Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 90

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 90
90 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ Blóm og Ávextír. Blómakveðjur og blóma- skraut er þegar orðið svo al- gengur þáttur í daglegu lífi manna, að fæstir minnast þess einu sinni, að það er ekki langt síðan að mjög erfitt var að út- vega blóm til skreytinga. Við, sem enn erum ekki miðaldra, munum glöggt, að lengi var það alsiða að fólk gengi um íbúða- hverfi, svipaðist um eftir fall- egum gluggablómum og berði síðan að dyrum til að spyrja, hvort hægt mundi vera að fá gluggablómin keypt. Það eru ekki enn liðin 14, síðan blómaverzlunin Blóm og Ávextir var stofnuð, en með stofnun hennar má telja að stórt spor hafi verið stigið i þá átt að auka möguleika almennings til að fá falleg og hentug blóm keypt og möguleika garðyrkju- manna til að selja á reglulegum markaði. Þær frúrnar Ásta Jónsdóttir og ölafia Einarsdóttir stofnuðu þessa nýtízlcu blómaverzlun sína 30. nóvember 1930, i húsi Mjólk- urfélags Reykjavíkur, sem þá var nýbyggt. Á Reykjum í Mosfellssveit hafði þá verið reist eitt hinna fyrstu gróðurhúsa, sem rekin voru með hverahita. Byrjunin var smá, en það var til mikilla óþæginda fyrir eigendur húss- ins, að mjög erfitt var að kom- ast í samband við reglulega út- sölu. Þær frúrnar stofnuðu því verzlun sína meðal annars með það fyrir augum, að geta ann- azt útsölu fyrir þessa starfsemi. Fyrst í stað fullnægði íslenzka framleiðslan hvergi nærri eftir- spurninni. Almenningur hænd- ist þegar að hinni myndarlegu blómabúð, þar sem gott var að koma, angandi blóm og litfögur, hlýlegt viðmót og áreiðanleg af- greiðsla. Varð það því úr, að talsvert var innflutt af blóm- um fyrst í stað, aðallega frá Bergen, en þaðan voru hrað- astar ferðir og minnst hætta á skemmdum. Á þann hátt var flutt inn talsvert af nellikum og krýsantemum, auk potta- blóma. Jólin næstu á eftir var einnig flutt inn nokkuð af eucalyptus-greinum og solan- um-aldinum frá Italíu með flug- vél. Þessar greinar og aldini voru sérstaklega hentug til skreytinga á jólakörfum. En þessi starfsemi tók skjótt breytingum. Áður en varði voru íslenzku gróðurhúsin farin að framleiða nægilega mikið fyrir markaðinn, enda fjölgaði þeim ört, um leið og framleiðsla óx og varð fjölbreyttari. Jafnframt var innflutningshöftunum kom- ið á, og lagðist þá mikið af inn- flutningnum niður af sjálfu sér. En á sama tíma tókst blóma- verzlunmni að auka mjög á f jöl- breytni varningsins, og var það auðvitað að þakka aukinni framleiðslu innanlands og hug- kvæmni eigendanna . Það er nefnilega ekki nóg að hafa úrval af fallegum blómum til sölu. Kaupendur vilja gjarn- an kaupa varning sinn öðruvísi en upp á hinn venjulega máta. Margir vilja helzt eingöngu af- skorin blóm eða blóm í pottum. En hinir eru ekki færri, sem gjarnan vilja kaupa blómakörf- ur til tilbreytingar. Það er mikil list, að skreyta fallega körfur, og það er heldur ekki auðlært. Utanlands er þetta algengt nám, sem þær stúlkur verða að ljúka, sem starfa vilja í blómabúðum. Þær frú Ásta og frú Ólöf kom- ust brátt vel niður í þeirri iðn og réðu sér auk þess þaulæfða stúlku frá Noregi til þess að annast blóma- og kranzabind- ingar. I árslok 1938 seldu þær frúrnar blómabúðina Mjólkur- félagi Reykjavíkur, sem rak hana um skeið í sambandi við matvöruverzlunina Liverpool. Gátu þær þá horft um öxl yfir skemmtilegt starf, þótt oft væri erfitt og erilsamt, og mun þeim hafa vel líkað, hversu vel starf þeirra hafði tekizt og giftusam- lega. verzlunina árin 1939 og 1940, en seldi hana síðan hlutafélagi, sem stofnað var undir nafninu „Blóm og Ávextir h.f.“ Voru aðalstofnendur þeir Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri, Bjarni alþingismaður Árgeirs- son, Stefán Þorláksson í Reykjahlíð, Lárus Björnsson og Hendrik Berndsen. Þetta hluta- félag rekur verzlunina nú, og hefir Hendrik Berndsen verið forstjóri þess frá upphafi. Verzlunin er ennþá i’ekin með sama sniði og frá upphafi, þótt nokkrar breytingar hafi orðið á húsnæði. Þó er nú svo komið, að húsnæðið er of lítið fyrir reksturinn, en úr þvi fæst ekki bætt, meðan á núverandi húsnæðisvandræðum stendur. Það er gaman að litast um í blómverzluninni, þegar allt ang- ar af nýjum blómum og auganu mætir yndislegt litskrúð og fegurð, hvert sem litið er. Eins og að undanförnu tekur verzl- unin að sér ýmislegt er að blóm- skreytingum lýtur, til dæmis borðskreytingar í heimahúsum og veizlusölum. En auk þess eru í verzluninni bundnir alls kon- ar kranzar og skreyttar blóma- körfur. Þá eru og skreyttar kist- ur og annazt um skreytingu kirkna við jarðarfarir og bundnir allskonar kranzar úr lifandi blómum eða gerviblóm- um og greinum. En starfsemin tekur til ým- issa fleiri greina. I verzluninni er selt mikið af allskonar fræi og plöntum, og Ieitar þangað margur á vorin, ]>egar verið er að lagfæra skraut- og matjurta- garða. Þá er og seldur áburður, sótthreinsandi meðöl og duft til eyðingar á snýkjudýrum, snýkjuplöntum og illgresi. Loks eru til sölu allskonar blómavasar og skrautmunir, sem þykja hentugir til tækifær- isgjafa og gott getur verið að grípa til, þegar lítið er til af blómum, en það^getur auðvitað oft komið fyrir, ])ví að fram- leiðslu er í slikum efnum aldrei hægt að haga algerlega eftir cftirspurn. Þótt ekki sé litið yfir lengrr tíma en tæp 14 ár, verður ekki annað sagt cn að „Blóm og Á- vextir“ geti litið um öxl yfir merkilegan starfsferil. Verzlun- in hefir fylgzt með þróun, sem að ýrnsu leyti má telja einstæða í atvinnumálum, ])ví að rekstur hennar hefir verið nátengdur gróðurhúsaræktinni. En sú al- vinnugrein er orðin mjög merki- leg og athyglisverð, Jjótt ung sé og á efalaust eftir að hafa rík og víðtæk áhrif í atvinnumálum landsins. Mjólkurfélag Reykjavíkur rak Árið 1937 varð sviplegt sjólys við Faxaflóa, þegar franska rannsóknaskipið „Pourquoi pas?“ fórst með allri áhöfn nemti einum háseta, sem bjargaðist. Myndin sýnir nokkra blómvendi, er þá voru sendir um „Blóm og Ávexti“. I efri röð eru blómvendir Kristjáns konungs X-. íslenzku ríkisstjórn- arinnar og danska sendiherrans, en í neðri röð kranzar frá franska konsúlnum og herskipunum tyeim, er fluttu lík skipverja heim til Frakklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.