkrar kveðjusendingar.
Fyrst flutti skáldið Karl An-
dersen kveðju frá hinum
dönsku stúdentum, og annað
frá Fornfræðafélaginu í Kaup-
mannahöfn. Þá Bærentsen
kapteinn frá Færeyjum, þá
Lagerkranz aðmíráll ávarp frá
stúdentum frá Lundi og enn-
fremur Eiríkur Magnússon á-
varp frá Amerikumönnum.
Þegar þessu hafði farið fram
nokkra liríð, gekk konungur
þaðan og reikaði til og frá um
vellina; gekk hann einnig upp
á gjárbarminn hjá fossinuin,
þar sem áin steypist niður úr
gjánni, og fannst mikið um
tignarsvip staðarins, eigi siður
3