Vísir - 17.06.1944, Side 66
66
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ
Mynd IV.
ingnum aukizt mikið, hlutfalls-
lega, svo sem sjá má á mynd IV.
Má segja að hundraðshlutinn
liafi, ef miðað er við fimm ára
meðaltöl, stöðugt farið hækk-
andi, fram til ársins 1942. Und-
antekning voru þó árin 1936—
1940. Haest hefir talan orðið ár-
in 1941 og 1942, bæði skiptin
yfir 95%.
Hér hefir verið getið nokk-
'urra þýðingarmikilla atriða í
þróun sjávarúlvegsins á tíma-
bilinu frá því Islendingar fengu
sína fyrstu stjórnarskrá úr
hendi dansks konungs, árið
1874, og til ársins 1944, er Is-
lendingar ætla að stofna lýð-
veldi og losa sig um leið við
hinar síðustu leifar erlends
valds. Að sjálfsögðu hefir
mörgu orðið að sleppa, sem
þýðingu hefir í þessu sambandi,
en það er von þess, er þessar
línur hefir ritað, að svo hafi
tekizt, að mönnum sé ljóst hví-
líkar geysilegar framfarir hafa
átt sér stað á þessu sviði at-
vinnulífsins og þá um leið hitt,
að enn eru margir möguleikar
ótæmdir.
Tímabil það, sem hér hefir
lýst verið, er hið merkasta í
sögu sjávarútvegsins. Þrátt
fyrir að stórstígar framfarir
hafi orðið, hafa þó skipzt á skin
og skúrir í afkomu ]>essa at-
vinnuvegar, svo sem ávallt vill
verða á löngum tímabilum.
Þó hefir þetta verið misjafnt
um hinar ýmsu greinar sjávar-
útvcgsins. Mun síldarútvegur-
inn yfirleitt oftar hafa átt við
erfiðleika að stríða en aðrar
greinar. Einkum voru þessir
erfiðleikar síldarútvegsins mikl-
jr á árununl eftir hina fyrri
heimsstyrjöld. Var sá útvegur
þá enn tiltölulega ungur að ár-
um og auk þess sem erfiðleik-
arnir steðjuðu að utan frá, átti
hann oft litlum skilningi að
mæta í landinu sjálfu og þeim,
tímum. Mátti heita, að um tap-
rekstur væri að ræða hjá megin-
hluta útgerðarinnar á' tímabil-
inu. Auknnig sú á möguleikum
síldveiðanna, sem varð seinni
hluta krepputímabilsins, eink-
um síldarverksmiðjurnar, munu
hafa átt drjúgaii þátt i, að ekki
fór þó ver en rafln varð á og
að útgerðin komst úr þeirri eld-
raun, þó álirifa hennar eigi
vafalaust eftir að gæta lengi
enn. Einkum kom þetla ljóst
fram á skipastólnum. Um end-
urnýjun eða eðlilegt viðhald
hans var ekki að ræða á þessu
tímabili, sér í lagi hvað hin
stærri skip snerti. Afleiðing
þess er sú, að nú er verulegur
hluti fiskiskipastólsins kominn
yfir það aldurstakmark, sem
eðlilegt er talið, og teldist með
öllu úreltur, ef eðlilegt ástand
ríkti. Er þetta eitt af mestu
vandamálum þeim, sem bíða
sjávarútvegsins á komandi tím-
um. — |
Mönnum varð það brátt ljóst,
að aukin fjölbreytni í fram-
Nýtízku síldarverksmiðja. Síldariðnaðurinn er nú orðinn einn hinn
þýðingarmesti fiskiðnaður i landinu og hefir færzt mjög í auk-
ana síðasta áratuginn.
sem hann stunduðu, líkt við
gullleitarmenn, cn sú mannteg-
und hcfir jafnan ekki þótt vel
til fyrirmyndar fallin.
Erfiðustu tímar sjávarútvegs-
ins voru þó á árunum eftir 1930
og fram undir núverandi heims-
styrjöld. Heimskreppa sú, sem
]iá. skall yfir, snerti þennan at-
vinnuveg mjög, með því að
hann var algerlega háður heims-
markaðnum með alla fram-
leiðslu sína. En þungi krepp-
unnar varð þó enn meiri vegna
þesS, hversu framleiðslan var
einliæf, mestmegnis saltfiskur.
Munu fáir þeirra, sem nokkuð
voru við sjávarútveg riðnir á
þessum árum, gleyma því basli
og ])éim þrotlausu erfiðleikum,
sem þeir áttu við að etja með
atvinnurekstur sinn á þessum
leiðsluháttum var ólijákvæmi-
leg, ef von ætti að vera til að
lyfta sjávarútveginum upp úr
öldudal krepputímanna. Það
var þvi hafizt handa á þessu
sviði og, er styrjöldin brauzt út,
hafði þegar nokkuð áunnizt, þó
ýmislegt væri enn á tilrauna-
stigi. Styrjöldin olli hér alger-
um straumhvörfum. Verðið á
framleiðsluvörum sjávarútvegs-
ins hækkaði brátt stórlega
vegna mikillar aukningar á eft-
irspurn eftir fiskmeti, sem og
raunar öllum matvælum.
Sjávarútveginum vegnaði því
vel framan af styrjöldinni, þar
sem verðhækkun á framleiðslu
hans var mun meiri en hækkun
framleiðslukostnaðarins. Þess
sjást þó glögg merki, að hér
hafa orðið straumhvörf. Verð á
framleiðslunni hefir nú sýni-
lega náð hámarki og hefir þeg-
ar tekið að lækka á sumum af-
urðum útvegsins. Hækkunin á
framleiðslukostnaðinum heldur
þó enn áfram, að mestu fyrir
aðgerðir innlendra aðila. Hljóta
allir að sjá, að slík þróun, ef
|hún fær að halda áfram, getur
ekki leitt nema til eins. Fram-
leiðslan hættir að geta staðið
undir kostnaðinum og stöðvast.
Hvort þetta verður fyrr eða síð-
ar, er eigi unnt að segja fyrir
um, en gera má fastlega ráð
fyrir, að við lok styrjaldarinn-
ar verði sú aðstaða okkar Is-
lendinga, að við verðum, sakir
óeðlilegs framleiðslukostnaðar,
með öllu ófærir til samkeppni
við þær ]>jóðir aðrar, er sjávar-
afurðir framleiða, nema því að-
cins að hinni óhcillavænlegu
þróun verði snúið við.
Sjávarútvegurinn er sú stoð
undir efnahagslegri afkomu
þjóðarinnar, sem ætlað er að
bera þyngstu byrðina. Bresti
hún er voði búinn allri afkomu
þjóðarinnar.
Megi hið unga íslcnzka lýð-
veldi bera gæfu til að treysta
svo grundvöll þessa atvinnuveg-
ar, að hann verði því hlutverki
vaxipn, sem honum er ætlað að
gegna.
Síldarsöl tunarstöð.