Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 16
16
VlSTR
Þ.TÓÐIIÁTÍÐARBLAÐ
þessa lands, en án sinna eigin
vökumanna, er hætt við að
landið kynni að hafa gleymzt á
sama hátt og eitt sinn skeði.
Og þess vegna er það, sem fæð-
ingardagur forystumamts þeirra
á sér dýpri rætur í hugum lands-
manna, en aðrir sögulegir dag-
ar þjóðarinnar. Þann dag kvikn-
aði það Ijós, sem skærast skein
á leiðinni að hinu langþráða
marki.
Stjórnarskráin 1874 fékk Al-
þingi löggjafarvaldið og fjár-
ræði og þá fyrst verður þjóð-
inni hægra um vik að beita sér
fyrir þarfamálum landsins. Efn-
in voru að vísu mjög rír, en
„mjór er mikils vísir“.
Hér biðu fleiri viðfangsefni
úrlausnar en nokkuð annað land
hefir orðið að leysa á jafn stutt-
um tíma. Úreltir atvinnuhættir
til lands og sjávar, samgöngu-
leysi eða að minnsta kosti sam-
göngudeyfa á láði og legi. Láns-
stofnanir voru engar, hýbýla-
háttur þjóðarinnar var aldir á
eftir tímanum, nýtízku menn-
ingartæki óþekkt og menntamál
þjóðarinnar óraunhæf og ósam-
ræmanleg kröfum hins nýja
tíma.
Jón Sigurðsson liefir sagt, að
atorku, sparsemi og kunnáttu
þurfi allstaðar og á öllum tím-
um, ef vel eigi að fara og hann
benti á nauðsyn þess að senda
unga menn utan til þess að læra
verzlunarrekstur og sjó-
mennsku.
Atorkuna átti þjóðin til og
sparsemi hafði hún numið í
skóla lífsins. Kunnáttunnar varð
hún á hinn bóginn að afla sér*
í flýti, ef mögulegt átti að verða
að hagnýta sér þann sigur, er
unnizt hafði.
Eftir að landið hafði fengið
stjórnarskrána 1874 rak hver
viðburðurinn annan, en stór-
stígastar verða þó framkvæmd-
irnar eftir 1904, er stjórn lands-
ins fluttist heim.
Um 1880 var fyrsta hérlenda
kaupfélagið stofnað. Voru það
bændur í Þinegyjarsýslu, sem
tóku sig saman og sendu út
skipsfarm af lifandi sauðum til
Englands, en fyrir andvirði hans
keyptu þeir allskonar nauðsynj-
ar. í fyrstu ráku þeir ekki opna
sölubúð. Kaupfélagssamtökin
voru sjálfsbjargarviðleitni
bænda til að losna úr skulda-
viðjum dönsku selstöðvakaup-
mannanna. Kaupfélögin ætluðu
sér að útiloka alla lánsverzlun,
en í því ætlunarverki sínu hef-
ir þeim aldrei tekizt að fram-
kvæma áform sitt. Hins vegar
er það deginum Ijósara, að þau
hafa sem félagssamtök bænda
átt þýðingarmikinn þátt í að
örva þá til vöruvöndunar, en
hún er hvað nauðsynlegust
þjóð, sem er að vinna sér upp
markaði.
Þar til Landsbanki Islands
var stofnaður 1885 voru pen-
ingaviðskipti lítt þekkt hér á
landi, og kaupmannastéttin
innti af höndum hlutverk lánar-
drottinsins. Viðskiptin fóru
fram sem vöruskiptaverzlun
jafnt utanríkisverzlunin sem
innanlandsverzlunin. Stofnun
Landsbankans 1885 var ráðstöf-
un hins opinbera til að örva
framleiðslu og verzlun lands-
manna. Utanríldsviðskipti
landsins námu þá einum 10
millj. kr. og fiskiveiðar lands-
manna fóru fram eingöngu á
opnum bátum. Strax eftir 1890
komu skúturnar til sögunnar og
jókst fjöldi þeirra mjög um og
eftir aldamótin. Það er þó ekki
fyrr en vélbátarnir og togararn-
ir koma til sögunnar sem hinn
efnislegi grundvölluru er lagð-
ur að framtíð landsins. Ásamt
Landsbankanum annast nú tveir
aðrir hankar og fjöldi útibúa
peningaviðskipti landsmanna.
Tímabilið frá 1885 og fram
til vorra daga liefir tvímæla-
laust verið mesta framfaratíma-
bil þjóðarinnar. Að vísu hefir
verið J)ó nokkur tröppugangur
á þessari framfarabraut, og á
það rætur sínar að rekja til þess
að þjóðarbúskapur vor er mjög
næmur fyrir alþjóðlegum liag-
sveiflum (konjunktur), eins og
að líkum lætur fyrir land með
jafn umfangsmikla utanríkis-
verzlun og vér rekum. 1939 var
talið að utanríkisverzlun vor
næmi 239 gullkr. á hvern ein-
stakling, miðað við 197 gullkr.
á hvern Dana, 146 gullkr. á
hvern Norðmann, 162 gullkr. á
hvern Svía, 107 gullkr. á hvern
Breta og 66 gullkr. á hvern
Þjóðverja.
Frá því laust fyrir aldamótin
og fram til loka 1943 hefir ut-
anríkisverzlun þjóðarinnar orð-
ið í krónum eins og eftirfarandi
tafla sýnir: Aðflutt Otflutt
Ár í millj. í millj.
kr. kr.
1896—00 . . 5.9 7.0
1901—05 .. 8.5 10.4
1906—10 .. 11.5 13.7
1911—15 .. 18.1 22.3
1916—20 .. 53.7 48.4
1921—25 .. 56.5 64.2
1926—30 .. 64.8 66.1
1935 ... .. 45.4 47.7
1936 ... .. 43.1 49.6
1937 ... .. 53.3 59.0
1938 ... .. 50.5 58.6
1939 ... .. 64.2 70.5
1940 .... .. 74.2 133.0
1941 .... . 131.1 188.6
1942 ..... 246.9 200.4
1943 ..... 251.0 233.0
Tafla þessi sýnir þó ekki hina
raunverulegu aukningu utan-
ríkisviðskiptanna, þar sem mjög
mikilla verðbreytinga gætir
einkum á árunum 1916—20 og
1941—43, vegna áhrifa tveggja
lieimsstyrjalda. Þess skal þó
getið, að sé vörumagnsvísitalan
1935 lögð til grundvallar maghi
aðfluttrar og útfluttrar vöru og
hún látin jafngilda 100 var vísi-
tala arsins 1942 fyrir aðfluttar
vörur 211 og fyrir útfluttar
vörur vörur 127.
4
Það sem annars er mest á-
berandi í töflu þessari er hið
áberandi jákvæði í verzlunar-
jöfnuðinum. Síðan 1939 hefir
jöfnuður þessi orðið landinu
hagstæður um 58.6 millj. kr., en
þessi upphæð er aðeins brot af
þeirri upphæð, sem greiðslu-
jöfnuður landsins sýnir okkur í
hag nú. Island, sem hafði um
áratuga skeið verið skuldunaut-
ur á hinum erlenda peninga-
markaði, hefir orðið kapítalút-
flytjandi í stórum stíl síðastlið-
in ár. Oss hafa safnazt gildir
sjóðir, sem ættu að geta orðið
landi og þjóð til farsældar og
Idessunar í náinni framtíð.
Um aldamótin var tala verzl-
ana í landinu orðin yfir 200, og
voru þrír fjórðu hlutar þeirra
í eigu landsmanna sjálfra. Við-
skiptin fóru þá eingöngu fram
á smásölugrundvelli og nutu
þau milligöngu erlendra um-
boðssala. Landsmenn nutu af
þeirri ástæðu .ekki alltaf sem
hagkvæmastra kjara. Eftir að
ritsímasambandið komst á við
útlönd byrjuðu Islendingar
sjálfir að fást við umboðsverzl-
un og fjölgaði slikum verzlun-
um mjög á stríðsárunum 1914
—18. Hófust mörg þeirra handa
um heildsölu ásamt umboðs-
sölunni, en þegar hér var kom-
ið málum, var hin unga íslenzka
kaupmannastétt þess megnug
að afla innflutningsvarningsins
við lægsta fáanlega verði, auk
l>ess sem stéttin flutti nú heild- *
söluágóðann inn í landið á sama
hátt og smásöluhagnaðinn rúm-
um þrjátíu árum áður. Hér á
eftir fer tafla yfir fjölda verzl-
ana frá 1855—1940:
1855 . .. 58 1919 . .. 422
1870 . .. 62 1920 . .. 803
1880 . .. 78 1930 . . 1043
1890 . . 137 1940 . . 1152
1900 . . 208 1942 . . 1142
Árið 1942 greindust þessar
verzlanir i 132 heildverzlanir,
974 kauptúnaverzlanir og 36
sveitaverzlanir. Er nú svo kom-
ið ,að öll verzlunin er í hönd-
um landsmanna sjálfra.
1917 stofnuðu íslenzkir kaup-
menn Verzlunarráð Islands, er
vinna skyldi að hagsmunamál-
um stéttarinnar út á við. Sama
ár tóku kaupfélögin i landinu
sig saman og stofnuðu Samband
íslenzkra samvinnufélaga, sem
annast heildsöluviðskipti fyrir
hönd flestra kaupfélaganna.
Án efa má telja stofnun ís-
lenzks eimskipafélags eitt
stærsta sporið, er þjóðin hefir
stigið ,í áttina til endurheimtu
ó efnalegu sjálfstæði sínu.
Skipastólslaus gat þjóðin ekki
verið lengur, ef hún ótti að geta
sótt frelsi sitt og fullveldi í
hendur Dana. Hin framtaks-
sama og stórhuga kynslóð, er
kom fram á sjónarsviðið eftir
1874, hafði tekið sér fyrir hend-
ur að leggja akfæra vegi um
hið strjálbýla land í stað kráku-
stíganna, sem hrosshófur óg
sauðarklauf hafði markað í þús-
und ár, og hafizt handa um
ræktun landsins, lagt undir sig
djúpmiðin, svo unnt yrði að
færa margfalda björg í þjóðar-
búið á við það, sem áður þekkt-
ist, reist skóla, stofnað banka,
svo hægt yrði að efla atvinnu-
rekstur landsmanna og gert
verzlun og viðskipti þjóðarinn-
ar svo að segja alíslcnzk. Var
nokkuð eðlilegra en að einmitt
þessi sama kynslóð lyfti líka því
Grettistakinu, sem fullveldinu
var hvað mest þörfin á, stofnun
íslenzks eimskipafélags, er tekið
gæti upp siglingar til landsins
og frá, og annazt nauðsynlegar
strandferðir. Stórliugur hennar
bannaði henni að láta byrjunar-
örðugleikana aftra sér frá fram-
kvæmd þessa þjóðþrifamáls,
sem verzlun og viðskipti liins
komandi fullvalda og frjálsa ís-
lenzka ríkis krafðist. Með stofn-
un Eimskipafélags Islands hafði
þjóðin gert sér það að fullu
ljóst, að velmegun þessa lands
grundvallaðist á því, að hún
tæki aftur sinn gamla sess sem
siglingaþjóð. Það var bjart yfir
þessum órum, verzlunin og sigl-
ingarnar voru á ný i höndum
landsmanna sjálfra. Þjóðin
hafði skilið til fulls vitjunartíma
sinn í þeirri pólitísku og efna-
legu sjálfstæðisbaráttu, er hún
háði.
Árið 1913 er talið að skipa-
kostur landsmanna hafi numið
7822 smálestum, en 1939 var
smálestafjöldinn orðinn 20.593.
Ástandið er þó að því leyti ó-
fullnægjandi, að enn þarf marg-
an erlendan kjölinn til að anna
flutningsþörf vorri, en það virð-
ist ekki vera óeðlilegt, að þjóð-
in geti í framtíðinni haft tekj-
Framh. á bls. 115.